Kevin Durant lét blaðamenn heyra það í miðjum leik sinna manna í Oklahoma City Thunder gegn Indiana Pacers í fyrrinótt.
Pacers hefur byrjað tímabilið af miklum krafti en Oklahoma City vann sannfærandi sigur á heimavelli, 118-94. Durant var sérstaklega öflugur með 36 stig, tíu fráköst og fimm stoðsendingar.
Durant hefur yfirleitt látið nægja að láta verkin tala á vellinum en þegar lítið var eftir af leiknum sneri hann sér að blaðamönnum í höllinni og öskraði; „skrifið um þetta!“
Það er óljóst hvað það var nákvæmlega í skrifum blaðamanna fyrir leikinn sem fór í taugarnar á Durant. Ef til vill var hann orðinn leiður á stanslausum lofræðum um Paul George, leikmanni Pacers, sem hefur verið frábær í upphafi tímbilsins.
Durant hafði þó betur í baráttunni við George um helgina og var óhræddur við að undirstrika það.
Portland hefur þó enn efst í Vesturdeildinni með átján sigra í 22 leikjum en San Antonio og Oklahoma City koma næst með fimmtán sigra í nítján leikjum.
Durant pirraður: Skrifið um þetta!
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn


Karlremban Chicharito í klandri
Fótbolti




Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM
Körfubolti


Isak fer ekki í æfingaferðina
Enski boltinn
