Þjóðskrá Íslands: Flaggskip á tölvuöld Ögmundur Jónasson skrifar 11. apríl 2013 07:00 Fréttablaðið hefur í fréttaflutningi sínum að undanförnu beint sjónum að Þjóðskrá Íslands og slegið upp í fyrirsagnir hve vanbúin stofnunin sé að takast á við verkefni á tölvuöld. Þessari umræðu fagna ég því mikilvægt er að efla skilning á því lykilhlutverki sem Þjóðskrá gegnir og mun gegna í framtíðinni. Því miður hefur þessi skilningur ekki alltaf verið fyrir hendi hjá fjárveitingarvaldinu á Alþingi eins og dæmin sanna. En nánar að því síðar.Þörf á endurnýjun Þjóðskrá Íslands er tiltölulega ný af nálinni í núverandi mynd. Hún stendur hins vegar á gömlum merg. Tvær stofnanir, sem annars vegar önnuðust fasteignaskráningu og hins vegar þjóðskrána, runnu saman í Þjóðskrá Íslands. Mörg ný verkefni hafa síðan verið falin stofnuninni. Forráðamenn og starfsmenn hafa innt þau verkefni vel af hendi við hin erfiðustu skilyrði þar sem tölvukerfið, sem heldur utan um sjálfa þjóðskrána, er að stofni til frá árdögum tölvualdar hér á landi. Við svo búið verður ekki unað lengur. Ekki þarf að fjölyrða um þá hröðu þróun sem orðið hefur í samfélaginu síðustu áratugi, meðal annars á sviði upplýsinga- og samskiptatækni sem hefur nýst á æ fleiri sviðum hins daglega lífs. Íslendingar hafa að mörgu leyti staðið sig vel í þessum efnum. Fjarskiptakerfi okkar er með því besta sem gerist í heiminum og stofnanir og sveitarfélög hafa byggt upp öflug tölvukerfi og margs konar rafræna þjónustu. En þjóðfélagið kallar á sífellt meiri rafræna þjónustu og hið opinbera þarf að geta tekið nauðsynleg skref til að svara því kalli og ef vel á að vera, fara á undan og sýna fram á gagnsemi rafrænnar þjónustu á sem flestum sviðum. Þar á Þjóðskrá Íslands að vera flaggskipið. Fasteignaskrá og þjóðskrá eru enn meðal umfangsmestu verkefna Þjóðskrár Íslands, enda er þar um að ræða tvær af mikilvægustu grunnskrám Íslands. Á meðal mikilvægra verkefna sem hafa verið falin í ábyrgð hennar á undanförnum árum má nefna upplýsinga- og þjónustuveituna Ísland.is, undirbúning og þróun nýs auðkenningarlykils, Íslykils, og undirbúning fyrir rafrænar kjörskrár sem gefur möguleika á rafrænum íbúakosningum og undirskriftasöfnunum svo dæmi séu nefnd. Þessi verkefni byggjast fyrst og fremst á nýtingu tölvutækninnar og krefjast margs konar sérfræðiþekkingar og reynslu, frumkvæðis og útsjónarsemi sem bæði forráðamenn og starfsmenn Þjóðskrár Íslands búa ríkulega yfir. Þessi verkefni krefjast líka þess að stofnuninni séu annars vegar búin þau fjárhagslegu starfsskilyrði að hún geti staðið undir þeim verkefnum og hins vegar þau lagalegu skilyrði sem gera henni kleift að útfæra þjónustuna. Á það hefur skort af hálfu stjórnvalda og ég endurtek að þetta þurfum við að laga.Umfjöllun á Alþingi Í nóvember 2011 mælti ég á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu sem hafði það markmið að styrkja stoðir fyrir gjaldtöku upplýsinga úr þjóðskrá og skapa fjárhagslegan grundvöll til að hefja endurgerð tölvukerfa Þjóðskrár Íslands. Ljóst var að þetta yrði umfangsmikið verkefni og kostnaðarsamt en jafnljóst var að mjög brýnt var að hefja þessa vinnu og hafði meðal annars umboðsmaður Alþingis bent á það í tveimur álitum. Frumvarpið fór til umfjöllunar í þingnefnd sem kallaði ýmsa aðila á sinn fund og leitaði umsagnar fjölmargra. Ekki náðist að ljúka afgreiðslu málsins á því þingi og höfðu komið fram margs konar athugasemdir þar sem meðal annars var kallað eftir heildarendurskoðun á lagarammanum öllum. Allt var það satt og rétt en í umræðunni á þingi kom berlega í ljós að skilning skorti á bráðavandanum. Og það er þess vegna sem ég fagna sérstaklega gagnrýninni umræðu um málefnið í fjölmiðlum.Framtíðarsýn Í Innanríkisráðuneytinu hafa málefni Þjóðskrár Íslands verið til rækilegrar skoðunar. Ég tek hjartanlega undir þau sjónarmið sem að framan er getið og komu fram í umræðu á Alþingi að nauðsynlegt er að móta stofnuninni nýja framtíðarsýn og setja síðan fram raunhæf markmið og leiðir til að ná þeim. Í því verki þarf að taka tillit til hinna öru framfara á sviði upplýsingatækni og fjarskipta sem leiða af sér þá eðlilegu kröfu að stjórnsýslan breytist, að þjónustan breytist og taki mið af þörfum nútímans. Hvað varðar auðkennismál er þar um að ræða grunnþátt í stoðkerfi samfélags sem ætlar að halda inn á brautir rafrænnar stjórnsýslu og beins lýðræðis. Og hvað varðar gáttina að öllum þeim upplýsingamiðlum sem nú spretta upp innan stjórnsýslunnar, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum, er augljóst í mínum huga að sú gátt á heima hjá Þjóðskrá Íslands enda er sú að verða reyndin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur í fréttaflutningi sínum að undanförnu beint sjónum að Þjóðskrá Íslands og slegið upp í fyrirsagnir hve vanbúin stofnunin sé að takast á við verkefni á tölvuöld. Þessari umræðu fagna ég því mikilvægt er að efla skilning á því lykilhlutverki sem Þjóðskrá gegnir og mun gegna í framtíðinni. Því miður hefur þessi skilningur ekki alltaf verið fyrir hendi hjá fjárveitingarvaldinu á Alþingi eins og dæmin sanna. En nánar að því síðar.Þörf á endurnýjun Þjóðskrá Íslands er tiltölulega ný af nálinni í núverandi mynd. Hún stendur hins vegar á gömlum merg. Tvær stofnanir, sem annars vegar önnuðust fasteignaskráningu og hins vegar þjóðskrána, runnu saman í Þjóðskrá Íslands. Mörg ný verkefni hafa síðan verið falin stofnuninni. Forráðamenn og starfsmenn hafa innt þau verkefni vel af hendi við hin erfiðustu skilyrði þar sem tölvukerfið, sem heldur utan um sjálfa þjóðskrána, er að stofni til frá árdögum tölvualdar hér á landi. Við svo búið verður ekki unað lengur. Ekki þarf að fjölyrða um þá hröðu þróun sem orðið hefur í samfélaginu síðustu áratugi, meðal annars á sviði upplýsinga- og samskiptatækni sem hefur nýst á æ fleiri sviðum hins daglega lífs. Íslendingar hafa að mörgu leyti staðið sig vel í þessum efnum. Fjarskiptakerfi okkar er með því besta sem gerist í heiminum og stofnanir og sveitarfélög hafa byggt upp öflug tölvukerfi og margs konar rafræna þjónustu. En þjóðfélagið kallar á sífellt meiri rafræna þjónustu og hið opinbera þarf að geta tekið nauðsynleg skref til að svara því kalli og ef vel á að vera, fara á undan og sýna fram á gagnsemi rafrænnar þjónustu á sem flestum sviðum. Þar á Þjóðskrá Íslands að vera flaggskipið. Fasteignaskrá og þjóðskrá eru enn meðal umfangsmestu verkefna Þjóðskrár Íslands, enda er þar um að ræða tvær af mikilvægustu grunnskrám Íslands. Á meðal mikilvægra verkefna sem hafa verið falin í ábyrgð hennar á undanförnum árum má nefna upplýsinga- og þjónustuveituna Ísland.is, undirbúning og þróun nýs auðkenningarlykils, Íslykils, og undirbúning fyrir rafrænar kjörskrár sem gefur möguleika á rafrænum íbúakosningum og undirskriftasöfnunum svo dæmi séu nefnd. Þessi verkefni byggjast fyrst og fremst á nýtingu tölvutækninnar og krefjast margs konar sérfræðiþekkingar og reynslu, frumkvæðis og útsjónarsemi sem bæði forráðamenn og starfsmenn Þjóðskrár Íslands búa ríkulega yfir. Þessi verkefni krefjast líka þess að stofnuninni séu annars vegar búin þau fjárhagslegu starfsskilyrði að hún geti staðið undir þeim verkefnum og hins vegar þau lagalegu skilyrði sem gera henni kleift að útfæra þjónustuna. Á það hefur skort af hálfu stjórnvalda og ég endurtek að þetta þurfum við að laga.Umfjöllun á Alþingi Í nóvember 2011 mælti ég á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu sem hafði það markmið að styrkja stoðir fyrir gjaldtöku upplýsinga úr þjóðskrá og skapa fjárhagslegan grundvöll til að hefja endurgerð tölvukerfa Þjóðskrár Íslands. Ljóst var að þetta yrði umfangsmikið verkefni og kostnaðarsamt en jafnljóst var að mjög brýnt var að hefja þessa vinnu og hafði meðal annars umboðsmaður Alþingis bent á það í tveimur álitum. Frumvarpið fór til umfjöllunar í þingnefnd sem kallaði ýmsa aðila á sinn fund og leitaði umsagnar fjölmargra. Ekki náðist að ljúka afgreiðslu málsins á því þingi og höfðu komið fram margs konar athugasemdir þar sem meðal annars var kallað eftir heildarendurskoðun á lagarammanum öllum. Allt var það satt og rétt en í umræðunni á þingi kom berlega í ljós að skilning skorti á bráðavandanum. Og það er þess vegna sem ég fagna sérstaklega gagnrýninni umræðu um málefnið í fjölmiðlum.Framtíðarsýn Í Innanríkisráðuneytinu hafa málefni Þjóðskrár Íslands verið til rækilegrar skoðunar. Ég tek hjartanlega undir þau sjónarmið sem að framan er getið og komu fram í umræðu á Alþingi að nauðsynlegt er að móta stofnuninni nýja framtíðarsýn og setja síðan fram raunhæf markmið og leiðir til að ná þeim. Í því verki þarf að taka tillit til hinna öru framfara á sviði upplýsingatækni og fjarskipta sem leiða af sér þá eðlilegu kröfu að stjórnsýslan breytist, að þjónustan breytist og taki mið af þörfum nútímans. Hvað varðar auðkennismál er þar um að ræða grunnþátt í stoðkerfi samfélags sem ætlar að halda inn á brautir rafrænnar stjórnsýslu og beins lýðræðis. Og hvað varðar gáttina að öllum þeim upplýsingamiðlum sem nú spretta upp innan stjórnsýslunnar, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum, er augljóst í mínum huga að sú gátt á heima hjá Þjóðskrá Íslands enda er sú að verða reyndin.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun