Courtney Love og Marilyn Manson eru andlit haust- og vetrarlínu franska tískuhússins Saint Laurent. Það var yfirhönnuðurinn Hedi Slimane sem stóð fyrir valinu og var á bak við myndavélina er auglýsingaherferðin var tekin.
Valið á fyrirsætunum þykir ansi óvanalegt fyrir þetta hefðbundna franska tískuhús. Það virðist vera að breyta stefnu sinni yfir í rokk og ról með tilkomu Slimane við stjórnvölinn en hann tók við í fyrra. Þá breytti tískuhúsið nafn sínu frá Yves Saint Laurent yfir í Saint Laurent og voru höfuðstöðvar tískuhússins fluttar frá París til Los Angeles.
Love og Manson eru bæði þekkt ólíkindatól sem hafa verið nokkuð utan sviðsljóssins undanfarin ár. Bæði eru þau þó að vinna að nýjum tónlistarverkefnum.
Ný andlit Saint Laurent
