Mögnuð endurkoma City dugði ekki til | Þrjú rauð á Anderlecht Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2013 10:23 Manchester City var einu marki frá því að næla í efsta sæti D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-2 útisigur á Bayern München. Victoria Plzen nældi í Evrópudeildarsæti og rauð spjöld fóru á loft í Grikklandi. Liðsmenn FC Bayern komust í 2-0 gegn Manchester City eftir aðeins tólf mínútur. Þá fór Micah Richards meiddur af velli og stefndi í leiðindakvöld enska liðsins í Þýskalandi. David Silva minnkaði hins vegar muninn af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og möguleiki fyrir gestina. Í síðari hálfleik gengu City-menn á lagið. Aleksandar Kolarov jafnaði metin úr vítaspyrnu og Englendingurinn James Milner, sem lagði upp markið fyrir Silva, skoraði sigurmarkið. City hefði tekið toppsætið af Bæjurum hefði þeim tekist að bæta við einu marki. Þýska liðið heldur toppsætinu á betri markatölu í innbyrðisviðureignum liðanna. Olympiakos tryggði sér annað sætið í C-riðli með 3-1 sigri á Anderlecht. Javier Saviola skoraði tvö marka gríska liðsins. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í stöðunni 1-1 í upphafi síðari hálfleiks þegar Belgarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Saviola kom Olympiakos í 2-1 á 58. mínútu og Grikkirnir í góðum málum. Áður en yfir lauk fuku tveir til viðbótar útaf í liði Anderlecht auk þess sem Olympiakos bæði klúðraði og skoraði úr vítaspyrnu. Sigurinn tryggði liðinu annað sætið þrátt fyrir sigur Benfica á PSG í Portúgal. Victoria Plzen tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar með 2-1 sigri á CSKA Moskvu. Liðið fékk 3 stig í riðlinum líkt og Rússarnir en Tékkarnir skoruðu fleiri mörk á útivelli í innbyrðisviðureignum liðanna.Staðan í riðlunum eftir leiki kvöldsinsA-riðill Manchester United 1-0 Shaktar Donetsk Real Sociedad 0-1 Bayer Leverkusen United 14 Leverkusen 10 Donetsk 8 Sociedad 1B-riðill FC Kaupmannahöfn 0-2 Real Madrid Fresta varð viðureign Galatasaray og Juventus vegna snjókomu. Real 16 Juve 6 Galatasaray 4 FCK 4C-riðill Benfica 2-1 PSG Olympiakos 3-1 Anderlecht PSG 13 Olympiakos 10 (Olympiacos stendur betur innbyrðis) Benfica 10 Anderlecht 1D-riðillBayern München 2-3 Manchester City Vikotira Plzen 2-1 CSKA Moskva Bayern 15 Man City 15 Viktoria 3 CSKA 3 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Manchester City var einu marki frá því að næla í efsta sæti D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-2 útisigur á Bayern München. Victoria Plzen nældi í Evrópudeildarsæti og rauð spjöld fóru á loft í Grikklandi. Liðsmenn FC Bayern komust í 2-0 gegn Manchester City eftir aðeins tólf mínútur. Þá fór Micah Richards meiddur af velli og stefndi í leiðindakvöld enska liðsins í Þýskalandi. David Silva minnkaði hins vegar muninn af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og möguleiki fyrir gestina. Í síðari hálfleik gengu City-menn á lagið. Aleksandar Kolarov jafnaði metin úr vítaspyrnu og Englendingurinn James Milner, sem lagði upp markið fyrir Silva, skoraði sigurmarkið. City hefði tekið toppsætið af Bæjurum hefði þeim tekist að bæta við einu marki. Þýska liðið heldur toppsætinu á betri markatölu í innbyrðisviðureignum liðanna. Olympiakos tryggði sér annað sætið í C-riðli með 3-1 sigri á Anderlecht. Javier Saviola skoraði tvö marka gríska liðsins. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í stöðunni 1-1 í upphafi síðari hálfleiks þegar Belgarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Saviola kom Olympiakos í 2-1 á 58. mínútu og Grikkirnir í góðum málum. Áður en yfir lauk fuku tveir til viðbótar útaf í liði Anderlecht auk þess sem Olympiakos bæði klúðraði og skoraði úr vítaspyrnu. Sigurinn tryggði liðinu annað sætið þrátt fyrir sigur Benfica á PSG í Portúgal. Victoria Plzen tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar með 2-1 sigri á CSKA Moskvu. Liðið fékk 3 stig í riðlinum líkt og Rússarnir en Tékkarnir skoruðu fleiri mörk á útivelli í innbyrðisviðureignum liðanna.Staðan í riðlunum eftir leiki kvöldsinsA-riðill Manchester United 1-0 Shaktar Donetsk Real Sociedad 0-1 Bayer Leverkusen United 14 Leverkusen 10 Donetsk 8 Sociedad 1B-riðill FC Kaupmannahöfn 0-2 Real Madrid Fresta varð viðureign Galatasaray og Juventus vegna snjókomu. Real 16 Juve 6 Galatasaray 4 FCK 4C-riðill Benfica 2-1 PSG Olympiakos 3-1 Anderlecht PSG 13 Olympiakos 10 (Olympiacos stendur betur innbyrðis) Benfica 10 Anderlecht 1D-riðillBayern München 2-3 Manchester City Vikotira Plzen 2-1 CSKA Moskva Bayern 15 Man City 15 Viktoria 3 CSKA 3
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira