Wagon Attack III á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 10:15 Þau fer ekki framhjá landanum að það er mikið í tísku hjá erlendu fólki að heimsækja Ísland og á það ekki síst við ef taka á upp myndbönd. Í þessu ferðalagi sem hér sést taka leiðangursmenn með sér eldgamlan Honda Civic Wagon bíl frá Bandaríkjunum sem þeir hafa einungis eitt markmið með, það er að eyðileggja hann á erfiðum vegum og torfærum Íslands. Heilmiklar tilraunir eru gerðar til að eyðileggja bílinn, en það tekst þó ekki, enda Honda-bílar sterkbyggðir með afbrigðum. Endalok bílsins eru því nokkuð sorgleg, en hann endar lífdaga sína í endurvinnslu fyrir bíla hér á landi. Myndband þetta er það þriðja í röðinni sem framleiðendurnir hafa birt og er það nú áberandi á hinum þekkta bílavef autoblog.com. Í öllum mynböndunum hefur verið þjösnast á þessum bíl, en nú er hætt við því að þau verði ekki fleiri. Myndbandið hefst með miklum spekúlasjónum um borð í listibáti um hvar sé best að bera niður við tilraunina við að eyðileggja bílinn og að sjálfsögðu finnst þeim heppileqast að bera niður á Íslandi. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent
Þau fer ekki framhjá landanum að það er mikið í tísku hjá erlendu fólki að heimsækja Ísland og á það ekki síst við ef taka á upp myndbönd. Í þessu ferðalagi sem hér sést taka leiðangursmenn með sér eldgamlan Honda Civic Wagon bíl frá Bandaríkjunum sem þeir hafa einungis eitt markmið með, það er að eyðileggja hann á erfiðum vegum og torfærum Íslands. Heilmiklar tilraunir eru gerðar til að eyðileggja bílinn, en það tekst þó ekki, enda Honda-bílar sterkbyggðir með afbrigðum. Endalok bílsins eru því nokkuð sorgleg, en hann endar lífdaga sína í endurvinnslu fyrir bíla hér á landi. Myndband þetta er það þriðja í röðinni sem framleiðendurnir hafa birt og er það nú áberandi á hinum þekkta bílavef autoblog.com. Í öllum mynböndunum hefur verið þjösnast á þessum bíl, en nú er hætt við því að þau verði ekki fleiri. Myndbandið hefst með miklum spekúlasjónum um borð í listibáti um hvar sé best að bera niður við tilraunina við að eyðileggja bílinn og að sjálfsögðu finnst þeim heppileqast að bera niður á Íslandi.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent