Skoðun

Að auka hag­sæld

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Í nýjasta hefti Harvard Business Review er fullyrt að tvær einfaldar reglur geri gæfumuninn fyrir árangur fyrirtækja.



Regla númer eitt: gæði skipta meira máli en verð. Regla númer tvö: mikilvægara er að auka tekjur en lækka kostnað. Ekkert skal til sparað í framleiðslunni og áhersla lögð á að varan skili góðri innkomu.



Um skólastarf gildir hið sama. Auka þarf gæði náms og ekkert til spara svo nemendur nái árangri. Síðan þarf að innheimta tekjurnar. Fjárfesting í menntun skilar sér í aukinni hagsæld. Allir njóta þess.



Ungt fólk er fjöregg samfélagsins. Það býr yfir sköpunarkrafti sem er ótæmandi auðlind. Hættum að skera niður í menntamálum og sköpum auð með því að hækka menntunarstig landsmanna.




Skoðun

Sjá meira


×