Nú klóra þeir sér í höfðinu Þorsteinn Pálsson skrifar 19. janúar 2013 06:00 Andstæðingar Evrópusambandsaðildar nota aðeins svartan lit í lýsingum sínum á þessu umfangsmesta og árangursríkasta samstarfi fullvalda ríkja sem nú þekkist. Á síðasta ári sáu þeir fyrir hrun evrunnar og upplausn myntbandalagsins alveg á næsta leiti en sjálf endalok sambandsins bar við sjónarrönd. Þeir voru í engum vafa um að Grikkland myndi annaðhvort fara úr sambandinu eða verða rekið á dyr. Þetta voru miklar dómsdagsspár. Á þeim var reist krafan um að Ísland drægi aðildarumsókn sína til baka. Dómsdagur rann hins vegar ekki upp. Í miðjum krappasta dansi sem myntbandalagið hefur lent í með evruna styrktist hún, ekki bara á móti dollar heldur líka gagnvart íslensku haftakrónunni. Hvort ætli það segi meiri sögu um evruna eða krónuna? Að þessu virtu er ekki nema von að úti í móum andstöðunnar hafi menn klórað sér í höfðinu upp á síðkastið. Það hefur aftur leitt til þess að sannfæringin um brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu er nú orðin jafn sterk og hún var fyrir útgöngu Grikkja fyrir ári. Verkurinn er bara sá að það er engum málstað hollt til lengdar að skipta um röksemdir jafn títt og vindáttin breytist. Evrópa hefur sannarlega eins og aðrir heimshlutar glímt við skuldavanda. Og fjarri lagi er að hann sé úr sögunni þó að vísbendingar gefi ástæðu til að ætla að mönnum auðnist hægt og bítandi að ná tökum á viðfangsefninu. Vegna þessa alþjóðlega skuldavanda voru þegar í fyrra ástæður til að gera nýtt tímaplan fyrir aðildarviðræður Íslands. Hann var aftur á móti ekki tilefni viðræðuslita. En athyglisvert er að ársgömul hræðsluröksemd fyrir þeim málstað skuli ekki vera brúkleg lengur.Hvað næst? Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að fram til kosninga verði engar pólitískar ákvarðanir teknar varðandi þá fjóra kafla í viðræðunum þar sem raunverulega reynir á samninga. Tæknileg vinna heldur hins vegar áfram. Þetta er í sjálfu sér eðlileg ráðstöfun vegna ytri aðstæðna. Engum dylst þó að ágreiningur stjórnarflokkanna hefur ráðið mestu hér um. Æskilegt hefði verið að slíkri ákvörðun fylgdi nýtt tímaplan. Jafnframt hefði þurft að stofna til hagfræðilegrar skoðunar á samhæfingu aðgerða í ríkisfjármálum, launamálum, peningamálum og sjávarútvegsmálum. Án heildstæðra markmiða á þessum sviðum er aðild að myntbandalaginu ekki möguleg og forsendur fyrir útflutningsvexti veikar. Brýn þörf er því á dýpri pólitískri stefnumörkun en átt hefur sér stað. Þar hefur forysta ríkisstjórnarinnar brugðist. Rétt hefði verið að skoða þann möguleika að samþykkja þingsályktunartillögu um nýtt tímaplan og undirbúning að þeirri nýju samræmdu efnahagsáætlun sem nauðsynleg er. Síðan hefði mátt gera gildistöku ályktunarinnar háða samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu samhliða alþingiskosningum. Þannig hefðu stjórnvöld lagt línur um hvernig flytja ætti málið milli kjörtímabila og þjóðin fengið tækifæri til að samþykkja slíka málsmeðferð eða hafna. Það var hyggilegt af utanríkisráðherra að leggja á ráðin um að halda sjó um stund. En eftir stendur að þeirri spurningu er ósvarað: Hvað næst? Hvert verður fyrsta boðorðið? Andstæðingar aðildar hafa réttilega bent á að Samfylkingin gæti útilokað sjálfa sig frá stjórnarþátttöku með þeirri yfirlýstu afstöðu að gera framhald aðildarviðræðnanna að ófrávíkjanlegu skilyrði. En sjónarhornin eru fleiri. Kenningin gengur út frá því að slit viðræðna verði ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þá á hann ekki annarra kosta völ en að mynda stjórn með þátttöku VG. Þrengi Sjálfstæðisflokkurinn samningsstöðu sína styrkist staða viðsemjendanna að sama skapi. VG gæti hugsanlega við slíkar aðstæður unnið upp áhrif af tapi í kosningum. Fáir sjá gæfu Íslands liggja þar. Fari svo að VG hafni því á flokksráðsfundi síðar í þessum mánuði að bera ábyrgð á framhaldi viðræðnanna er sá flokkur um leið að segja að hann ætli ekki í ríkisstjórn nema með Sjálfstæðisflokknum. Það væru stór tíðindi. Framhald á sögulegu vinstra samstarfi yrði þar með útilokað fyrir kosningar. Nýr leiðtogi Samfylkingarinnar yrði því á fyrsta degi að hrökkva eða stökkva með stjórnarslitahótunina. Ef hann hrykki yrði Samfylkingin að gjalti og algerlega marklaus í kosningabaráttunni. Af þessu má ráða að allir flokkarnir eru í klípu með þetta mál. Loki menn á þessa leið áður en á hana reynir í alvöru gætu menn verið að glata besta tækifærinu til vaxtar og varanlegs stöðugleika. Kosningabaráttan mun síðan sýna hverjir ætla að gera það að fyrsta boðorði sínu að þrengja kosti Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Andstæðingar Evrópusambandsaðildar nota aðeins svartan lit í lýsingum sínum á þessu umfangsmesta og árangursríkasta samstarfi fullvalda ríkja sem nú þekkist. Á síðasta ári sáu þeir fyrir hrun evrunnar og upplausn myntbandalagsins alveg á næsta leiti en sjálf endalok sambandsins bar við sjónarrönd. Þeir voru í engum vafa um að Grikkland myndi annaðhvort fara úr sambandinu eða verða rekið á dyr. Þetta voru miklar dómsdagsspár. Á þeim var reist krafan um að Ísland drægi aðildarumsókn sína til baka. Dómsdagur rann hins vegar ekki upp. Í miðjum krappasta dansi sem myntbandalagið hefur lent í með evruna styrktist hún, ekki bara á móti dollar heldur líka gagnvart íslensku haftakrónunni. Hvort ætli það segi meiri sögu um evruna eða krónuna? Að þessu virtu er ekki nema von að úti í móum andstöðunnar hafi menn klórað sér í höfðinu upp á síðkastið. Það hefur aftur leitt til þess að sannfæringin um brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu er nú orðin jafn sterk og hún var fyrir útgöngu Grikkja fyrir ári. Verkurinn er bara sá að það er engum málstað hollt til lengdar að skipta um röksemdir jafn títt og vindáttin breytist. Evrópa hefur sannarlega eins og aðrir heimshlutar glímt við skuldavanda. Og fjarri lagi er að hann sé úr sögunni þó að vísbendingar gefi ástæðu til að ætla að mönnum auðnist hægt og bítandi að ná tökum á viðfangsefninu. Vegna þessa alþjóðlega skuldavanda voru þegar í fyrra ástæður til að gera nýtt tímaplan fyrir aðildarviðræður Íslands. Hann var aftur á móti ekki tilefni viðræðuslita. En athyglisvert er að ársgömul hræðsluröksemd fyrir þeim málstað skuli ekki vera brúkleg lengur.Hvað næst? Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að fram til kosninga verði engar pólitískar ákvarðanir teknar varðandi þá fjóra kafla í viðræðunum þar sem raunverulega reynir á samninga. Tæknileg vinna heldur hins vegar áfram. Þetta er í sjálfu sér eðlileg ráðstöfun vegna ytri aðstæðna. Engum dylst þó að ágreiningur stjórnarflokkanna hefur ráðið mestu hér um. Æskilegt hefði verið að slíkri ákvörðun fylgdi nýtt tímaplan. Jafnframt hefði þurft að stofna til hagfræðilegrar skoðunar á samhæfingu aðgerða í ríkisfjármálum, launamálum, peningamálum og sjávarútvegsmálum. Án heildstæðra markmiða á þessum sviðum er aðild að myntbandalaginu ekki möguleg og forsendur fyrir útflutningsvexti veikar. Brýn þörf er því á dýpri pólitískri stefnumörkun en átt hefur sér stað. Þar hefur forysta ríkisstjórnarinnar brugðist. Rétt hefði verið að skoða þann möguleika að samþykkja þingsályktunartillögu um nýtt tímaplan og undirbúning að þeirri nýju samræmdu efnahagsáætlun sem nauðsynleg er. Síðan hefði mátt gera gildistöku ályktunarinnar háða samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu samhliða alþingiskosningum. Þannig hefðu stjórnvöld lagt línur um hvernig flytja ætti málið milli kjörtímabila og þjóðin fengið tækifæri til að samþykkja slíka málsmeðferð eða hafna. Það var hyggilegt af utanríkisráðherra að leggja á ráðin um að halda sjó um stund. En eftir stendur að þeirri spurningu er ósvarað: Hvað næst? Hvert verður fyrsta boðorðið? Andstæðingar aðildar hafa réttilega bent á að Samfylkingin gæti útilokað sjálfa sig frá stjórnarþátttöku með þeirri yfirlýstu afstöðu að gera framhald aðildarviðræðnanna að ófrávíkjanlegu skilyrði. En sjónarhornin eru fleiri. Kenningin gengur út frá því að slit viðræðna verði ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þá á hann ekki annarra kosta völ en að mynda stjórn með þátttöku VG. Þrengi Sjálfstæðisflokkurinn samningsstöðu sína styrkist staða viðsemjendanna að sama skapi. VG gæti hugsanlega við slíkar aðstæður unnið upp áhrif af tapi í kosningum. Fáir sjá gæfu Íslands liggja þar. Fari svo að VG hafni því á flokksráðsfundi síðar í þessum mánuði að bera ábyrgð á framhaldi viðræðnanna er sá flokkur um leið að segja að hann ætli ekki í ríkisstjórn nema með Sjálfstæðisflokknum. Það væru stór tíðindi. Framhald á sögulegu vinstra samstarfi yrði þar með útilokað fyrir kosningar. Nýr leiðtogi Samfylkingarinnar yrði því á fyrsta degi að hrökkva eða stökkva með stjórnarslitahótunina. Ef hann hrykki yrði Samfylkingin að gjalti og algerlega marklaus í kosningabaráttunni. Af þessu má ráða að allir flokkarnir eru í klípu með þetta mál. Loki menn á þessa leið áður en á hana reynir í alvöru gætu menn verið að glata besta tækifærinu til vaxtar og varanlegs stöðugleika. Kosningabaráttan mun síðan sýna hverjir ætla að gera það að fyrsta boðorði sínu að þrengja kosti Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun