Ofbeldisklám og börn Ögmundur Jónasson skrifar 28. janúar 2013 06:00 Þegar ég hafði nýverið tekið við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, síðar innanríkisráðherra, haustið 2010 stóð ráðuneytið fyrir samráði um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Sú umræða var ekki úr lausu lofti gripin. Ítrekað höfðu komið fram ábendingar um að úrræði réttarkerfisins næðu eingöngu að takmörkuðu leyti utan um kynferðisbrot. Samráðið var ítarlegt og stóð yfir um nokkurn tíma með aðkomu lögreglu, ríkissaksóknara, dómstóla, grasrótarsamtaka, fræðafólks og stofnana og samtaka sem starfa með þolendum. Í þessu samráðsferli lýstu fjölmargir þeirra sem eiga aðkomu að málaflokknum áhyggjum af því að klám hefði áhrif á kynferðisbrot, bæði á ofbeldið sem beitt er við brotin og mögulega á tíðni þeirra.11 ára sjá klám Þessar ábendingar leiddu til þess að innanríkisráðuneytið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands, efndu til samræðu um samfélagsleg áhrif kláms, þar á meðal með fjölsóttri ráðstefnu sem haldin var í október sl. Í þessu ferli voru áhyggjur fagfólks ítrekaðar. Skólafólk lýsti áhyggjum af áhrifum kláms á hegðun ungmenna og samskipti kynjanna. Lögreglan greindi frá klám-mynstri í kynferðisbrotum sem rata á þeirra borð. Barnahús upplýsti um fjölgun mála þar sem gerendur eru sjálfir á barnsaldri og í sumum tilfellum að líkja eftir ofbeldisfullu klámefni. Og samtök sem starfa með þolendum kölluðu á frekari umræðu um áhrif kláms. Bent var á að íslensk börn eru að meðaltali 11 ára þegar þau sjá klámefni í fyrsta sinn og mörg þeirra eru alls ekki í leit að því. Sum þeirra sýna í framhaldinu svipuð merki og börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi, eru m.ö.o. í áfalli.Yfirráð og ofbeldi Eitt af því sem vakti mig til umhugsunar voru ábendingar lykilfyrirlesara ráðstefnunnar í október, Gail Dines, um það klámefni sem er í mestri umferð á internetinu. Þetta eru ekki sakleysislegar myndir af nöktu fólki í kynferðislegu samneyti. Efnið á meira skylt við pyntingar, þar sem konur eru viðfangið en karlar gerendur, auk þess sem ítrekað er farið að, og stundum yfir, mörkum hins löglega, s.s. með skírskotunum til barna í kynferðislegum tilgangi. Nánd, virðingu og öryggi er ekki til að dreifa en hatursfull ummæli, yfirráð og ofbeldi ráða ríkjum.Ábyrgð og yfirvegun Undirbúningshópur sem stóð að samráðsferlinu skilaði ítarlegum og sundurliðuðum tillögum til innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra. Í þeim tillögum sem til mín var beint var lagt til að ég fæli refsiréttarnefnd að vinna frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum með það að markmiði að þrengja og skýra skilgreiningu á klámi. Þetta hef ég þegar gert. Rétt er að taka fram að lögum samkvæmt er bannað að dreifa klámi á Íslandi en það skortir á að hugtakið sé skilgreint í lögum. Í tillögum sem fram komu í samráðsferlinu var lagt til að skilgreiningin tæki mið af norskum hegningarlögum, en einnig að kannað yrði sérstaklega hvort ástæða væri til að banna vörslu kláms, líkt og á við um barnaklám, og mun refsiréttarnefnd leggja á það mat. Öllu máli skiptir að þessi mál séu skoðuð af ábyrgð og yfirvegun. Í annan stað hef ég, að tillögu undirbúningshópsins, lagt til að skipaður verði starfshópur sem kortleggur úrræði lögreglu til að framfylgja banni við klámi, einkum með hliðsjón af aðgengi barna að grófu og skaðlegu efni. Sá hópur mun fjalla um hvað er tæknilega mögulegt og hvað ekki og skila sínum tillögum, sem unnt verður að byggja frekari pólitíska stefnumótun á.Ritskoðunargrýlan Ég tel skyldu mína sem innanríkisráðherra að verða við ábendingum þeirra sem starfa við málaflokkinn og lýsa áhyggjum af áhrifum kláms, með því að efna til umræðu um málið og láta kanna þá möguleika sem eru í stöðunni. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir og tek ég umræðunni fagnandi, en hvet um leið til yfirvegunar. Upphrópanir um ritskoðun eru aðeins til þess fallnar að beina athyglinni frá sjálfu umræðuefninu, sem er það pyntingarefni sem finna má á internetinu og áhrif þess á þá sem koma að framleiðslu þess og jafnframt þá sem á það horfa, einkum og sér í lagi börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hafði nýverið tekið við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, síðar innanríkisráðherra, haustið 2010 stóð ráðuneytið fyrir samráði um meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Sú umræða var ekki úr lausu lofti gripin. Ítrekað höfðu komið fram ábendingar um að úrræði réttarkerfisins næðu eingöngu að takmörkuðu leyti utan um kynferðisbrot. Samráðið var ítarlegt og stóð yfir um nokkurn tíma með aðkomu lögreglu, ríkissaksóknara, dómstóla, grasrótarsamtaka, fræðafólks og stofnana og samtaka sem starfa með þolendum. Í þessu samráðsferli lýstu fjölmargir þeirra sem eiga aðkomu að málaflokknum áhyggjum af því að klám hefði áhrif á kynferðisbrot, bæði á ofbeldið sem beitt er við brotin og mögulega á tíðni þeirra.11 ára sjá klám Þessar ábendingar leiddu til þess að innanríkisráðuneytið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands, efndu til samræðu um samfélagsleg áhrif kláms, þar á meðal með fjölsóttri ráðstefnu sem haldin var í október sl. Í þessu ferli voru áhyggjur fagfólks ítrekaðar. Skólafólk lýsti áhyggjum af áhrifum kláms á hegðun ungmenna og samskipti kynjanna. Lögreglan greindi frá klám-mynstri í kynferðisbrotum sem rata á þeirra borð. Barnahús upplýsti um fjölgun mála þar sem gerendur eru sjálfir á barnsaldri og í sumum tilfellum að líkja eftir ofbeldisfullu klámefni. Og samtök sem starfa með þolendum kölluðu á frekari umræðu um áhrif kláms. Bent var á að íslensk börn eru að meðaltali 11 ára þegar þau sjá klámefni í fyrsta sinn og mörg þeirra eru alls ekki í leit að því. Sum þeirra sýna í framhaldinu svipuð merki og börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi, eru m.ö.o. í áfalli.Yfirráð og ofbeldi Eitt af því sem vakti mig til umhugsunar voru ábendingar lykilfyrirlesara ráðstefnunnar í október, Gail Dines, um það klámefni sem er í mestri umferð á internetinu. Þetta eru ekki sakleysislegar myndir af nöktu fólki í kynferðislegu samneyti. Efnið á meira skylt við pyntingar, þar sem konur eru viðfangið en karlar gerendur, auk þess sem ítrekað er farið að, og stundum yfir, mörkum hins löglega, s.s. með skírskotunum til barna í kynferðislegum tilgangi. Nánd, virðingu og öryggi er ekki til að dreifa en hatursfull ummæli, yfirráð og ofbeldi ráða ríkjum.Ábyrgð og yfirvegun Undirbúningshópur sem stóð að samráðsferlinu skilaði ítarlegum og sundurliðuðum tillögum til innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra. Í þeim tillögum sem til mín var beint var lagt til að ég fæli refsiréttarnefnd að vinna frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum með það að markmiði að þrengja og skýra skilgreiningu á klámi. Þetta hef ég þegar gert. Rétt er að taka fram að lögum samkvæmt er bannað að dreifa klámi á Íslandi en það skortir á að hugtakið sé skilgreint í lögum. Í tillögum sem fram komu í samráðsferlinu var lagt til að skilgreiningin tæki mið af norskum hegningarlögum, en einnig að kannað yrði sérstaklega hvort ástæða væri til að banna vörslu kláms, líkt og á við um barnaklám, og mun refsiréttarnefnd leggja á það mat. Öllu máli skiptir að þessi mál séu skoðuð af ábyrgð og yfirvegun. Í annan stað hef ég, að tillögu undirbúningshópsins, lagt til að skipaður verði starfshópur sem kortleggur úrræði lögreglu til að framfylgja banni við klámi, einkum með hliðsjón af aðgengi barna að grófu og skaðlegu efni. Sá hópur mun fjalla um hvað er tæknilega mögulegt og hvað ekki og skila sínum tillögum, sem unnt verður að byggja frekari pólitíska stefnumótun á.Ritskoðunargrýlan Ég tel skyldu mína sem innanríkisráðherra að verða við ábendingum þeirra sem starfa við málaflokkinn og lýsa áhyggjum af áhrifum kláms, með því að efna til umræðu um málið og láta kanna þá möguleika sem eru í stöðunni. Um þetta kunna að vera skiptar skoðanir og tek ég umræðunni fagnandi, en hvet um leið til yfirvegunar. Upphrópanir um ritskoðun eru aðeins til þess fallnar að beina athyglinni frá sjálfu umræðuefninu, sem er það pyntingarefni sem finna má á internetinu og áhrif þess á þá sem koma að framleiðslu þess og jafnframt þá sem á það horfa, einkum og sér í lagi börn.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar