Fjórir strokkar í Porsche Macan og Boxster Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 10:30 Porsche Macan. Bílaframleiðandinn Porsche hefur ekki framleitt 4 strokka vélar frá því árið 1995, þegar hætt var að framleiða Porsche 968. Nú er Porsche hinsvegar með áform um að framleiða fjögurra strokka vélar bæði í jepplinginn nýja, Macan, en einnig í Boxtser sportbílinn. Porsche Macan var kynntur rétt um daginn í Los Angeles og þá eingöngu með 6 strokka vélum, 340 og 400 hestafla bensínvélum og 258 hestafla dísilvél. Það var reyndar alveg ljóst að Porsche myndi bjóða Macan seinna meir með aflminni og eyðslugrennri vélum, en þær verða semsagt fjögurra strokka. Fjögurra strokka vélar Porsche verða líklega 2,0 lítra, bæði bensínvél og dísilvél. Bensínvélin verður þrátt fyrir lítið sprengirými ári öflug, eða 280 hestöfl. Bensínvélin er ættuð frá Volkswagen, móðurfyrirtæki Porsche og því verður hún ekki Boxer vél. Porsche framleiðir hinsvegar dísilvélina og því má búast við að hún verði með Boxer lagi. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Bílaframleiðandinn Porsche hefur ekki framleitt 4 strokka vélar frá því árið 1995, þegar hætt var að framleiða Porsche 968. Nú er Porsche hinsvegar með áform um að framleiða fjögurra strokka vélar bæði í jepplinginn nýja, Macan, en einnig í Boxtser sportbílinn. Porsche Macan var kynntur rétt um daginn í Los Angeles og þá eingöngu með 6 strokka vélum, 340 og 400 hestafla bensínvélum og 258 hestafla dísilvél. Það var reyndar alveg ljóst að Porsche myndi bjóða Macan seinna meir með aflminni og eyðslugrennri vélum, en þær verða semsagt fjögurra strokka. Fjögurra strokka vélar Porsche verða líklega 2,0 lítra, bæði bensínvél og dísilvél. Bensínvélin verður þrátt fyrir lítið sprengirými ári öflug, eða 280 hestöfl. Bensínvélin er ættuð frá Volkswagen, móðurfyrirtæki Porsche og því verður hún ekki Boxer vél. Porsche framleiðir hinsvegar dísilvélina og því má búast við að hún verði með Boxer lagi.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent