Brooklyn hefur átt erfitt uppdráttar síðan liðið lagði Miami Heat fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Liðið reif sig þó upp í nótt og spilaði mjög góðan leik gegn LA Clippers.
Andray Blatche og Joe Johnson skoruðu 21 stig fyrir Nets en Chris Paul var stigahæstur hjá Clippers með 20 stig.
LaMarcus Aldridge átti stórleik fyrir Portland gegn Houston. Hann skoraði 31 stig og tók 25 fráköst. Robin Lopez skoraði 16 stig og tók 10 fráköst.
Dwight Howard oflugastur hjá Hostun með 32 stig og 17 fráköst.
Úrslit:
Brooklyn-LA Clippers 102-93
Portland-Houston 111-104
