Fiat 500 leysir af Punto Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2013 14:25 Fiat Punto og Fiat 500C Fáir bílar ítalska bílaframleiðandans Fiat seljast vel nema Fiat 500. Því hefur Fiat brugðist við með því að fjölga mjög útgáfum af 500 bílnum og ef fer fram sem horfir verða brátt bara framleiddir Fiat 500 bílar í hinum ýmsu stærðum, en fátt annað. Síðasta fréttin af þessum toga eru áform Fiat að hætta framleiðslu Fiat Punto bílsins og leysa hann af hólmi með enn einni útgáfunni af Fiat 500 sem yrði með 5 hurðir. Fiat Punto bíllinn er farinn að eldast og í stað þess að þróan nýjan slíkan ætlar Fiat að nota undirvagninn úr Punto, en setja ofan á hann lengda yfirbyggingu 500 bílsins. Nú þegar eru til venjulegur Fiat 500, 500C með blæju, 500L sem er lengri útgáfa bílsins, 500L Living sem er enn lengri og með 7 sæti, 500e sem er rafbílaútgáfa, 500X sem er fjórhjóladrifinn og 500 Abarth sem er sportútgáfa hans. Því yrði þessi nýi bíll, sem leysir af hólmi Punto, áttunda útgáfan af 500 bílnum og aldrei að vita nema enn fjölgi. Eins gott að mjólka vel einu kúna sem hefur einhverja nyt. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fáir bílar ítalska bílaframleiðandans Fiat seljast vel nema Fiat 500. Því hefur Fiat brugðist við með því að fjölga mjög útgáfum af 500 bílnum og ef fer fram sem horfir verða brátt bara framleiddir Fiat 500 bílar í hinum ýmsu stærðum, en fátt annað. Síðasta fréttin af þessum toga eru áform Fiat að hætta framleiðslu Fiat Punto bílsins og leysa hann af hólmi með enn einni útgáfunni af Fiat 500 sem yrði með 5 hurðir. Fiat Punto bíllinn er farinn að eldast og í stað þess að þróan nýjan slíkan ætlar Fiat að nota undirvagninn úr Punto, en setja ofan á hann lengda yfirbyggingu 500 bílsins. Nú þegar eru til venjulegur Fiat 500, 500C með blæju, 500L sem er lengri útgáfa bílsins, 500L Living sem er enn lengri og með 7 sæti, 500e sem er rafbílaútgáfa, 500X sem er fjórhjóladrifinn og 500 Abarth sem er sportútgáfa hans. Því yrði þessi nýi bíll, sem leysir af hólmi Punto, áttunda útgáfan af 500 bílnum og aldrei að vita nema enn fjölgi. Eins gott að mjólka vel einu kúna sem hefur einhverja nyt.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira