Barnalög þurfa vandaða framkvæmd Ögmundur Jónasson skrifar 3. janúar 2013 08:00 Um áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum. Þar er að finna mörg nýmæli sem styrkja og treysta réttarstöðu barna og þar á meðal má nefna lögfestingu á grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í reynd má segja að lögin móti umgjörð um mannréttindi barna. Opinber umræða um þennan lagabálk, sem þegar á heildina er litið markar jákvæð tímamót, hefur því miður litast nokkuð af deilum og fyrir vikið gefið villandi mynd af lögum sem víðtæk samstaða ríkir um. Þessar deilur snúast um mjög afmarkaða þætti og nú síðustu daga um dagsetningu gildistöku laganna og opinber fjárframlög við framkvæmd þeirra. Við samþykkt laganna síðastliðið sumar gerði Alþingi nokkrar breytingar á lögunum sem snerta veigamikla þætti. Alþingi ákvað t.a.m. að veita dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Óþarfi er að fara í rökstuðning með eða á móti þessu fyrirkomulagi því ágreiningurinn heyrir nú liðinni tíð og verkefni dagsins er að tryggja að réttindi barna séu aldrei fyrir borð borin þótt deilur foreldra þeirra rati inn í dómsal.Lögheimilisdeilur í dómsal Alþingi gerði einnig breytingar sem hafa þýðingu fyrir framkvæmd laganna og breyta henni frá því sem áætlað var. Þannig var dómurum líka veitt heimild til að kveða upp dóm um hjá hvoru foreldri sínu barn skuli eiga lögheimili. Þetta leiðir til þess að lögbundin sáttameðferð fyrir foreldra sem deila, sem er meðal nýmæla í lögunum, þarf einnig að ná til lögheimilismála. Það hefur aftur þær afleiðingar að fleiri mál en ella koma til kasta þeirra ráðgefandi aðila sem koma til með að annast sáttameðferð í forsjárdeilum. Þessi breyting leiðir því af sér útgjaldaauka frá því sem áætlað var í kostnaðarumsögn við upphaflega frumvarpið, en upphaflega var gert ráð fyrir að aukinn kostnaður væri að lágmarki upp á 35-40 milljónir króna. Auk þessa kom sífellt betur í ljós við undirbúning gildistöku barnalaganna að til að lögin gætu orðið annað og meira en orðin tóm þyrfti meira fjárframlag en upphaflega var áætlað. Vegna þessa alls hljóðaði nýtt kostnaðarmat upp á 60 milljónir króna. Á þetta féllst Alþingi við afgreiðslu fjárlaga, svo sem lesa má um í breytingartillögum fjárlaganefndar, og var þá samþykkt að veita 30 milljónum króna til málaflokksins, að því gefnu að gildistöku laganna yrði frestað um hálft ár eða fram til 1. júlí 2013. Frestunin var einnig mikilvæg til að tryggja nægilegan tíma til undirbúnings gildistökunnar, þ.m.t. að útfæra að fullu hina skyldubundnu sáttameðferð en óvissa um fjárframlög hafði tafið mikilvæga þætti í þeim undirbúningi.Björt framtíð á þingi Stjórnarandstaðan á Alþingi, undir forystu þeirra þingmanna sem kenna sig við Bjarta framtíð, ákvað hins vegar að láta þetta sem vind um eyru þjóta og staðhæfði að 30 milljónir króna nægðu vel til að standa að framkvæmd breyttra laga. Þar fór í stafni sami maður og hafði haft forgöngu um þær breytingar sem voru meðal ástæðna fyrir kostnaðaraukanum, þ.e. Guðmundur Steingrímsson. Taldi hann niðurstöðu fjárlaganefndar, sem hann hafði sjálfur greitt atkvæði með, og röksemdir sérfræðinga einu gilda; hann væri sannfærður um að gerbreytt verklag gæti hafist þann 1. janúar 2013. Á þetta féllust allir þingmenn stjórnarandstöðunnar og fór svo að frestunartillagan var felld. Þetta er furðuleg og ábyrgðarlaus framganga þingmanna stjórnarandstöðunnar, ekki síst þeirra sem annars kenna sig við bætt vinnubrögð og bjartari tíma.Hagsmunir barna í húfi Ríkisstjórn hefur nú náð að afstýra því slysi að lögin tækju gildi án þess að nægilegt fjárframlag væri tryggt en hún samþykkti á fundi sínum sl. föstudag viðbótarfjárveitingu til málaflokksins þannig að fullar 60 milljónir króna eru tryggðar. Innanríkisráðuneytið setur allt púður í að lágmarka skaðann og vandræði sem af því hljótast að Alþingi hafnaði ósk þeirra sem framkvæma lögin um frestun gildistöku. Strax milli jóla og nýárs fundaði ég með formanni Sýslumannafélags Íslands en sýslumannsembætti landsins munu bera hitann og þungann af breyttri framkvæmd. Þau vinna nú, í samvinnu við ráðuneytið, hörðum höndum að því að undirbúa breytta verkferla. Hagsmunir og réttindi barna eru hér í húfi og enginn hefur leyfi til að taka áhættu með þau. Það á líka við um stjórnmálamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Um áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum. Þar er að finna mörg nýmæli sem styrkja og treysta réttarstöðu barna og þar á meðal má nefna lögfestingu á grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í reynd má segja að lögin móti umgjörð um mannréttindi barna. Opinber umræða um þennan lagabálk, sem þegar á heildina er litið markar jákvæð tímamót, hefur því miður litast nokkuð af deilum og fyrir vikið gefið villandi mynd af lögum sem víðtæk samstaða ríkir um. Þessar deilur snúast um mjög afmarkaða þætti og nú síðustu daga um dagsetningu gildistöku laganna og opinber fjárframlög við framkvæmd þeirra. Við samþykkt laganna síðastliðið sumar gerði Alþingi nokkrar breytingar á lögunum sem snerta veigamikla þætti. Alþingi ákvað t.a.m. að veita dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Óþarfi er að fara í rökstuðning með eða á móti þessu fyrirkomulagi því ágreiningurinn heyrir nú liðinni tíð og verkefni dagsins er að tryggja að réttindi barna séu aldrei fyrir borð borin þótt deilur foreldra þeirra rati inn í dómsal.Lögheimilisdeilur í dómsal Alþingi gerði einnig breytingar sem hafa þýðingu fyrir framkvæmd laganna og breyta henni frá því sem áætlað var. Þannig var dómurum líka veitt heimild til að kveða upp dóm um hjá hvoru foreldri sínu barn skuli eiga lögheimili. Þetta leiðir til þess að lögbundin sáttameðferð fyrir foreldra sem deila, sem er meðal nýmæla í lögunum, þarf einnig að ná til lögheimilismála. Það hefur aftur þær afleiðingar að fleiri mál en ella koma til kasta þeirra ráðgefandi aðila sem koma til með að annast sáttameðferð í forsjárdeilum. Þessi breyting leiðir því af sér útgjaldaauka frá því sem áætlað var í kostnaðarumsögn við upphaflega frumvarpið, en upphaflega var gert ráð fyrir að aukinn kostnaður væri að lágmarki upp á 35-40 milljónir króna. Auk þessa kom sífellt betur í ljós við undirbúning gildistöku barnalaganna að til að lögin gætu orðið annað og meira en orðin tóm þyrfti meira fjárframlag en upphaflega var áætlað. Vegna þessa alls hljóðaði nýtt kostnaðarmat upp á 60 milljónir króna. Á þetta féllst Alþingi við afgreiðslu fjárlaga, svo sem lesa má um í breytingartillögum fjárlaganefndar, og var þá samþykkt að veita 30 milljónum króna til málaflokksins, að því gefnu að gildistöku laganna yrði frestað um hálft ár eða fram til 1. júlí 2013. Frestunin var einnig mikilvæg til að tryggja nægilegan tíma til undirbúnings gildistökunnar, þ.m.t. að útfæra að fullu hina skyldubundnu sáttameðferð en óvissa um fjárframlög hafði tafið mikilvæga þætti í þeim undirbúningi.Björt framtíð á þingi Stjórnarandstaðan á Alþingi, undir forystu þeirra þingmanna sem kenna sig við Bjarta framtíð, ákvað hins vegar að láta þetta sem vind um eyru þjóta og staðhæfði að 30 milljónir króna nægðu vel til að standa að framkvæmd breyttra laga. Þar fór í stafni sami maður og hafði haft forgöngu um þær breytingar sem voru meðal ástæðna fyrir kostnaðaraukanum, þ.e. Guðmundur Steingrímsson. Taldi hann niðurstöðu fjárlaganefndar, sem hann hafði sjálfur greitt atkvæði með, og röksemdir sérfræðinga einu gilda; hann væri sannfærður um að gerbreytt verklag gæti hafist þann 1. janúar 2013. Á þetta féllust allir þingmenn stjórnarandstöðunnar og fór svo að frestunartillagan var felld. Þetta er furðuleg og ábyrgðarlaus framganga þingmanna stjórnarandstöðunnar, ekki síst þeirra sem annars kenna sig við bætt vinnubrögð og bjartari tíma.Hagsmunir barna í húfi Ríkisstjórn hefur nú náð að afstýra því slysi að lögin tækju gildi án þess að nægilegt fjárframlag væri tryggt en hún samþykkti á fundi sínum sl. föstudag viðbótarfjárveitingu til málaflokksins þannig að fullar 60 milljónir króna eru tryggðar. Innanríkisráðuneytið setur allt púður í að lágmarka skaðann og vandræði sem af því hljótast að Alþingi hafnaði ósk þeirra sem framkvæma lögin um frestun gildistöku. Strax milli jóla og nýárs fundaði ég með formanni Sýslumannafélags Íslands en sýslumannsembætti landsins munu bera hitann og þungann af breyttri framkvæmd. Þau vinna nú, í samvinnu við ráðuneytið, hörðum höndum að því að undirbúa breytta verkferla. Hagsmunir og réttindi barna eru hér í húfi og enginn hefur leyfi til að taka áhættu með þau. Það á líka við um stjórnmálamenn.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun