Körfubolti

Íhuga breytingar á fyrirkomulagi NBA-deildarinnar

LeBron James.
LeBron James.
Forráðamenn NBA-deildarinnar munu á næstunni skoða hvort núverandi fyrirkomulag deildarinnar sé orðið úrelt. Til greina kemur að gera róttækar breytingar.

Lið deildarinnar spila annað hvort í Austur- eða Vesturdeild. Undir þeim eru síðan sex minni deildir. Þrjár vestanmegin og þrjár fyrir austan.

Sigurvegarar hverrar deildar fara beint í úrslitakeppnina og fá ekki verra sæti þar en fjórða sæti. Það getur hjálpað liði með ekkert sérstakan árangur að komast í úrslitakeppnina á kostnað liða með mun betri árangur.

Boston með sinn 10-12 árangur myndi taka sæti fjögur í úrslitakeppninni austanmegin í dag þó svo liðið sé aðeins með sjötta besta árangurinn. Þessi árangur myndi þess utan aðeins duga í þrettánda sætið í Vesturdeildinni.

Varaforseti deildarinnar, Adam Silver, segir að þessi mál verði tekin til ítarlegrar skoðunar á næstunni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×