Alltaf sama lagið 31. janúar 2013 06:00 Ég er Júróvisjónmaður eins og flestir góðir Íslendingar. Hef fylgst með keppninni nánast frá upphafi og átt yfir henni margar ógleymanlegar stundir. Yfirburðasigur Ítala með Non Ho L"Etá (Heyr mína bæn) árið 1964 er enn í fersku minni, sem og naumur sigur Spánverja með La La La fjórum árum síðar. Að ekki sé nú minnst á þann lygilega atburð þegar Spánn, Bretland, Holland og Frakkland voru jöfn að stigum í efsta sætinu 1969. Þá duttu mér allar dauðar lýs úr hári. Þróun keppninnar hér heima hefur verið jákvæð. Fyrstu árin tóku aðallega reyndir og virtir lagahöfundar þátt; menn á borð við Gunnar Þórðarson, Magnús Eiríksson og Valgeir Guðjónsson, og stússuðu í þessu meðfram öðru en í seinni tíð hefur orðið til hópur listamanna sem einbeitir sér að Júróvisjón og gerir ekki annað. Það er gott. Það er líka gott hve föstum tökum Ríkisútvarpið hefur tekið keppnina. Hún er stolt Sjónvarpsins; sjálft flaggskipið í dagskránni og dagskrárgerðinni. Þau í Efstaleitinu eru vel meðvituð um hið mikilvæga og lögbundna menningarhlutverk RÚV og afgreiða þá skyldu þess ár hvert í eitt skipti fyrir öll með því að standa jafnmyndarlega að Júróvisjón og raun ber vitni. Þess vegna borgar maður RÚV-skattinn glaður í bragði og ekki er gleðin minni yfir að fá að kjósa sitt lag jafnoft og mann lystir fyrir aðeins 119 krónur skiptið. Gengi okkar á stóra sviðinu hefur verið misjafnt. Einu sinni vorum við átján stigum frá sigri en oftast höfum við hafnað um miðjan hóp. Sjálf úrslitin skipta þó ekki máli því við vitum að íslenska lagið er jafnan meðal þeirra bestu – ef ekki best. Það segja erlendu blaðamennirnir sem fylgjast með keppninni og ekki ljúga þeir. Atkvæðagreiðslan nær heldur ekki til hins listræna því eins og kunnugt er kjósa þjóðir frændþjóðir. Ég tilheyri þeim hópi manna sem lítur á Júróvisjón sem listviðburð. Það á hins vegar ekki við um alla aðdáendur keppninnar því sumir taka henni fyrst og fremst sem tilefni til að koma saman og borða kartöfluflögur og drekka gos eða bjór. Það er fínt, svo langt sem það nær, enda kartöfluflögur, gos og bjór nokkuð sem Íslendingar leyfa sér jafnan ekki. Nú um helgina veljum við lagið sem við sendum í lokakeppnina í Malmö. Vanda ber valið því lögin sem ekki hljóta náð fyrir eyrum þjóðarinnar gleymast en sigurlagið verður hins vegar leikið og sungið alveg fram í, tja, miðjan maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun
Ég er Júróvisjónmaður eins og flestir góðir Íslendingar. Hef fylgst með keppninni nánast frá upphafi og átt yfir henni margar ógleymanlegar stundir. Yfirburðasigur Ítala með Non Ho L"Etá (Heyr mína bæn) árið 1964 er enn í fersku minni, sem og naumur sigur Spánverja með La La La fjórum árum síðar. Að ekki sé nú minnst á þann lygilega atburð þegar Spánn, Bretland, Holland og Frakkland voru jöfn að stigum í efsta sætinu 1969. Þá duttu mér allar dauðar lýs úr hári. Þróun keppninnar hér heima hefur verið jákvæð. Fyrstu árin tóku aðallega reyndir og virtir lagahöfundar þátt; menn á borð við Gunnar Þórðarson, Magnús Eiríksson og Valgeir Guðjónsson, og stússuðu í þessu meðfram öðru en í seinni tíð hefur orðið til hópur listamanna sem einbeitir sér að Júróvisjón og gerir ekki annað. Það er gott. Það er líka gott hve föstum tökum Ríkisútvarpið hefur tekið keppnina. Hún er stolt Sjónvarpsins; sjálft flaggskipið í dagskránni og dagskrárgerðinni. Þau í Efstaleitinu eru vel meðvituð um hið mikilvæga og lögbundna menningarhlutverk RÚV og afgreiða þá skyldu þess ár hvert í eitt skipti fyrir öll með því að standa jafnmyndarlega að Júróvisjón og raun ber vitni. Þess vegna borgar maður RÚV-skattinn glaður í bragði og ekki er gleðin minni yfir að fá að kjósa sitt lag jafnoft og mann lystir fyrir aðeins 119 krónur skiptið. Gengi okkar á stóra sviðinu hefur verið misjafnt. Einu sinni vorum við átján stigum frá sigri en oftast höfum við hafnað um miðjan hóp. Sjálf úrslitin skipta þó ekki máli því við vitum að íslenska lagið er jafnan meðal þeirra bestu – ef ekki best. Það segja erlendu blaðamennirnir sem fylgjast með keppninni og ekki ljúga þeir. Atkvæðagreiðslan nær heldur ekki til hins listræna því eins og kunnugt er kjósa þjóðir frændþjóðir. Ég tilheyri þeim hópi manna sem lítur á Júróvisjón sem listviðburð. Það á hins vegar ekki við um alla aðdáendur keppninnar því sumir taka henni fyrst og fremst sem tilefni til að koma saman og borða kartöfluflögur og drekka gos eða bjór. Það er fínt, svo langt sem það nær, enda kartöfluflögur, gos og bjór nokkuð sem Íslendingar leyfa sér jafnan ekki. Nú um helgina veljum við lagið sem við sendum í lokakeppnina í Malmö. Vanda ber valið því lögin sem ekki hljóta náð fyrir eyrum þjóðarinnar gleymast en sigurlagið verður hins vegar leikið og sungið alveg fram í, tja, miðjan maí.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun