Bestu hugmyndabílar ársins Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2013 10:06 Hugmyndabílar frá árinu 2013. Hugmyndabílar hafa löngum fangað athygli bílaáhugamanna þar sem þeir sýna inní framtíðina hvað útliti bíla varðar. Sumir þeirra fara lítið breyttir í framleiðslu, aðrir taka talsverðum breytingum en mjög margir þeirra verða aldrei nema hugmynd. Margir glæsilegir hugmyndabílar urðu til á þessu ári sem er að líða. Hér má sjá þá sem þeir hjá bílavef Car and Driver þóttu skara framúr.Aston Martin CC100 SpeedsterAston Martin CC100 Speedster var smíðaður í tilefni 100 ára afmælis Aston Martin. Bíllinn er sérstakur hvað það varðar að hann hefur enga vindhlíf, er með aðskilin rými fyrir þá tvo sem í bílinn komast og er að mestu úr koltrefjum. Ólíklegt þykir að af fjöldasmíði þessa bíls verði. Audi Sport Quattro.Audi Sport Quattro er ekki ósvipaður Quattro Concept bílnum sem sýndur var fyrir 3 árum. Þessi bíll táknar endurvakningu Audi Quattro bílsins sem fyrst kom fram árið 1980 og varð sigursæll rallbíll. Audi Sport Quattro er 700 hestöfl þar sem 560 þeirra koma frá V8 vél en restin frá rafmótorum og því er hann tvinnbíll. Líklegt er að af smíði þessa bíls verði.Buick Riviera.Líkt og með Audi bílinn að ofan var þessi bíll, Buick Riviera, fyrst sýndur fyrir nokkrum árum, þ.e. á bílasýningunni í Shanghai árið 2007. Hann hefur ekki mikið breyst síðan, enda ekki mikil ástæða til. Bíllinn er tvinnbíll, með vængjahurðum, stýringu á öllum hjólum og frampóstarnir eru gagnsæir. Cadillac Elmiraj.Cadillac Elmiraj var sýndur á bílasýningunni í Frankfürt og vakti þar mikla hrifningu. Elmiraj er mjög langur og glæsilegur lúxusbíll sem Cadillac hefur ekki enn ákveðið hvort fer í framleiðslu. Bíllinn er með 500 hestafla V8 vél með tveimur forþjöppum og stórglæsilega innréttingu. Jaguar Project 7.Jaguar Project 7 var framleiddur sérstaklega fyrir bílahátíðina Goodwood Festival of Speed. Bíllinn er ekki svo ólíkur Jaguar F-Type, en er þó aðeins fyrir ökumann, hefur fengið hálfgerða kryppu fyrir aftan hann og breytingar hafa verið gerðar á yfirbyggingu bílsins svo hann kljúfi loftið betur. Hann er með 450 hestafla V8 vél. Kia Niro Provo og CUB.Kia kynnti þrjá hugmyndabíla í einu á árinu og allir eru þeir teiknaðir af yfirhönnuði þeirra, Peter Schreyer, sem teiknað hefur allar gerðir Kia bíla uppá nýtt á undanförnum árum með góðum árangri. Car and Driver gat ekki gert upp á milli þeirra, svo hér eru þeir allir, Niro, Provo og CUB.Mercedes Benz bíllinn úr Gran Turismo 6.Að sögn Mercedes Benz á þessi bíll fátt með raunveruleikann að gera, en hann er eftirlíking af hugmyndabíl sem sést í bílatölvuleiknum Gran Turismo 6. Þetta er ekki fyrsti bíllinn sem smíðaður hefur verið eftir hugmyndum úr þeim leik. Þessi bíll er með 577 hestafla vélinni sem finna má einnig í SLS-bíl Mercedes Benz. Subaru WRX Concept.Subaru WRX hugmyndabílinn var bæði sýndur á bílasýningunni í New York í vor og í Frankfürt í haust og vakti mikla hrifningu. Hrifningin ner ekki síst tilkomin vegna þess að mörgum hefur þótt núverandi WRX bíll ekki hafa fylgt vel eftir eldri og fallegri útgáfum bílsins. Árgerð 2015 af Subaru WRX gæti því litið nokkurnveginn svona út. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent
Hugmyndabílar hafa löngum fangað athygli bílaáhugamanna þar sem þeir sýna inní framtíðina hvað útliti bíla varðar. Sumir þeirra fara lítið breyttir í framleiðslu, aðrir taka talsverðum breytingum en mjög margir þeirra verða aldrei nema hugmynd. Margir glæsilegir hugmyndabílar urðu til á þessu ári sem er að líða. Hér má sjá þá sem þeir hjá bílavef Car and Driver þóttu skara framúr.Aston Martin CC100 SpeedsterAston Martin CC100 Speedster var smíðaður í tilefni 100 ára afmælis Aston Martin. Bíllinn er sérstakur hvað það varðar að hann hefur enga vindhlíf, er með aðskilin rými fyrir þá tvo sem í bílinn komast og er að mestu úr koltrefjum. Ólíklegt þykir að af fjöldasmíði þessa bíls verði. Audi Sport Quattro.Audi Sport Quattro er ekki ósvipaður Quattro Concept bílnum sem sýndur var fyrir 3 árum. Þessi bíll táknar endurvakningu Audi Quattro bílsins sem fyrst kom fram árið 1980 og varð sigursæll rallbíll. Audi Sport Quattro er 700 hestöfl þar sem 560 þeirra koma frá V8 vél en restin frá rafmótorum og því er hann tvinnbíll. Líklegt er að af smíði þessa bíls verði.Buick Riviera.Líkt og með Audi bílinn að ofan var þessi bíll, Buick Riviera, fyrst sýndur fyrir nokkrum árum, þ.e. á bílasýningunni í Shanghai árið 2007. Hann hefur ekki mikið breyst síðan, enda ekki mikil ástæða til. Bíllinn er tvinnbíll, með vængjahurðum, stýringu á öllum hjólum og frampóstarnir eru gagnsæir. Cadillac Elmiraj.Cadillac Elmiraj var sýndur á bílasýningunni í Frankfürt og vakti þar mikla hrifningu. Elmiraj er mjög langur og glæsilegur lúxusbíll sem Cadillac hefur ekki enn ákveðið hvort fer í framleiðslu. Bíllinn er með 500 hestafla V8 vél með tveimur forþjöppum og stórglæsilega innréttingu. Jaguar Project 7.Jaguar Project 7 var framleiddur sérstaklega fyrir bílahátíðina Goodwood Festival of Speed. Bíllinn er ekki svo ólíkur Jaguar F-Type, en er þó aðeins fyrir ökumann, hefur fengið hálfgerða kryppu fyrir aftan hann og breytingar hafa verið gerðar á yfirbyggingu bílsins svo hann kljúfi loftið betur. Hann er með 450 hestafla V8 vél. Kia Niro Provo og CUB.Kia kynnti þrjá hugmyndabíla í einu á árinu og allir eru þeir teiknaðir af yfirhönnuði þeirra, Peter Schreyer, sem teiknað hefur allar gerðir Kia bíla uppá nýtt á undanförnum árum með góðum árangri. Car and Driver gat ekki gert upp á milli þeirra, svo hér eru þeir allir, Niro, Provo og CUB.Mercedes Benz bíllinn úr Gran Turismo 6.Að sögn Mercedes Benz á þessi bíll fátt með raunveruleikann að gera, en hann er eftirlíking af hugmyndabíl sem sést í bílatölvuleiknum Gran Turismo 6. Þetta er ekki fyrsti bíllinn sem smíðaður hefur verið eftir hugmyndum úr þeim leik. Þessi bíll er með 577 hestafla vélinni sem finna má einnig í SLS-bíl Mercedes Benz. Subaru WRX Concept.Subaru WRX hugmyndabílinn var bæði sýndur á bílasýningunni í New York í vor og í Frankfürt í haust og vakti mikla hrifningu. Hrifningin ner ekki síst tilkomin vegna þess að mörgum hefur þótt núverandi WRX bíll ekki hafa fylgt vel eftir eldri og fallegri útgáfum bílsins. Árgerð 2015 af Subaru WRX gæti því litið nokkurnveginn svona út.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent