Bílasala fellur 9 mánuði í röð í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 11:45 Lada bílar seljast ekki vel um þessar mundir. Bílasala féll um 4% í nóvembermánuði í Rússlandi og hefur hún fallið frá fyrra ári alla síðustu 9 mánuði. Í nóvember seldust 231.982 bílar þar eystra. Bílasala í heild í Evrópu féll reyndar meira en í Rússlandi, eða um 8%. Efnahagur í Rússlandi er í lægð og því kemur minnkandi bílasala ekki svo mikið á óvart, en fyrir þetta 9 mánaða fall var bílasala í Rússlandi mjög fjörleg og hafði vaxið í stórvöxnum tölum. Búist er við því að bílasala í Rússlandi verði 6% minni í ár en í fyrra. Horfur fyrir næsta ár eru þær að bílasala verði álíka og í ár. Lada heldur enn toppsætinu hvað fjölda seldra bíla áhrærir, en sala Lada bíla féll um 19% í nóvember og nam 36.509 bílum. Renault er það bílamerki sem selst næst mest í Rússlandi og jókst hún um 3% í nóvember. Dacia bílar frá Rúmeníu seljast ágætlega í Rússlandi og þriðja söluhæsta bílgerðin í nóvember var Dacia Duster sem seldist 12% betur enn í fyrra. Kia og Hyundai eru þriðja og fjórða söluhæsta bílamerkið og jókst sala þeirra en 6%. Í fimmta sæti er Chevrolet en sala þeirra minnkaði reyndar um 18% í nóvember. Volkswagen seldi 9% færri bíla, en lúxusmerki BMW jók söluna um 33%, Audi 18% og Mercedes Benz um 17%. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Bílasala féll um 4% í nóvembermánuði í Rússlandi og hefur hún fallið frá fyrra ári alla síðustu 9 mánuði. Í nóvember seldust 231.982 bílar þar eystra. Bílasala í heild í Evrópu féll reyndar meira en í Rússlandi, eða um 8%. Efnahagur í Rússlandi er í lægð og því kemur minnkandi bílasala ekki svo mikið á óvart, en fyrir þetta 9 mánaða fall var bílasala í Rússlandi mjög fjörleg og hafði vaxið í stórvöxnum tölum. Búist er við því að bílasala í Rússlandi verði 6% minni í ár en í fyrra. Horfur fyrir næsta ár eru þær að bílasala verði álíka og í ár. Lada heldur enn toppsætinu hvað fjölda seldra bíla áhrærir, en sala Lada bíla féll um 19% í nóvember og nam 36.509 bílum. Renault er það bílamerki sem selst næst mest í Rússlandi og jókst hún um 3% í nóvember. Dacia bílar frá Rúmeníu seljast ágætlega í Rússlandi og þriðja söluhæsta bílgerðin í nóvember var Dacia Duster sem seldist 12% betur enn í fyrra. Kia og Hyundai eru þriðja og fjórða söluhæsta bílamerkið og jókst sala þeirra en 6%. Í fimmta sæti er Chevrolet en sala þeirra minnkaði reyndar um 18% í nóvember. Volkswagen seldi 9% færri bíla, en lúxusmerki BMW jók söluna um 33%, Audi 18% og Mercedes Benz um 17%.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent