AC Milan komst með naumindum áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust AC Milan og Ajax á San Siro í kvöld.
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður þegar 17 mínútur voru til leiksloka en tókst ekki frekar en félögum sínum í Ajax að skora markið sem hefði komið liðinu áfram í sextán liða úrslitin.
Ajax-liðið var manni fleiri í 68 mínútur eftir að AC Milan maðurinn Riccardo Montolivo fékk beint rautt spjald á 22. mínútu leiksins.
Leikmenn AC Milan pökkuðu í vörn og vörðu stigið sem var nóg til að tryggja Ítölum annað sætið í riðlinum.
Það munaði oft litlu að liðsmönnum Ajax tækist að skora en Ítalirnir höfðu heppnina með sér og eru eina ítalska liðið sem komast áfram í sextán liða úrslitin. Juventus og Napoli duttu bæði úr leik í dag með dramatískum hætti.
Ajax fékk aðeins eitt stig í fyrstu þremur leikjum riðilsins en hafði komið sér aftur inn í baráttuna með tveimur sigrum í röð. Sá þriðji kom ekki í hús þrátt og Kolbeinn og félagar munu því spila í Evrópudeildinni eftir áramót.
