„Ummæli Zlatan sorgleg og leiðinleg“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2013 12:00 Zlatan Ibrahimovic og Theresa Sjögran. Mynd/Heimasíða sænska knattspyrnusambandsins Pia Sundhage, þjálfari sænska kvennalandsliðsins í kanttspyrnu, er ósátt við ummæli sem Zlatan Ibrahimovic lét falla í viðtali við Expressen á Jóladag. Forsaga málsins er sú að Anders Svensson fékk bíl að gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu fyrir að meta leikjamet karlalandsliðsins. Theresa Sjögran, leikjahæsti leikmaður kvennalandsliðsins, hafði ekki fengið neina gjöf af slíkri stærðargráðu er hún bætti kvennametið. „Hvernig í ósköpunum geturðu borið saman karlana og konurnar? Það er gjörsamlega ómögulegt. Ég get áritað reiðhjól sem konurnar geta fengið og verið sáttar með,“ sagði Zlatan meðal annars í viðtalinu við Expressen. Ummæli Zlatan hafa verið gagnrýnd töluvert í heimalandinu en einnig af formanni kvennanefndar Knattspyrnusambands Evrópu. Zlatan sagði einnig að hann væri þreyttur á því að í útlöndum væri hann borin saman við Messi og Ronaldo á meðan Svíar bæru hann saman við bestu knattspyrnukonur Svía. „Það er sorglegt og leiðinlegt þegar fyrirliði karlalandsliðsins lætur slík orð falla. Það sýnir glögglega brotalamir í hugsunarhætti í karlafótboltanum,“ segir Sundhage í viðtali við SVT Sport. Miðvörður sænska landsliðsins, Nilla Fischer, tjáði sig á Twitter. Sagði hún ummælin þau kjánalegustu sem hún hefði nokkru sinni lesið.Bland det dummaste uttalande jag läst.. https://t.co/Nh84m5LHGS — Nilla Fischer (@fischer_nilla) December 25, 2013Þá sagði Frida Östberg, knattspyrnusérfræðingur á SVT Sport, óskiljanlegt að Zlatan teldi sér misboðið í samanburði við knattspyrnukonur á borð við Lottu Schelin og Sjögran. Sjögran segist vel meðvituð um að karlalandsliðið fái mun meiri tekjur en kvennalandsliðið. Málið snúist hins vegar líka um gagnkvæma virðingu enda séu allir að gera það sama, spila fótbolta. „Einn daginn segir hann okkur að við séum frábærar. Næsta dag vill hann árita reiðhjól fyrir okkur. Ég hef ekki hugmynd hvers vegna hann er svona pirraður,“ sagði Sjögran við Sydsvenskan. Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira
Pia Sundhage, þjálfari sænska kvennalandsliðsins í kanttspyrnu, er ósátt við ummæli sem Zlatan Ibrahimovic lét falla í viðtali við Expressen á Jóladag. Forsaga málsins er sú að Anders Svensson fékk bíl að gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu fyrir að meta leikjamet karlalandsliðsins. Theresa Sjögran, leikjahæsti leikmaður kvennalandsliðsins, hafði ekki fengið neina gjöf af slíkri stærðargráðu er hún bætti kvennametið. „Hvernig í ósköpunum geturðu borið saman karlana og konurnar? Það er gjörsamlega ómögulegt. Ég get áritað reiðhjól sem konurnar geta fengið og verið sáttar með,“ sagði Zlatan meðal annars í viðtalinu við Expressen. Ummæli Zlatan hafa verið gagnrýnd töluvert í heimalandinu en einnig af formanni kvennanefndar Knattspyrnusambands Evrópu. Zlatan sagði einnig að hann væri þreyttur á því að í útlöndum væri hann borin saman við Messi og Ronaldo á meðan Svíar bæru hann saman við bestu knattspyrnukonur Svía. „Það er sorglegt og leiðinlegt þegar fyrirliði karlalandsliðsins lætur slík orð falla. Það sýnir glögglega brotalamir í hugsunarhætti í karlafótboltanum,“ segir Sundhage í viðtali við SVT Sport. Miðvörður sænska landsliðsins, Nilla Fischer, tjáði sig á Twitter. Sagði hún ummælin þau kjánalegustu sem hún hefði nokkru sinni lesið.Bland det dummaste uttalande jag läst.. https://t.co/Nh84m5LHGS — Nilla Fischer (@fischer_nilla) December 25, 2013Þá sagði Frida Östberg, knattspyrnusérfræðingur á SVT Sport, óskiljanlegt að Zlatan teldi sér misboðið í samanburði við knattspyrnukonur á borð við Lottu Schelin og Sjögran. Sjögran segist vel meðvituð um að karlalandsliðið fái mun meiri tekjur en kvennalandsliðið. Málið snúist hins vegar líka um gagnkvæma virðingu enda séu allir að gera það sama, spila fótbolta. „Einn daginn segir hann okkur að við séum frábærar. Næsta dag vill hann árita reiðhjól fyrir okkur. Ég hef ekki hugmynd hvers vegna hann er svona pirraður,“ sagði Sjögran við Sydsvenskan.
Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Sjá meira