Kostnaður SFO alls 745 milljónir króna Þórður Snær Júlíusson skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Vincent Tchenguiz og Robert bróðir hans hafa farið fram á himinháar skaðabætur. MYND/Lucienne Sencier Rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar (SFO) á falli Kaupþings hefur kostað stofnunina 745 milljónir króna. Tveir þriðju hlutar þeirrar upphæðar er tilkominn vegna þess að SFO var gert að greiða málskostnað bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz, sem voru á meðal þeirra sem voru til rannsóknar. Þetta kemur fram í skriflegu svari breska dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn í breska þinginu frá 23. janúar síðastliðnum. Rannsókn á málefnum Kaupþings var hætt í október á síðasta ári. SFO viðurkenndi auk þess að mistök hefðu verið gerð við rannsókn málsins. Fréttablaðið greindi frá því að SFO hefði eytt um 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á Kaupþingi fyrr á þessu ári. Þar af hefðu 729 þúsund pund, 151 milljón krónur, farið í að greiða átta ráðgjöfum sem aðstoðuðu við rannsóknina. Um 417 þúsund pund, 86 milljónir króna, hefðu farið í að greiða málflutningsmönnum og afgangurinn í launagreiðslur til þeirra starfsmanna SFO sem unnu að rannsókninni. Til viðbótar var SFO dæmt til að greiða málskostnað Tchenguiz-bræðranna vegna langvarandi málaferla sem fylgdu í kjölfar rannsóknar stofnunarinnar á bræðrunum. Í svarinu segir að þegar hafi verið greiddar 2,4 milljónir punda, um 475 milljónir króna, vegna þessa. Samtals nemur kostnaður SFO vegna rannsóknarinnar því um 745 milljónum króna. Kostnaðurinn gæti hækkað umtalsvert þar sem bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz, sem voru á meðal hinna grunuðu, hafa farið fram á himinháar skaðabætur frá stofnuninni vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar, en hún snerist að mestu um lánveitingar Kaupþings til bræðranna. Vincent og Robert eru taldir fara fram á samtals um 400 milljónir punda, 83 milljarða króna, í bætur vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar. Málaferlin, sem talið er að muni standa í átta vikur, munu líkast til ekki hefjast fyrr en í byrjun árs 2014.- þsj Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rannsókn bresku efnahagsbrotadeildarinnar (SFO) á falli Kaupþings hefur kostað stofnunina 745 milljónir króna. Tveir þriðju hlutar þeirrar upphæðar er tilkominn vegna þess að SFO var gert að greiða málskostnað bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz, sem voru á meðal þeirra sem voru til rannsóknar. Þetta kemur fram í skriflegu svari breska dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn í breska þinginu frá 23. janúar síðastliðnum. Rannsókn á málefnum Kaupþings var hætt í október á síðasta ári. SFO viðurkenndi auk þess að mistök hefðu verið gerð við rannsókn málsins. Fréttablaðið greindi frá því að SFO hefði eytt um 1,3 milljónum punda, um 270 milljónum króna, í rannsókn sína á Kaupþingi fyrr á þessu ári. Þar af hefðu 729 þúsund pund, 151 milljón krónur, farið í að greiða átta ráðgjöfum sem aðstoðuðu við rannsóknina. Um 417 þúsund pund, 86 milljónir króna, hefðu farið í að greiða málflutningsmönnum og afgangurinn í launagreiðslur til þeirra starfsmanna SFO sem unnu að rannsókninni. Til viðbótar var SFO dæmt til að greiða málskostnað Tchenguiz-bræðranna vegna langvarandi málaferla sem fylgdu í kjölfar rannsóknar stofnunarinnar á bræðrunum. Í svarinu segir að þegar hafi verið greiddar 2,4 milljónir punda, um 475 milljónir króna, vegna þessa. Samtals nemur kostnaður SFO vegna rannsóknarinnar því um 745 milljónum króna. Kostnaðurinn gæti hækkað umtalsvert þar sem bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz, sem voru á meðal hinna grunuðu, hafa farið fram á himinháar skaðabætur frá stofnuninni vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar, en hún snerist að mestu um lánveitingar Kaupþings til bræðranna. Vincent og Robert eru taldir fara fram á samtals um 400 milljónir punda, 83 milljarða króna, í bætur vegna þess skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknarinnar. Málaferlin, sem talið er að muni standa í átta vikur, munu líkast til ekki hefjast fyrr en í byrjun árs 2014.- þsj
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira