Philadelphia vann, 111-104, og sá til þess að Lakers tapaði þar með sínum fimmta leik í röð. Kobe Bryant lék ekki með Lakers vegna meiðsla.
Thaddeus Young skoraði 25 stig í leiknum, þar af sjö í fjórða leikhluta. Evan Turner bætti við 22 stigum. Nick Young var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig þrátt fyrir að hafa aðeins nýtt sex af 21 skoti sínu utan af velli.
Golden State vann Cleveland, 108-104. Stephen Curry tryggði sigurinn með körfu þegar rúmar þrettán sekúndur voru eftir en hann var hársbreidd frá þrefaldri tvennu í leiknum með 29 stig, ellefu stoðsendingar og níu fráköst.
Kyrie Irving skoraði 27 stig fyrir Cleveland sem hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Golden State hefur nú unnið fimm í röð en þetta var fyrsti útileikur liðsins af sjö á næstu þrettán dögum.
Oklahoma City vann Houston, 117-86. Kevin Durant var með 33 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar fyrir Oklahoma City sem vann þar með sinn fimmta sigur í röð. Jeremy Lamb bætti við 22 stigum.
Úrslit næturinnar:
Cleveland - Golden State 104-108
Orlando - Atlanta 109-102
Oklahoma City - Houston 117-86
San Antonio - Sacramento 112-104
LA Lakers - Philadelphia 104-111