Vilji til að breyta reglunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2013 07:00 ÍBV missti lykilmann skömmu fyrir úrslitakeppni N1-deildar kvenna þar sem að Ivana Mladenovic var hér á landi í leyfisleysi. Fréttablaðið/Vilhelm Ekkert er því til fyrirstöðu að erlendir leikmenn sem eru hér á landi án tilskilinna leyfa geti spilað með íslenskum liðum í bæði handbolta og fótbolta. Það kom í ljós í síðustu viku þegar upp komst um tvo leikmenn hjá ÍBV sem hafa verið hér í allan vetur án atvinnu- og dvalarleyfis. Slík leyfi þurfa allir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Þau Ivana Mladenovic frá Serbíu og Nemanja Malovic frá Svartfjallalandi voru bæði lykilmenn í liðum ÍBV bæði í N1-deild kvenna og 1. deild karla. Mladenovic er farin úr landi en Malovic fer ekki fyrr en á morgun. Unnur Sverrisdóttir er varaforstjóri Vinnumálastofnunar sem sér um að afgreiða atvinnuleyfi. Dvalarleyfið er afgreitt hjá Útlendingastofnun. Hún segir að þessar stofnanir hafi unnið með íþróttahreyfingunni að undanförnu til að koma í veg fyrir slíkar uppákomur. „Hér áður fyrr voru þessi mál í ágætu horfi en þetta virðist hafa skolast eitthvað til á undanförnum árum. Körfuboltinn er með þetta í fínu lagi hjá sér og það er vilji hjá HSÍ og KSÍ til að bæta úr sínum málum," segir Unnur. KKÍ tók upp nýjar félagaskiptareglur um sumar en ekki er langt síðan að erlendir leikmenn voru fengnir hingað til lands með skömmum fyrirvara og spiluðu jafnvel sama dag og þeir komu til landsins. Það gefur augaleið að á þeim skamma tíma gafst ekki tími til að ganga frá þeim leyfum sem landslög gera kröfur um. „Nú gefum við ekki út leikheimild nema að hafa fengið staðfestingu frá Útlendingastofnun um að viðkomandi sé kominn með dvalar- og atvinnuleyfi," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Hann segir að breytingin hafi reynst vel. „Við vorum búnir að vinna að þessu í tvö ár og við töldum að þetta væri besta niðurstaðan svo að farið yrði eftir lögum," segir hann. Útlendingastofnun gefur sér þriggja mánaða frest til að afgreiða dvalarleyfi þó svo að það sé sjaldgæft að afgreiðsla slíkra leyfa taki svo langan tíma. En Hannes segir að með nýjum reglunum hafi félög þurft að temja sér ákveðin vinnubrögð. „Félögin þurfa að vinna sína heimavinnu og sinna ákveðnum málum áður en viðkomandi leikmaður er fenginn til landsins. Og okkur finnst að heilt yfir hafi þetta gengið vel í körfuboltanum. Við vitum ekki til þess að félög hafi lent í vandræðum vegna þessa," segir Hannes. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segja báðir að það sé vilji innan raða þeirra sambanda til að fara að fordæmi KKÍ. „Ég reikna með að við munum bregðast við þessu líkt og KKÍ hefur gert," segir Þórir en ekki hefur verið ákveðið hvort eglunum verður breytt fyrir Íslandsmótið í sumar. „Stjórn HSÍ mun án nokkurs vafa taka þetta mál fyrir. Við viljum að sjálfsögðu að okkar aðildarfélög fari eftir landslögum," segir Einar. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Ekkert er því til fyrirstöðu að erlendir leikmenn sem eru hér á landi án tilskilinna leyfa geti spilað með íslenskum liðum í bæði handbolta og fótbolta. Það kom í ljós í síðustu viku þegar upp komst um tvo leikmenn hjá ÍBV sem hafa verið hér í allan vetur án atvinnu- og dvalarleyfis. Slík leyfi þurfa allir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Þau Ivana Mladenovic frá Serbíu og Nemanja Malovic frá Svartfjallalandi voru bæði lykilmenn í liðum ÍBV bæði í N1-deild kvenna og 1. deild karla. Mladenovic er farin úr landi en Malovic fer ekki fyrr en á morgun. Unnur Sverrisdóttir er varaforstjóri Vinnumálastofnunar sem sér um að afgreiða atvinnuleyfi. Dvalarleyfið er afgreitt hjá Útlendingastofnun. Hún segir að þessar stofnanir hafi unnið með íþróttahreyfingunni að undanförnu til að koma í veg fyrir slíkar uppákomur. „Hér áður fyrr voru þessi mál í ágætu horfi en þetta virðist hafa skolast eitthvað til á undanförnum árum. Körfuboltinn er með þetta í fínu lagi hjá sér og það er vilji hjá HSÍ og KSÍ til að bæta úr sínum málum," segir Unnur. KKÍ tók upp nýjar félagaskiptareglur um sumar en ekki er langt síðan að erlendir leikmenn voru fengnir hingað til lands með skömmum fyrirvara og spiluðu jafnvel sama dag og þeir komu til landsins. Það gefur augaleið að á þeim skamma tíma gafst ekki tími til að ganga frá þeim leyfum sem landslög gera kröfur um. „Nú gefum við ekki út leikheimild nema að hafa fengið staðfestingu frá Útlendingastofnun um að viðkomandi sé kominn með dvalar- og atvinnuleyfi," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Hann segir að breytingin hafi reynst vel. „Við vorum búnir að vinna að þessu í tvö ár og við töldum að þetta væri besta niðurstaðan svo að farið yrði eftir lögum," segir hann. Útlendingastofnun gefur sér þriggja mánaða frest til að afgreiða dvalarleyfi þó svo að það sé sjaldgæft að afgreiðsla slíkra leyfa taki svo langan tíma. En Hannes segir að með nýjum reglunum hafi félög þurft að temja sér ákveðin vinnubrögð. „Félögin þurfa að vinna sína heimavinnu og sinna ákveðnum málum áður en viðkomandi leikmaður er fenginn til landsins. Og okkur finnst að heilt yfir hafi þetta gengið vel í körfuboltanum. Við vitum ekki til þess að félög hafi lent í vandræðum vegna þessa," segir Hannes. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segja báðir að það sé vilji innan raða þeirra sambanda til að fara að fordæmi KKÍ. „Ég reikna með að við munum bregðast við þessu líkt og KKÍ hefur gert," segir Þórir en ekki hefur verið ákveðið hvort eglunum verður breytt fyrir Íslandsmótið í sumar. „Stjórn HSÍ mun án nokkurs vafa taka þetta mál fyrir. Við viljum að sjálfsögðu að okkar aðildarfélög fari eftir landslögum," segir Einar.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira