GM hættir einnig í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 10:30 Holden Commodore Í síðustu viku tilkynnti Genaral Motors að það ætli að hætta sölu Chevrolet bíla í Evrópu og í kjöfarið fylgdu fréttir af því að GM ætli einnig að hætta framleiðslu Holden bíla í Ástralíu, en Holden er í eigu GM. GM hefur tapað stórlega á rekstri Holden í Ástralíu á undanförnum árum, þrátt fyrir að hafa 11,4% bílamarkaðarins þar. Holden tapaði 16,7 milljörðum króna í fyrra og tapreksturinn hefur varað lengi. Sögur herma að GM ætli að hætta framleiðslunni Í LOK ÁRS 2016. GM hefur einnig selt Opel bíla í Ástralíu en engum sögum fer af því hvort sölu þeirra verði einnig hætt. Hjá Holden starfa nú 4.278 starfsmenn og framleiddu þeir 82.172 bíla í fyrra. Ford hefur þegar tilkynnt að fyrirtækið ætli að loka verksmiðjum sínum í Ástralíu árið 2016 og með því gera 1.200 starfsmenn atvinnulausa. Ford, líkt og Gm, hefur tapað á rekstrinum í Ástralíu og vill ekki þreyja þorrann lengur. Ford tapaði 16,4 milljörðum króna í fyrra í Ástralíu, en Ford ætlar að flytja inn bíla þangað frá verksmiðjum utan heimsálfunnar. Með brotthvarfi Ford og GM í bílaframleiðslu í Ástralíu hefur framleiðsla bíla nánast aflagst í álfunni. Helsta ástæða þessara endaloka er hár framleiðslukostnaður í Ástralíu og hækkun á gengi ástralska dollarans að undanförnu. Því borgar sig frekar fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla utan álfunnar og flytja þá síðan til Ástralíu. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent
Í síðustu viku tilkynnti Genaral Motors að það ætli að hætta sölu Chevrolet bíla í Evrópu og í kjöfarið fylgdu fréttir af því að GM ætli einnig að hætta framleiðslu Holden bíla í Ástralíu, en Holden er í eigu GM. GM hefur tapað stórlega á rekstri Holden í Ástralíu á undanförnum árum, þrátt fyrir að hafa 11,4% bílamarkaðarins þar. Holden tapaði 16,7 milljörðum króna í fyrra og tapreksturinn hefur varað lengi. Sögur herma að GM ætli að hætta framleiðslunni Í LOK ÁRS 2016. GM hefur einnig selt Opel bíla í Ástralíu en engum sögum fer af því hvort sölu þeirra verði einnig hætt. Hjá Holden starfa nú 4.278 starfsmenn og framleiddu þeir 82.172 bíla í fyrra. Ford hefur þegar tilkynnt að fyrirtækið ætli að loka verksmiðjum sínum í Ástralíu árið 2016 og með því gera 1.200 starfsmenn atvinnulausa. Ford, líkt og Gm, hefur tapað á rekstrinum í Ástralíu og vill ekki þreyja þorrann lengur. Ford tapaði 16,4 milljörðum króna í fyrra í Ástralíu, en Ford ætlar að flytja inn bíla þangað frá verksmiðjum utan heimsálfunnar. Með brotthvarfi Ford og GM í bílaframleiðslu í Ástralíu hefur framleiðsla bíla nánast aflagst í álfunni. Helsta ástæða þessara endaloka er hár framleiðslukostnaður í Ástralíu og hækkun á gengi ástralska dollarans að undanförnu. Því borgar sig frekar fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla utan álfunnar og flytja þá síðan til Ástralíu.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent