Oklahoma City vann Lakers, 112-97. Durant var með 31 stig í leiknum fyrir Oklahoma City sem er enn ósigrað á heimavelli í vetur og hefur nú unnið Lakers fjórum sinnum í röð.
Russel Westbrook átti einnig góðan leik en hann skoraði nítján stig, gaf tólf stoðsendingar og tók átta fráköst.
Lakers hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum eftir endurkomu Kobe Bryant. Hann var nálægt persónulegu meti sínu með þrettán stoðsendingum en það dugði ekki til. Hann skoraði aðeins fjögur stig í leiknum.
Atlanta vann Washington, 101-99, í framlengdum leik. Al Horford var með 34 stig og tryggði sínum mönnum sigur með flautukörfu í framlengingunni.
Paul Millsap og Kyle Korver voru með sextán stig hvor fyrir Atlanta en Horford tók alls fimmtán fráköst í leiknum.
San Antonio vann Minnesota, 117-110, þrátt fyrir að Kevin Love hafi sett niður 42 stig fyrir síðarnefnda liðið. Tony Parker var með 29 stig fyrir San Antonio og Manu Ginobili 20.
Boston vann New York, 90-86, í slag stórborganna á austurströndinni. Avery Bradley skoraði þrettán stig í leiknum en sjö í fjórða leikhlutanum, þar af mikilvæga þriggja stiga körfu þegar lítið var eftir af leiknum.
Carmelo Anthony skoraði 26 stig fyrir New York og Andrea Bargnani 22. Það dugði þó ekki til. Þetta var tólfta tap New York í síðustu fimmtán leikjum liðsins.
Úrslit næturinnar:
Indiana - Charlotte 99-94
Orlando - Cleveland 100-109
Toronto - Philadelphia 108-100
Atlanta - Washington 101-99
Boston - New York 90-86
Detroit - Brooklyn 103-99
Oklahoma City - LA Lakers 122-97
Milwaukee - Chicago 90-91
San Antonio - Minnesota 117-110
Denver - Utah 93-103
Phoenix - Sacramento 116-107
Golden State - Houston 112-116