Nýtum kosningaréttinn Jón Gnarr skrifar 11. apríl 2013 07:00 Á miðnætti í kvöld lýkur rafrænum íbúakosningum um verkefni í hverfum Reykjavíkur. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót til að nýta sér atkvæðisrétt sinn í dag og forgangsraða þannig fjármunum sem hverfunum er úthlutað. Reynslan af verkefninu Betri hverfi hefur verið frábær. Í fyrra kusu borgarbúar 124 verkefni og hafa þau nú að mestu verið framkvæmd af hálfu borgarinnar. Við það hefur borgin fengið nýtt og betra svipmót. Nýjungin við þetta verkefni felst í því að Reykjavíkurborg er að framkvæma hugmyndir sem borgarbúar koma með sjálfir. Það er beinlínis dásamlegt. Í janúar hélt ég, ásamt embættismönnum, íbúafundi í öllum hverfum borgarinnar sem voru sóttir af um þúsund Reykvíkingum. Þar kynntum við verkefnið og í kjölfarið byrjuðu hugmyndir að streyma inn frá borgarbúum á vefinn Betri hverfi. Alls bárust um 600 hugmyndir. Þær voru skoðaðar af íbúanefndum sem starfa ásamt hverfaráðum og fagteymi Reykjavíkurborgar að því að útfæra hugmyndirnar. Alls var stillt upp 229 hugmyndum – allt að 30 í hverju hverfi – sem fólk getur kosið um í íbúakosningunum nú. Ég tel afar mikilvægt að fólk nýti sér kosningarétt sinn og forgangsraði fjármunum sem borgin hefur ráðstafað til að bæta hverfin í borginni. Ef fáir láta sig málið varða er allt eins líklegt að fátt verði um fína drætti í íbúalýðræðisverkefnum framtíðarinnar. Við þurfum þó ekki að óttast neitt því kjörsókn í fyrra var rúm 8% sem þykir glimrandi góður árangur í sambærilegum verkefnum erlendis. Allt byrjar með góðri hugmynd og borgarbúar eru svo sannarlega hugmyndaríkir þegar kemur að því að bæta hverfin sín. Veitum góðum hugmyndum Reykvíkinga brautargengi í íbúakosningunum, hugsum vel um hverfin okkar og njótum þess að búa í einni bestu borg heims. Það er einfalt að kjósa á vefslóðinni kjosa.betrireykjavik.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á miðnætti í kvöld lýkur rafrænum íbúakosningum um verkefni í hverfum Reykjavíkur. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót til að nýta sér atkvæðisrétt sinn í dag og forgangsraða þannig fjármunum sem hverfunum er úthlutað. Reynslan af verkefninu Betri hverfi hefur verið frábær. Í fyrra kusu borgarbúar 124 verkefni og hafa þau nú að mestu verið framkvæmd af hálfu borgarinnar. Við það hefur borgin fengið nýtt og betra svipmót. Nýjungin við þetta verkefni felst í því að Reykjavíkurborg er að framkvæma hugmyndir sem borgarbúar koma með sjálfir. Það er beinlínis dásamlegt. Í janúar hélt ég, ásamt embættismönnum, íbúafundi í öllum hverfum borgarinnar sem voru sóttir af um þúsund Reykvíkingum. Þar kynntum við verkefnið og í kjölfarið byrjuðu hugmyndir að streyma inn frá borgarbúum á vefinn Betri hverfi. Alls bárust um 600 hugmyndir. Þær voru skoðaðar af íbúanefndum sem starfa ásamt hverfaráðum og fagteymi Reykjavíkurborgar að því að útfæra hugmyndirnar. Alls var stillt upp 229 hugmyndum – allt að 30 í hverju hverfi – sem fólk getur kosið um í íbúakosningunum nú. Ég tel afar mikilvægt að fólk nýti sér kosningarétt sinn og forgangsraði fjármunum sem borgin hefur ráðstafað til að bæta hverfin í borginni. Ef fáir láta sig málið varða er allt eins líklegt að fátt verði um fína drætti í íbúalýðræðisverkefnum framtíðarinnar. Við þurfum þó ekki að óttast neitt því kjörsókn í fyrra var rúm 8% sem þykir glimrandi góður árangur í sambærilegum verkefnum erlendis. Allt byrjar með góðri hugmynd og borgarbúar eru svo sannarlega hugmyndaríkir þegar kemur að því að bæta hverfin sín. Veitum góðum hugmyndum Reykvíkinga brautargengi í íbúakosningunum, hugsum vel um hverfin okkar og njótum þess að búa í einni bestu borg heims. Það er einfalt að kjósa á vefslóðinni kjosa.betrireykjavik.is
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun