Busta Rhymes notaði lag Jakobs án leyfis Freyr Bjarnason skrifar 18. maí 2013 09:00 „Auðvitað á þetta ekki að gerast,“ segir tónlistarmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Hinn heimsfrægi rappari Busta Rhymes notaði stef úr gömlu lagi hans, Burlesque in Barcelona, í lagi sínu, Doin It Again, án þess að ráðfæra sig fyrst við höfundinn. Fréttablaðinu var bent á líkindi laganna tveggja og Jakob Frímann, sem er formaður STEFs, sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, kannast vel við málið. Aðspurður segist hann ætla að sýna gott fordæmi og leita réttar síns. Hann ætlar að hafa samband við bandarísku höfundarréttarsamtökin ASCAP, sem hann tilheyrir, og biðja þau um að kíkja á málið fyrir sig. „Þetta er ekki efst á forgangslistanum mínum en þetta er eitthvað sem mér ber að gera, meðal annars sem formanni STEFs, að láta ekki svona yfir mig ganga.“ Burlesque in Barcelona kom út á fyrstu plötu hans hjá bandarísku stórútgáfunni Warner Brothers, Special Treatment, árið 1979. „Það var samið í Barselóna eftir heimsókn á mjög eftirminnilegan burlesque-stað þar sem dansmeyjarnar voru allar á níræðisaldri,“ segir hann, en stef úr laginu hefur áður verið notað af bandaríska rapparanum Hi-Tek. Lag hans hét Round and Round, kom út í byrjun síðasta áratugar og hljómaði til að mynda í kvikmyndinni How High. Í það skiptið gerði Jakob Frímann ekkert í málinu en ætlar núna að leita réttar síns, hvort sem eitthvað kemur út úr því eður ei. „Þetta er frumskógur og það getur verið flókið og dýrt að elta svona uppi. Þetta hefur verið „trend“ hjá hipphoppurum að taka bræðingstónlist frá 8. og 9. áratugnum og bræða hana inn í lúppur sínar og heljarbít öll. Síðan er það Busta sem tekur þetta og útfærir það sem Hi Tek hafði áður gert.“ Þrátt fyrir að hann ætli að kanna réttarstöðu sína segir hann að Busta Rhymes geti mögulega bjargað eigin skinni með einu skilyrði: „Ætli ég myndi ekki sleppa „Rímna-Bústa“ við skrekkinn ef hann myndi ryðja út úr sér rímunni á eins árs afmæli dóttur minnar í ágúst næstkomandi. En svona má aldrei gera án samráðs við höfund.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lag Busta Rhymes. Hér fyrir neðan má síðan hlusta á lag Jakobs Frímanns og átta sig á líkindunum milli þeirra. Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
„Auðvitað á þetta ekki að gerast,“ segir tónlistarmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Hinn heimsfrægi rappari Busta Rhymes notaði stef úr gömlu lagi hans, Burlesque in Barcelona, í lagi sínu, Doin It Again, án þess að ráðfæra sig fyrst við höfundinn. Fréttablaðinu var bent á líkindi laganna tveggja og Jakob Frímann, sem er formaður STEFs, sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, kannast vel við málið. Aðspurður segist hann ætla að sýna gott fordæmi og leita réttar síns. Hann ætlar að hafa samband við bandarísku höfundarréttarsamtökin ASCAP, sem hann tilheyrir, og biðja þau um að kíkja á málið fyrir sig. „Þetta er ekki efst á forgangslistanum mínum en þetta er eitthvað sem mér ber að gera, meðal annars sem formanni STEFs, að láta ekki svona yfir mig ganga.“ Burlesque in Barcelona kom út á fyrstu plötu hans hjá bandarísku stórútgáfunni Warner Brothers, Special Treatment, árið 1979. „Það var samið í Barselóna eftir heimsókn á mjög eftirminnilegan burlesque-stað þar sem dansmeyjarnar voru allar á níræðisaldri,“ segir hann, en stef úr laginu hefur áður verið notað af bandaríska rapparanum Hi-Tek. Lag hans hét Round and Round, kom út í byrjun síðasta áratugar og hljómaði til að mynda í kvikmyndinni How High. Í það skiptið gerði Jakob Frímann ekkert í málinu en ætlar núna að leita réttar síns, hvort sem eitthvað kemur út úr því eður ei. „Þetta er frumskógur og það getur verið flókið og dýrt að elta svona uppi. Þetta hefur verið „trend“ hjá hipphoppurum að taka bræðingstónlist frá 8. og 9. áratugnum og bræða hana inn í lúppur sínar og heljarbít öll. Síðan er það Busta sem tekur þetta og útfærir það sem Hi Tek hafði áður gert.“ Þrátt fyrir að hann ætli að kanna réttarstöðu sína segir hann að Busta Rhymes geti mögulega bjargað eigin skinni með einu skilyrði: „Ætli ég myndi ekki sleppa „Rímna-Bústa“ við skrekkinn ef hann myndi ryðja út úr sér rímunni á eins árs afmæli dóttur minnar í ágúst næstkomandi. En svona má aldrei gera án samráðs við höfund.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lag Busta Rhymes. Hér fyrir neðan má síðan hlusta á lag Jakobs Frímanns og átta sig á líkindunum milli þeirra.
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira