Dásamlegt að fá loks sólargeisla á pallinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Hávaxin grenitré frá sjöunda áratug síðustu aldar voru felld í gær eftir dóm Hæstaréttar Íslands í nágrannadeilu í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég stend og horfi út um gluggann. Það er einfaldlega dásamlegt að sjá sólina hér í norðurgarðinum í fyrsta skipti," sagði Þórey Þórðardóttir sem í gær fagnaði endalokum meira en fimm ára baráttu fyrir því að fá sól á sólpallinn sinn. Þórey og eiginmaðurinn hennar heitinn keyptu íbúð í húsinu í Víðihvammi 24 í Kópavogi á árinu 2005. Frá árinu 2007 hefur Þórey reynt að fá nágranna sína í Víðihvammi 22 til að fjarlægja tvö hávaxin grenitré sem stóðu á lóðarmörkunum og skyggðu á lóð Þóreyjar. Á endanum kvað Hæstiréttur úr um að trén skyldu víkja. Fram kemur í dómskjölum að Víðihvammur 22 sé byggður 1961 og að grenitrén hafi verið gróðursett skömmu síðar í norðaustur horni lóðarinnar. Trén voru því orðin um hálfrar aldar gömul þegar þau voru felld í gær. Sólpallur Þóreyjar var smíðaður í skugga trjánna. Sagði hún fyrir dómi að annar staður hafi ekki komið til greina því eini útgangurinn frá íbúðinni hafi verið úr herbergi þeirra hjóna. Hæð trjánna geri það hins vegar að verkum að þau skyggja nær algjörlega fyrir dagsbirtu og sól á veröndinni eftir klukkan hálfþrjú á daginn yfir sumarið. Spurð hvernig henni sé innanbrjósts eftir þessi löngu deilu sem nú hefur loks tekið enda segist Þórey ekki vilja ræða það mál frekar. „Þetta hefur tekið alltof langan tíma en nú er þetta búið," sagði hún einfaldlega og hélt áfram að njóta síðdegisólarinnar sem skein glatt í garðinum í Víðihvammi 24 í gær. Ekki náðist tal af íbúum í Víðihvammi 22 sem þurftu að sjá á bak tveimur öldnum og stæðilegum grenitrjám. Dóttir konunnar sem býr í húsinu var hins vegar á staðnum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Kvað hún móður sína ekki hafa treyst sér til að vera viðstadda þegar grenitrén voru felld. Í dómi Hæstaréttar segir að skert birtuskilyrði á lóð Þóreyjar auk umfangs og staðsetningar grenitrjánna nærri lóðarmörkum, þannig að greinar trjánna slúttu langt inn á lóð Þóreyjar væri henni til verulegra óþæginda og „langt umfram það sem hún þyrfti að þola samkvæmt ólögfestum reglum nábýlisréttar". Ekki væri hægt að draga úr þessum óþægindum nema með því að fjarlægja trén. Nágrannadeilur Kópavogur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Ég stend og horfi út um gluggann. Það er einfaldlega dásamlegt að sjá sólina hér í norðurgarðinum í fyrsta skipti," sagði Þórey Þórðardóttir sem í gær fagnaði endalokum meira en fimm ára baráttu fyrir því að fá sól á sólpallinn sinn. Þórey og eiginmaðurinn hennar heitinn keyptu íbúð í húsinu í Víðihvammi 24 í Kópavogi á árinu 2005. Frá árinu 2007 hefur Þórey reynt að fá nágranna sína í Víðihvammi 22 til að fjarlægja tvö hávaxin grenitré sem stóðu á lóðarmörkunum og skyggðu á lóð Þóreyjar. Á endanum kvað Hæstiréttur úr um að trén skyldu víkja. Fram kemur í dómskjölum að Víðihvammur 22 sé byggður 1961 og að grenitrén hafi verið gróðursett skömmu síðar í norðaustur horni lóðarinnar. Trén voru því orðin um hálfrar aldar gömul þegar þau voru felld í gær. Sólpallur Þóreyjar var smíðaður í skugga trjánna. Sagði hún fyrir dómi að annar staður hafi ekki komið til greina því eini útgangurinn frá íbúðinni hafi verið úr herbergi þeirra hjóna. Hæð trjánna geri það hins vegar að verkum að þau skyggja nær algjörlega fyrir dagsbirtu og sól á veröndinni eftir klukkan hálfþrjú á daginn yfir sumarið. Spurð hvernig henni sé innanbrjósts eftir þessi löngu deilu sem nú hefur loks tekið enda segist Þórey ekki vilja ræða það mál frekar. „Þetta hefur tekið alltof langan tíma en nú er þetta búið," sagði hún einfaldlega og hélt áfram að njóta síðdegisólarinnar sem skein glatt í garðinum í Víðihvammi 24 í gær. Ekki náðist tal af íbúum í Víðihvammi 22 sem þurftu að sjá á bak tveimur öldnum og stæðilegum grenitrjám. Dóttir konunnar sem býr í húsinu var hins vegar á staðnum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Kvað hún móður sína ekki hafa treyst sér til að vera viðstadda þegar grenitrén voru felld. Í dómi Hæstaréttar segir að skert birtuskilyrði á lóð Þóreyjar auk umfangs og staðsetningar grenitrjánna nærri lóðarmörkum, þannig að greinar trjánna slúttu langt inn á lóð Þóreyjar væri henni til verulegra óþæginda og „langt umfram það sem hún þyrfti að þola samkvæmt ólögfestum reglum nábýlisréttar". Ekki væri hægt að draga úr þessum óþægindum nema með því að fjarlægja trén.
Nágrannadeilur Kópavogur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira