Eldaði í laumi á unglingsárum 17. febrúar 2013 00:01 Gunnar Helgi Guðjónsson fór með sigur af hólmi í Masterchef-keppninni á Stöð 2 sem lauk á föstudaginn. Ég bjóst alls ekki við því að vinna en ég stefndi auðvitað að því," segir Gunnar Helgi Guðjónsson, myndlistarmaður og kaffibarþjónn, sem er sá fyrsti sem fagnar sigri í Masterchef á Íslandi. Gunnar Helgi hefur lengi verið áhugakokkur eins og þeir vita sem fylgdust með þáttunum sem sýndir voru á Stöð 2 en úrslitaþátturinn var í gær. „Ég hef alltaf haft rosalega gaman af því að elda og baka. En ég fór reyndar mjög leynt með það á unglingsárunum. Fannst það held ég svo hommalegt," segir Gunnar Helgi, sem er samkynhneigður og löngu kominn út úr skápnum þótt það hafi tekið „allt of langan tíma", eins og hann segir sjálfur. „Ég kom út úr skápnum þegar ég var að byrja í Listaháskólanum, þá var ég í mikilli sjálfskoðun og sá að það var ekki hægt að fara í felur með kynhneigðina. Og því var bara mjög vel tekið í kringum mig. Ég verð líka að segja að mér þykir frábært hversu mikið fordómar gegn samkynhneigðum eru á undanhaldi, mér þykir margt hafa breyst til batnaðar í þeim efnum bara undanfarin ár," segir Gunnar Helgi sem starfar í dag sem kaffibarþjónn á Kaffismiðjunni, en kaffiheimurinn hefur átt hug hans allan undanfarið ár. Þar áður vann hann í nokkur ár hjá Listasafni Mosfellsbæjar.Langaði aldrei í kokkinn „Ég átti þátt í því að búa til sýningaraðstöðu og kom að öllum hliðum þess verkefnis, sýningarstjórn og skipulagi, að semja fréttatilkynningar og þar fram eftir götunum. Það var mjög skemmtilegt en svo fékk ég allt í einu nóg af því. Ég komst líka að því að ég fengi hærri laun sem barþjónn en sem opinber starfsmaður," segir Gunnar Helgi og brosir. „Ég gerðist barþjónn á Trúnó og þar kviknaði mikill kaffiáhugi hjá mér. Þaðan lá svo leiðin á Kaffismiðjuna, þar sem ég vinn núna." Þrátt fyrir mikinn áhuga á eldamennsku á unga aldri hvarflaði aldrei að Gunnari að gerast kokkur. „Nei það kom ekki til greina, eldamennska og bakstur voru og eru fyrst og fremst áhugamál. Eftir að hafa verið fjögur ár frekar utanveltu á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum við Sund fór ég í Myndlistarskólann í Reykjavík og undirbjó mig þar fyrir inntökupróf í Listaháskólann og þaðan lauk ég námi 2006."Sjónvarpið heillar Gunnar Helgi segir að það hafi verið mjög gaman að elda fyrir framan myndavélarnar þó að það hafi verið mjög stressandi líka, sérstaklega fyrst. „Ég var mjög stressaður í fyrsta sinn sem ég mætti og átti bara að elda eitthvað. Ég vissi ekkert hvað hinir voru að gera og var alveg að fara á taugum. Það er kannski skýringin á því að ekkert var sýnt af mér frá þeirri upptöku," segir Gunnar og hlær. En frammistaða hans heillaði þáttastjórnendur og í þáttunum sem fylgdu í kjölfarið hefur hann náð að heilla áhorfendur upp úr skónum, hvort sem er með frumlega samsettum réttum eða Donnu Summer-bollakökum. „Mér leið vel á tökustað og fannst orkan sem myndaðist þar mjög skemmtileg. Ég gæti alveg hugsað mér að vinna á þessum vettvangi, sjónvarpið er mjög heillandi heimur," segir Gunnar Helgi að lokum. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Gunnar Helgi Guðjónsson fór með sigur af hólmi í Masterchef-keppninni á Stöð 2 sem lauk á föstudaginn. Ég bjóst alls ekki við því að vinna en ég stefndi auðvitað að því," segir Gunnar Helgi Guðjónsson, myndlistarmaður og kaffibarþjónn, sem er sá fyrsti sem fagnar sigri í Masterchef á Íslandi. Gunnar Helgi hefur lengi verið áhugakokkur eins og þeir vita sem fylgdust með þáttunum sem sýndir voru á Stöð 2 en úrslitaþátturinn var í gær. „Ég hef alltaf haft rosalega gaman af því að elda og baka. En ég fór reyndar mjög leynt með það á unglingsárunum. Fannst það held ég svo hommalegt," segir Gunnar Helgi, sem er samkynhneigður og löngu kominn út úr skápnum þótt það hafi tekið „allt of langan tíma", eins og hann segir sjálfur. „Ég kom út úr skápnum þegar ég var að byrja í Listaháskólanum, þá var ég í mikilli sjálfskoðun og sá að það var ekki hægt að fara í felur með kynhneigðina. Og því var bara mjög vel tekið í kringum mig. Ég verð líka að segja að mér þykir frábært hversu mikið fordómar gegn samkynhneigðum eru á undanhaldi, mér þykir margt hafa breyst til batnaðar í þeim efnum bara undanfarin ár," segir Gunnar Helgi sem starfar í dag sem kaffibarþjónn á Kaffismiðjunni, en kaffiheimurinn hefur átt hug hans allan undanfarið ár. Þar áður vann hann í nokkur ár hjá Listasafni Mosfellsbæjar.Langaði aldrei í kokkinn „Ég átti þátt í því að búa til sýningaraðstöðu og kom að öllum hliðum þess verkefnis, sýningarstjórn og skipulagi, að semja fréttatilkynningar og þar fram eftir götunum. Það var mjög skemmtilegt en svo fékk ég allt í einu nóg af því. Ég komst líka að því að ég fengi hærri laun sem barþjónn en sem opinber starfsmaður," segir Gunnar Helgi og brosir. „Ég gerðist barþjónn á Trúnó og þar kviknaði mikill kaffiáhugi hjá mér. Þaðan lá svo leiðin á Kaffismiðjuna, þar sem ég vinn núna." Þrátt fyrir mikinn áhuga á eldamennsku á unga aldri hvarflaði aldrei að Gunnari að gerast kokkur. „Nei það kom ekki til greina, eldamennska og bakstur voru og eru fyrst og fremst áhugamál. Eftir að hafa verið fjögur ár frekar utanveltu á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum við Sund fór ég í Myndlistarskólann í Reykjavík og undirbjó mig þar fyrir inntökupróf í Listaháskólann og þaðan lauk ég námi 2006."Sjónvarpið heillar Gunnar Helgi segir að það hafi verið mjög gaman að elda fyrir framan myndavélarnar þó að það hafi verið mjög stressandi líka, sérstaklega fyrst. „Ég var mjög stressaður í fyrsta sinn sem ég mætti og átti bara að elda eitthvað. Ég vissi ekkert hvað hinir voru að gera og var alveg að fara á taugum. Það er kannski skýringin á því að ekkert var sýnt af mér frá þeirri upptöku," segir Gunnar og hlær. En frammistaða hans heillaði þáttastjórnendur og í þáttunum sem fylgdu í kjölfarið hefur hann náð að heilla áhorfendur upp úr skónum, hvort sem er með frumlega samsettum réttum eða Donnu Summer-bollakökum. „Mér leið vel á tökustað og fannst orkan sem myndaðist þar mjög skemmtileg. Ég gæti alveg hugsað mér að vinna á þessum vettvangi, sjónvarpið er mjög heillandi heimur," segir Gunnar Helgi að lokum.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira