Auðveldari mánaðamót Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Um hver einustu mánaðamót stendur alltof stór hópur Íslendinga frammi fyrir erfiðleikum og óvissu vegna þess að launin duga einfaldlega ekki fyrir lífsnauðsynjum, ef marka má nýja lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Þessi staða er alvarleg en það þýðir ekki að engin sé vonin. Stærsta einstaka tækifærið til breytinga fæst eftir nokkra daga þegar kosið verður til Alþingis. Niðurstaða þeirra kosninga mun hafa úrslitaáhrif á það hvort við höldum áfram á þessari braut eða komumst á annan og betri stað.Lægri álögur Lykilatriðið er að auka ráðstöfunartekjur alls almennings í landinu. Það geta stjórnmálamenn fyrst og fremst gert með lægri opinberum álögum og gjöldum. Lækkun tekjuskatts skiptir þar miklu en lægri tollar og vörugjöld á nauðsynjar eins og matvöru, barnaföt og bensín munu einnig breyta miklu. Lækkun höfuðstóls húsnæðislána og léttari afborganir, samhliða afnámi stimpilgjalds og tækifæri til að fara frá verðtryggðu láni yfir í óverðtryggt mun einnig skipta miklu. Samhliða slíkum aðgerðum fyrir heimilin verður að huga að hvetjandi leiðum svo fyrirtækin geti vaxið frekar. Með lægri álögum vegna mannaráðninga, aukinni sátt við atvinnulífið og samstöðu um uppbyggingu í stað stöðnunar mun tækifærum fjölga og hagvöxtur aukast. Þannig forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar mun ekki einungis nýtast hverri einustu fjölskyldu, heldur samfélaginu í heild þar sem slík sókn mun skapa traustari grundvöll undir þá velferð sem við öll viljum búa við. Fólkið, fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu eiga því mikla von. Með raunhæfum lausnum, aukinni sátt og trú á framtíðinni getum við tryggt að langflest heimili nái endum saman og kvíði því ekki að ráðstöfunartekjur dugi fyrir útgjöldum hvers mánaðar. Það gerist þegar stjórnmálamenn fara að einblína á það sem virkilega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um hver einustu mánaðamót stendur alltof stór hópur Íslendinga frammi fyrir erfiðleikum og óvissu vegna þess að launin duga einfaldlega ekki fyrir lífsnauðsynjum, ef marka má nýja lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Þessi staða er alvarleg en það þýðir ekki að engin sé vonin. Stærsta einstaka tækifærið til breytinga fæst eftir nokkra daga þegar kosið verður til Alþingis. Niðurstaða þeirra kosninga mun hafa úrslitaáhrif á það hvort við höldum áfram á þessari braut eða komumst á annan og betri stað.Lægri álögur Lykilatriðið er að auka ráðstöfunartekjur alls almennings í landinu. Það geta stjórnmálamenn fyrst og fremst gert með lægri opinberum álögum og gjöldum. Lækkun tekjuskatts skiptir þar miklu en lægri tollar og vörugjöld á nauðsynjar eins og matvöru, barnaföt og bensín munu einnig breyta miklu. Lækkun höfuðstóls húsnæðislána og léttari afborganir, samhliða afnámi stimpilgjalds og tækifæri til að fara frá verðtryggðu láni yfir í óverðtryggt mun einnig skipta miklu. Samhliða slíkum aðgerðum fyrir heimilin verður að huga að hvetjandi leiðum svo fyrirtækin geti vaxið frekar. Með lægri álögum vegna mannaráðninga, aukinni sátt við atvinnulífið og samstöðu um uppbyggingu í stað stöðnunar mun tækifærum fjölga og hagvöxtur aukast. Þannig forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar mun ekki einungis nýtast hverri einustu fjölskyldu, heldur samfélaginu í heild þar sem slík sókn mun skapa traustari grundvöll undir þá velferð sem við öll viljum búa við. Fólkið, fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu eiga því mikla von. Með raunhæfum lausnum, aukinni sátt og trú á framtíðinni getum við tryggt að langflest heimili nái endum saman og kvíði því ekki að ráðstöfunartekjur dugi fyrir útgjöldum hvers mánaðar. Það gerist þegar stjórnmálamenn fara að einblína á það sem virkilega skiptir máli fyrir fólkið í landinu.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun