Að trúa á netið Ögmundur Jónasson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. En augnablik. Ekkert frumvarp er fram komið! Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé gerlegt og hvað ekki til að hamla gegn yfirgangi einna ósvífnustu gróðaafla sem þekkjast nú um stundir, afla sem hafa hag af því að selja efni sem byggir á gegndarlausu ofbeldi. Hér fer því fjarri að nokkur sé að leggja til að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptum og lýðræðislegri umræðu á netinu. Allir virðast sammála um að við eigum ekki að kaupa vöru sem byggði á barnaþrælkun. Ég þykist vita að við Birgitta og Smári séum þar á einu máli ásamt þorra fólks. En þegar ofbeldið er komið á netið virðist annað uppi á teningnum. Jafnvel þótt um sé að ræða yfirgengilegra ofbeldi en við höfum flest getað hugsað okkur að sé framleitt sem afþreyingar- og skemmtiefni, virðist þetta fólk verða máttlaust í hnjánum þegar netið er annars vegar. Vissulega erum við enn í frumbernsku tölvutækninnar og er svo að sjá að margir hreinlega lamist frammi fyrir undrum hennar í lotningu sinni líkt og um æðri máttarvöld sé að ræða. En þeim væri hollt að hugsa til þess að eitt er miðill og annað er innihald. Miðillinn má aldrei taka af okkur völdin. Ekki fremur en við viljum láta stjórnast af bókstafstrú eða kreddu. Gildir þá einu hvort um er að ræða netið, eða hreinkenningu últrafrjálshyggjunnar, afskiptaleysisstefnu, sem mér finnst reyndar skrif þeirra Birgittu og Smára vera í ætt við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. En augnablik. Ekkert frumvarp er fram komið! Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé gerlegt og hvað ekki til að hamla gegn yfirgangi einna ósvífnustu gróðaafla sem þekkjast nú um stundir, afla sem hafa hag af því að selja efni sem byggir á gegndarlausu ofbeldi. Hér fer því fjarri að nokkur sé að leggja til að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptum og lýðræðislegri umræðu á netinu. Allir virðast sammála um að við eigum ekki að kaupa vöru sem byggði á barnaþrælkun. Ég þykist vita að við Birgitta og Smári séum þar á einu máli ásamt þorra fólks. En þegar ofbeldið er komið á netið virðist annað uppi á teningnum. Jafnvel þótt um sé að ræða yfirgengilegra ofbeldi en við höfum flest getað hugsað okkur að sé framleitt sem afþreyingar- og skemmtiefni, virðist þetta fólk verða máttlaust í hnjánum þegar netið er annars vegar. Vissulega erum við enn í frumbernsku tölvutækninnar og er svo að sjá að margir hreinlega lamist frammi fyrir undrum hennar í lotningu sinni líkt og um æðri máttarvöld sé að ræða. En þeim væri hollt að hugsa til þess að eitt er miðill og annað er innihald. Miðillinn má aldrei taka af okkur völdin. Ekki fremur en við viljum láta stjórnast af bókstafstrú eða kreddu. Gildir þá einu hvort um er að ræða netið, eða hreinkenningu últrafrjálshyggjunnar, afskiptaleysisstefnu, sem mér finnst reyndar skrif þeirra Birgittu og Smára vera í ætt við.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun