Stærsta vél í heimi Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 13:15 Stærsta strokkvél í heimi. Það væri alls ekki ónýtt að hafa 108.920 hestöfl undir húddinu, en vandinn er sá að þessi öfluga vél kemst ekki í vélarrúm neins bíls. Hún er ætluð í skip og er stærsta strokkvél sem framleidd hefur verið. Vélin er 14 strokka og sprengirými hennar er 25.480 lítrar. Hún er forþjöppudrifin dísilvél og hver strokkur hefur sprengirými uppá 1.820 lítra. Hún snýst reyndar afar hægt í samanburði við bílvélar, eða aðeins 22-102 snúninga á mínútu. Engu að síður hefur hún ógnartogkraft, eða 5.608.310 pund á hvert fet. Það þyrfti 109 bílvélar úr ofurbílnum Bugatti Veyron, sem er 1.000 hestöfl, til að jafna hestaflatölu þessarar vélar. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent
Það væri alls ekki ónýtt að hafa 108.920 hestöfl undir húddinu, en vandinn er sá að þessi öfluga vél kemst ekki í vélarrúm neins bíls. Hún er ætluð í skip og er stærsta strokkvél sem framleidd hefur verið. Vélin er 14 strokka og sprengirými hennar er 25.480 lítrar. Hún er forþjöppudrifin dísilvél og hver strokkur hefur sprengirými uppá 1.820 lítra. Hún snýst reyndar afar hægt í samanburði við bílvélar, eða aðeins 22-102 snúninga á mínútu. Engu að síður hefur hún ógnartogkraft, eða 5.608.310 pund á hvert fet. Það þyrfti 109 bílvélar úr ofurbílnum Bugatti Veyron, sem er 1.000 hestöfl, til að jafna hestaflatölu þessarar vélar.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent