Frelsishöllin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. apríl 2013 07:00 Alþingishúsið við Austurvöll – þessi gamla bygging sem búið er að berja svo mikið á undanfarin ár að manni er næstum farið að þykja vænt um hana og finnast hún veikburða tákn veikburða þingræðis sem allir eru á móti. En þetta hús á sér raunar sögu sem kannski hefur gleymst meira en vert væri. Það er að minnsta kosti ómaksins vert að rifja hana upp á meðan við bíðum þess að þjóðin sendi fulltrúa sína á þing eftir allar þessar kannanir – og hannanir.Þriðjungur Landsjóðsins Um daginn var ég að snuðra í 19. öldinni að gamni mínu og eins og löngum fyrr varð fyrir mér ein af snilldarbókum Þorsteins Thorarensen, Móralskir meistarar, ein af þessum stórum brúnu bókum hans sem fullar eru af fróðleik, slúðri og spekúlasjónum um mannlíf og pólitík á síðustu áratugum 19. aldarinnar. Þar er sagt frá byggingu alþingishússins við Austurvöll og kannski allt í lagi að rifja upp þá gleymdu sögu; kannski hefur hún að geyma einhver frækorn þeirra kennda sem umvefja þetta hús þessi misserin og kannski má sjá þar upphaf ýmissa siða sem trúnaðarmenn þjóðarinnar á þessum stað hafa tamið sér gegnum tíðina. Þegar alþingi var endurreist á Íslandi um miðja 19. öld var það í Lærða skólanum í Reykjavík fyrstu þrjátíu árin. Þetta hafði margvísleg óþægindi í för með sér og þar kom að forseti þingsins, Jón Sigurðsson, stakk upp á því að leysa húsnæðisvanda þingsins með því að festa kaup á stórhýsinu Glasgow, sem var gríðarlegur timburhjallur við Vesturgötu, á móti Naustinu – en brann löngu síðar til kaldra kola, eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur. Þetta átti að kosta milli 30 og 40 þúsund krónur. Þá reis til andmæla Benedikt Sveinsson sýslumaður og krafðist þess að byggt yrði úr íslensku grjóti, sem eitt af baráttumálum þess mikla hugsjónamanns og eldhuga. Jón Sigurðsson var farinn að heilsu þegar hér var komið og mætti ekki til þings 1879, og þá tóku kallarnir aldeilis að láta hendur standa fram úr ermum. Þeir samþykktu að verja 100 þúsund krónum til byggingar alþingishúss. Heildartekjur Landsjóðsins voru þá um 360 þúsund krónur – án framlags Dana. Enginn mótmælti þessari fjárveitingu – að setja þriðjung landsjóðs í að reisa um sig hús – og var raunar stórhugurinn slíkur á þessu þingi að samþykkt voru lög um að gera brýr yfir Ölfusá og Þjórsá, en þá sagði konungur hingað og ekki lengra og neitaði að staðfesta þau lög. Til tals kom að bjóða út verkið en þá reis upp Tryggvi Gunnarsson og taldi það hina mestu vitleysu því að þá yrði of mikið horft í aurinn á öllum stigum – of mikið sparað – og viturlegra væri að skipa nefnd til að hafa yfirumsjón með verkinu og sjá til þess að greiddir væru kostnaðarreikningar; þannig yrði byggingin traustari og betri. Tryggvi þótti hafa manna mest vit á framkvæmdum og peningum; hann byggði hús og reisti brýr og stýrði svo Landsbankanum síðar og enn njótum við verka hans í hinum fagra alþingisgarði. Að vísu segir meinhornið Benedikt Gröndal í bréfi til Eiríks Magnússonar um eina af byggingum Tryggva, skólahúsið á Möðruvöllum, að það sé svo „afkáralega innréttað, að það er eins og tuttugu idiotar hafi verið að concúrrera til gullmedalíunnar fyrir absúrditeter“. En hann var nú líka bara skáld.Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Danskur húsameistari var fenginn til verksins og hann flutti inn með sér sænska steinsmiði, enda leist honum ekkert á þá íslensku snikkara sem hér höfðu þróað með sér þess háttar tækni sem enn má sjá á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Til að gera langa sögu stutta kostaði alþingishúsið 130 þúsund krónur, fór langt fram úr áætlun, enda var hvergi til sparað. Að ráði Tryggva var húsameistaranum danska síðan greiddur sérstakur bónus fyrir vel unnin störf, enda væri slíkt alsiða meðal þeirra þjóða sem við bærum okkur helst saman við. Árið 1881 var húsið risið, og var nefnt „Frelsishöllin“ en í hornsteininn var lagður spegilfagur silfurskjöldur og á hann letruð orðin „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“, að ráði biskups, Péturs Péturssonar, ríkasta manns landsins, sem raunar fékk einnig kauphækkun um þessar mundir til að vera til jafns við landshöfðingjann. Þetta ár – 1881 – reyndist eitt versta harðindaár í sögu þjóðarinnar, einkum norðanlands. Víða kom ekkert sumar, það var grasbrestur, fiskileysi, hafís við land, hungursneyð og mislingafaraldur geysaði með tilheyrandi mannfelli. En nú var landsjóðurinn tómur eftir allan stórhuginn og engir peningar til að bregðast við hallærinu. Efnt var til mikillar fjársöfnunar um alla Evrópu og safnaðist mest í Englandi, sem sumir líta á sem gróna óvinaþjóð, og streymdi gjafakornið til Íslands en kornskipin komu til baka með íslenska útflytjendur á leið til Ameríku. Þau voru farin, höfðu flúið þetta volaða land. Alþingi tók til starfa í nýjum og glæsilegum húsakynnum, og hvað sem líður orðum í hornsteininum um sannleikann og frelsið þá hafði alþingi nú þegar sýnt fordæmi sem átti eftir að lýsa langt fram á veg. Það fordæmi snerist um óráðsíu, óraunsæi, ábyrgðarleysi, vanhæfni og spillingu yfirstéttarmanna sem láta sér kjör sveltandi alþýðu í léttu rúmi liggja. Lygin mun gera okkur ófrjáls, sé að marka orðin úr ritningunni; og kannski kominn tími til að við horfumst í augu við þennan part af sögu þjóðarinnar líka um leið og við höldum því á lofti sem ástæða er til að vera stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Alþingishúsið við Austurvöll – þessi gamla bygging sem búið er að berja svo mikið á undanfarin ár að manni er næstum farið að þykja vænt um hana og finnast hún veikburða tákn veikburða þingræðis sem allir eru á móti. En þetta hús á sér raunar sögu sem kannski hefur gleymst meira en vert væri. Það er að minnsta kosti ómaksins vert að rifja hana upp á meðan við bíðum þess að þjóðin sendi fulltrúa sína á þing eftir allar þessar kannanir – og hannanir.Þriðjungur Landsjóðsins Um daginn var ég að snuðra í 19. öldinni að gamni mínu og eins og löngum fyrr varð fyrir mér ein af snilldarbókum Þorsteins Thorarensen, Móralskir meistarar, ein af þessum stórum brúnu bókum hans sem fullar eru af fróðleik, slúðri og spekúlasjónum um mannlíf og pólitík á síðustu áratugum 19. aldarinnar. Þar er sagt frá byggingu alþingishússins við Austurvöll og kannski allt í lagi að rifja upp þá gleymdu sögu; kannski hefur hún að geyma einhver frækorn þeirra kennda sem umvefja þetta hús þessi misserin og kannski má sjá þar upphaf ýmissa siða sem trúnaðarmenn þjóðarinnar á þessum stað hafa tamið sér gegnum tíðina. Þegar alþingi var endurreist á Íslandi um miðja 19. öld var það í Lærða skólanum í Reykjavík fyrstu þrjátíu árin. Þetta hafði margvísleg óþægindi í för með sér og þar kom að forseti þingsins, Jón Sigurðsson, stakk upp á því að leysa húsnæðisvanda þingsins með því að festa kaup á stórhýsinu Glasgow, sem var gríðarlegur timburhjallur við Vesturgötu, á móti Naustinu – en brann löngu síðar til kaldra kola, eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur. Þetta átti að kosta milli 30 og 40 þúsund krónur. Þá reis til andmæla Benedikt Sveinsson sýslumaður og krafðist þess að byggt yrði úr íslensku grjóti, sem eitt af baráttumálum þess mikla hugsjónamanns og eldhuga. Jón Sigurðsson var farinn að heilsu þegar hér var komið og mætti ekki til þings 1879, og þá tóku kallarnir aldeilis að láta hendur standa fram úr ermum. Þeir samþykktu að verja 100 þúsund krónum til byggingar alþingishúss. Heildartekjur Landsjóðsins voru þá um 360 þúsund krónur – án framlags Dana. Enginn mótmælti þessari fjárveitingu – að setja þriðjung landsjóðs í að reisa um sig hús – og var raunar stórhugurinn slíkur á þessu þingi að samþykkt voru lög um að gera brýr yfir Ölfusá og Þjórsá, en þá sagði konungur hingað og ekki lengra og neitaði að staðfesta þau lög. Til tals kom að bjóða út verkið en þá reis upp Tryggvi Gunnarsson og taldi það hina mestu vitleysu því að þá yrði of mikið horft í aurinn á öllum stigum – of mikið sparað – og viturlegra væri að skipa nefnd til að hafa yfirumsjón með verkinu og sjá til þess að greiddir væru kostnaðarreikningar; þannig yrði byggingin traustari og betri. Tryggvi þótti hafa manna mest vit á framkvæmdum og peningum; hann byggði hús og reisti brýr og stýrði svo Landsbankanum síðar og enn njótum við verka hans í hinum fagra alþingisgarði. Að vísu segir meinhornið Benedikt Gröndal í bréfi til Eiríks Magnússonar um eina af byggingum Tryggva, skólahúsið á Möðruvöllum, að það sé svo „afkáralega innréttað, að það er eins og tuttugu idiotar hafi verið að concúrrera til gullmedalíunnar fyrir absúrditeter“. En hann var nú líka bara skáld.Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Danskur húsameistari var fenginn til verksins og hann flutti inn með sér sænska steinsmiði, enda leist honum ekkert á þá íslensku snikkara sem hér höfðu þróað með sér þess háttar tækni sem enn má sjá á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Til að gera langa sögu stutta kostaði alþingishúsið 130 þúsund krónur, fór langt fram úr áætlun, enda var hvergi til sparað. Að ráði Tryggva var húsameistaranum danska síðan greiddur sérstakur bónus fyrir vel unnin störf, enda væri slíkt alsiða meðal þeirra þjóða sem við bærum okkur helst saman við. Árið 1881 var húsið risið, og var nefnt „Frelsishöllin“ en í hornsteininn var lagður spegilfagur silfurskjöldur og á hann letruð orðin „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“, að ráði biskups, Péturs Péturssonar, ríkasta manns landsins, sem raunar fékk einnig kauphækkun um þessar mundir til að vera til jafns við landshöfðingjann. Þetta ár – 1881 – reyndist eitt versta harðindaár í sögu þjóðarinnar, einkum norðanlands. Víða kom ekkert sumar, það var grasbrestur, fiskileysi, hafís við land, hungursneyð og mislingafaraldur geysaði með tilheyrandi mannfelli. En nú var landsjóðurinn tómur eftir allan stórhuginn og engir peningar til að bregðast við hallærinu. Efnt var til mikillar fjársöfnunar um alla Evrópu og safnaðist mest í Englandi, sem sumir líta á sem gróna óvinaþjóð, og streymdi gjafakornið til Íslands en kornskipin komu til baka með íslenska útflytjendur á leið til Ameríku. Þau voru farin, höfðu flúið þetta volaða land. Alþingi tók til starfa í nýjum og glæsilegum húsakynnum, og hvað sem líður orðum í hornsteininum um sannleikann og frelsið þá hafði alþingi nú þegar sýnt fordæmi sem átti eftir að lýsa langt fram á veg. Það fordæmi snerist um óráðsíu, óraunsæi, ábyrgðarleysi, vanhæfni og spillingu yfirstéttarmanna sem láta sér kjör sveltandi alþýðu í léttu rúmi liggja. Lygin mun gera okkur ófrjáls, sé að marka orðin úr ritningunni; og kannski kominn tími til að við horfumst í augu við þennan part af sögu þjóðarinnar líka um leið og við höldum því á lofti sem ástæða er til að vera stolt af.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun