Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Oklahoma Thunder vann þá stórleikinn gegn Chicago Bulls nokkuð sannfærandi.
Thunder er fyrir vikið búið að vinna alla 13 heimaleiki sína í vetur. Það er metjöfnun hjá félaginu frá árinu 1976 en þá var félagið reyndar staðsett í Seattle.
Kevin Durant og Russell Westbrook skoruðu samtals 52 stig fyrir Thunder í nótt. Durant skoraði 32 stig og Westbrook 20. Þetta var áttundi sigurleikur liðsins í röð.
Joakim Noah var atkvæðamestur hjá Bulls með 23 stig og 12 fráköst.
Úrslit:
Oklahoma-Chicago 107-95
Golden State-San Antonio 102-104
Oklahoma með sinn áttunda sigur í röð

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

