Ford með 23 nýja bíla 2014 Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2013 10:32 Ford Mondeo Mikið verður um að vera hjá bílaframleiðandanum Ford á næsta ári, en Ford ætlar að kynna 23 breytta og nýja bíla á því ári. Ford ætlar einnig að fjölga verksmiðjum sínum og starfsfólki og mun störfum t.d. fjölga um 5.000 í Bandaríkjunum einum. Flestar af þessum 23 nýju bílgerðum eru nýjar kynslóðir þekktra bílgerða Ford. Þar á meðal er F-150 pallbíllinn, Ford Edge, Ford Expedition, Lincoln Navigator, Lincoln MKC og Ford Transit. Ford mun kynna marga nýja bíla sína á bílsýningunni í Detroit sem hefst í næsta mánuði. Hinum ágætu EcoBoost vélum Ford mun fjölga um tvær á næsta ári og bætist ný 2,3 lítra vél við og önnur til með óþekkt sprengirými. Ford ætlar að fjölga mjög bílgerðum sem verða með Start/Stop-búnaði og verða um 70% allra Ford bíla þannig búnir við enda næsta árs. Þrjár glænýjar samsetnignaverksmiðjur verða opnaðar hjá Ford á næsta ári, tvær þeirra í Asíu og ein í S-Ameríku. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Mikið verður um að vera hjá bílaframleiðandanum Ford á næsta ári, en Ford ætlar að kynna 23 breytta og nýja bíla á því ári. Ford ætlar einnig að fjölga verksmiðjum sínum og starfsfólki og mun störfum t.d. fjölga um 5.000 í Bandaríkjunum einum. Flestar af þessum 23 nýju bílgerðum eru nýjar kynslóðir þekktra bílgerða Ford. Þar á meðal er F-150 pallbíllinn, Ford Edge, Ford Expedition, Lincoln Navigator, Lincoln MKC og Ford Transit. Ford mun kynna marga nýja bíla sína á bílsýningunni í Detroit sem hefst í næsta mánuði. Hinum ágætu EcoBoost vélum Ford mun fjölga um tvær á næsta ári og bætist ný 2,3 lítra vél við og önnur til með óþekkt sprengirými. Ford ætlar að fjölga mjög bílgerðum sem verða með Start/Stop-búnaði og verða um 70% allra Ford bíla þannig búnir við enda næsta árs. Þrjár glænýjar samsetnignaverksmiðjur verða opnaðar hjá Ford á næsta ári, tvær þeirra í Asíu og ein í S-Ameríku.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent