Til þeirrar sem sagði að ég þyrfti „að passa fituprósentuna“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar 19. janúar 2013 06:00 Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: „Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ Þetta „en“ kannast flestar konur, sem ekki falla inn í staðalímynd samfélagsins um vöxt og holdafar, vel við. Þetta er orð sem við höfum flestallar heyrt margoft og í hvert skipti vitum við hvað koma skal í kjölfarið. Það er að sjálfsögðu alltaf misjafnt hvernig það er orðað og flestir reyna að fara fínt í það. Í þessu tilfelli kaust þú að klára setninguna með orðunum „…þú þarft að passa fituprósentuna þína“. Fyrir hvern spyr ég? Fyrir þig? Hvaða rétt telur þú þig hafa á því að hafa eitthvað um fituprósentu mína að segja? Ég útskýrði kurteislega fyrir þér að ég hefði aldrei verið líkamlega og andlega heilbrigðari og að ég hefði ekki áhuga á að fórna því í þeim tilgangi að missa nokkur kíló. Ég hreyfði mig reglulega og borðaði heilnæma fæðu. Þú vísaðir síðan til þess þegar ég var 17 ára. Þá fannst þér ég svo falleg. Þú sagðir mér að það hefði verið „ég“. Ég eigi ekki að vera eins og ég er í dag. Er það „ég“ að vera með átröskun, eins og ég var með á þessum tíma og stuðlaði að grennri vexti mínum? Er það hin sanna „ég“ að líða andlegar og líkamlegar vítiskvalir til að passa inn í eitthvert fyrir fram ákveðið samfélagslegt form sem er engan veginn mitt? Þú áreittir mig allt kvöldið þrátt fyrir að ég bæði þig í sífellu um að láta mig vera. Þegar ég var á leiðinni út um dyrnar króaðirðu mig af og sagðir mér að leita að ákveðnum einkaþjálfara sem þú nefndir með nafni. Því að þá myndu „kílóin sko hrynja af mér“. Þá fékk ég nóg. Ég lét loks reiði mína í ljós, sagði þér að ég hefði einfaldlega engan áhuga á að aukakílóin mín færu að hrynja af mér. Ég væri sátt við mitt og að þú hefðir einfaldlega engan rétt til að tala svona til mín. Þú fórst þá í vörn og skildir hvorki upp né niður í þessum viðbrögðum mínum. Þú varðst reið við mig fyrir að standa með sjálfri mér.Fitufordómar Þetta kvöld varð ég fyrir dæmigerðum fitufordómum. Þeir sem láta þá í ljós réttlæta gjörðir sínar með því hugarfari að viðkomandi eigi fordómana skilið. Þess vegna eru fitufordómar jafn algengir og raun ber vitni, jafnvel á Íslandi. Þeir hafa svokallað samfélagslegt samþykki. Fordómar, af hvaða orsökum sem þeir stafa, geta þó aldrei talist réttlætanlegir. Þetta eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri til þeirra sem telja svona hegðun ásættanlega. Ég get ekki annað en hugsað til þess ef einhver annar en ég hefði orðið fyrir hinu sama af hendi konunnar. Ég veit að margir hefðu líklega þotið fyrir framan næsta spegil að gagnrýna hvern blett líkama síns, að berja sjálfa sig niður. Ég veit það vegna þess að rannsóknir sýna að hátt í 80% íslenskra stúlkna og kvenna á aldrinum 13-24 eru óánægðar með líkama sinn. Flestar þeirra hafa farið í megrun. Og er það einhver furða þegar þessar stúlkur vita að þær þurfa að þola áreiti eins og ég varð fyrir þetta kvöld ef þær voga sér að fara yfir kjörþyngd? Mér fannst leiðinlegt að hefja nýtt ár á þessum nótum. Þetta atvik varð þó til þess að ég fylltist meiri eldmóði fyrir starfi mínu með Samtökum um líkamsvirðingu, hverra markmið eru meðal annars að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsímynd og heilsueflingu óháð holdafari. Enginn á að þurfa að þola niðrandi glósur um útlit sitt hvort sem þær eru vegna holdafars, háralitar, hæðar eða andlitslags. Það er hegðun sem sýnir okkar innri mann, ekki útlit. Gleðilegt nýtt líkamsvirðingarár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: „Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ Þetta „en“ kannast flestar konur, sem ekki falla inn í staðalímynd samfélagsins um vöxt og holdafar, vel við. Þetta er orð sem við höfum flestallar heyrt margoft og í hvert skipti vitum við hvað koma skal í kjölfarið. Það er að sjálfsögðu alltaf misjafnt hvernig það er orðað og flestir reyna að fara fínt í það. Í þessu tilfelli kaust þú að klára setninguna með orðunum „…þú þarft að passa fituprósentuna þína“. Fyrir hvern spyr ég? Fyrir þig? Hvaða rétt telur þú þig hafa á því að hafa eitthvað um fituprósentu mína að segja? Ég útskýrði kurteislega fyrir þér að ég hefði aldrei verið líkamlega og andlega heilbrigðari og að ég hefði ekki áhuga á að fórna því í þeim tilgangi að missa nokkur kíló. Ég hreyfði mig reglulega og borðaði heilnæma fæðu. Þú vísaðir síðan til þess þegar ég var 17 ára. Þá fannst þér ég svo falleg. Þú sagðir mér að það hefði verið „ég“. Ég eigi ekki að vera eins og ég er í dag. Er það „ég“ að vera með átröskun, eins og ég var með á þessum tíma og stuðlaði að grennri vexti mínum? Er það hin sanna „ég“ að líða andlegar og líkamlegar vítiskvalir til að passa inn í eitthvert fyrir fram ákveðið samfélagslegt form sem er engan veginn mitt? Þú áreittir mig allt kvöldið þrátt fyrir að ég bæði þig í sífellu um að láta mig vera. Þegar ég var á leiðinni út um dyrnar króaðirðu mig af og sagðir mér að leita að ákveðnum einkaþjálfara sem þú nefndir með nafni. Því að þá myndu „kílóin sko hrynja af mér“. Þá fékk ég nóg. Ég lét loks reiði mína í ljós, sagði þér að ég hefði einfaldlega engan áhuga á að aukakílóin mín færu að hrynja af mér. Ég væri sátt við mitt og að þú hefðir einfaldlega engan rétt til að tala svona til mín. Þú fórst þá í vörn og skildir hvorki upp né niður í þessum viðbrögðum mínum. Þú varðst reið við mig fyrir að standa með sjálfri mér.Fitufordómar Þetta kvöld varð ég fyrir dæmigerðum fitufordómum. Þeir sem láta þá í ljós réttlæta gjörðir sínar með því hugarfari að viðkomandi eigi fordómana skilið. Þess vegna eru fitufordómar jafn algengir og raun ber vitni, jafnvel á Íslandi. Þeir hafa svokallað samfélagslegt samþykki. Fordómar, af hvaða orsökum sem þeir stafa, geta þó aldrei talist réttlætanlegir. Þetta eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri til þeirra sem telja svona hegðun ásættanlega. Ég get ekki annað en hugsað til þess ef einhver annar en ég hefði orðið fyrir hinu sama af hendi konunnar. Ég veit að margir hefðu líklega þotið fyrir framan næsta spegil að gagnrýna hvern blett líkama síns, að berja sjálfa sig niður. Ég veit það vegna þess að rannsóknir sýna að hátt í 80% íslenskra stúlkna og kvenna á aldrinum 13-24 eru óánægðar með líkama sinn. Flestar þeirra hafa farið í megrun. Og er það einhver furða þegar þessar stúlkur vita að þær þurfa að þola áreiti eins og ég varð fyrir þetta kvöld ef þær voga sér að fara yfir kjörþyngd? Mér fannst leiðinlegt að hefja nýtt ár á þessum nótum. Þetta atvik varð þó til þess að ég fylltist meiri eldmóði fyrir starfi mínu með Samtökum um líkamsvirðingu, hverra markmið eru meðal annars að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsímynd og heilsueflingu óháð holdafari. Enginn á að þurfa að þola niðrandi glósur um útlit sitt hvort sem þær eru vegna holdafars, háralitar, hæðar eða andlitslags. Það er hegðun sem sýnir okkar innri mann, ekki útlit. Gleðilegt nýtt líkamsvirðingarár!
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun