Busta Rhymes notaði lag Jakobs án leyfis Freyr Bjarnason skrifar 18. maí 2013 09:00 „Auðvitað á þetta ekki að gerast,“ segir tónlistarmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Hinn heimsfrægi rappari Busta Rhymes notaði stef úr gömlu lagi hans, Burlesque in Barcelona, í lagi sínu, Doin It Again, án þess að ráðfæra sig fyrst við höfundinn. Fréttablaðinu var bent á líkindi laganna tveggja og Jakob Frímann, sem er formaður STEFs, sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, kannast vel við málið. Aðspurður segist hann ætla að sýna gott fordæmi og leita réttar síns. Hann ætlar að hafa samband við bandarísku höfundarréttarsamtökin ASCAP, sem hann tilheyrir, og biðja þau um að kíkja á málið fyrir sig. „Þetta er ekki efst á forgangslistanum mínum en þetta er eitthvað sem mér ber að gera, meðal annars sem formanni STEFs, að láta ekki svona yfir mig ganga.“ Burlesque in Barcelona kom út á fyrstu plötu hans hjá bandarísku stórútgáfunni Warner Brothers, Special Treatment, árið 1979. „Það var samið í Barselóna eftir heimsókn á mjög eftirminnilegan burlesque-stað þar sem dansmeyjarnar voru allar á níræðisaldri,“ segir hann, en stef úr laginu hefur áður verið notað af bandaríska rapparanum Hi-Tek. Lag hans hét Round and Round, kom út í byrjun síðasta áratugar og hljómaði til að mynda í kvikmyndinni How High. Í það skiptið gerði Jakob Frímann ekkert í málinu en ætlar núna að leita réttar síns, hvort sem eitthvað kemur út úr því eður ei. „Þetta er frumskógur og það getur verið flókið og dýrt að elta svona uppi. Þetta hefur verið „trend“ hjá hipphoppurum að taka bræðingstónlist frá 8. og 9. áratugnum og bræða hana inn í lúppur sínar og heljarbít öll. Síðan er það Busta sem tekur þetta og útfærir það sem Hi Tek hafði áður gert.“ Þrátt fyrir að hann ætli að kanna réttarstöðu sína segir hann að Busta Rhymes geti mögulega bjargað eigin skinni með einu skilyrði: „Ætli ég myndi ekki sleppa „Rímna-Bústa“ við skrekkinn ef hann myndi ryðja út úr sér rímunni á eins árs afmæli dóttur minnar í ágúst næstkomandi. En svona má aldrei gera án samráðs við höfund.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lag Busta Rhymes. Hér fyrir neðan má síðan hlusta á lag Jakobs Frímanns og átta sig á líkindunum milli þeirra. Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Sjá meira
„Auðvitað á þetta ekki að gerast,“ segir tónlistarmaðurinn og miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon. Hinn heimsfrægi rappari Busta Rhymes notaði stef úr gömlu lagi hans, Burlesque in Barcelona, í lagi sínu, Doin It Again, án þess að ráðfæra sig fyrst við höfundinn. Fréttablaðinu var bent á líkindi laganna tveggja og Jakob Frímann, sem er formaður STEFs, sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, kannast vel við málið. Aðspurður segist hann ætla að sýna gott fordæmi og leita réttar síns. Hann ætlar að hafa samband við bandarísku höfundarréttarsamtökin ASCAP, sem hann tilheyrir, og biðja þau um að kíkja á málið fyrir sig. „Þetta er ekki efst á forgangslistanum mínum en þetta er eitthvað sem mér ber að gera, meðal annars sem formanni STEFs, að láta ekki svona yfir mig ganga.“ Burlesque in Barcelona kom út á fyrstu plötu hans hjá bandarísku stórútgáfunni Warner Brothers, Special Treatment, árið 1979. „Það var samið í Barselóna eftir heimsókn á mjög eftirminnilegan burlesque-stað þar sem dansmeyjarnar voru allar á níræðisaldri,“ segir hann, en stef úr laginu hefur áður verið notað af bandaríska rapparanum Hi-Tek. Lag hans hét Round and Round, kom út í byrjun síðasta áratugar og hljómaði til að mynda í kvikmyndinni How High. Í það skiptið gerði Jakob Frímann ekkert í málinu en ætlar núna að leita réttar síns, hvort sem eitthvað kemur út úr því eður ei. „Þetta er frumskógur og það getur verið flókið og dýrt að elta svona uppi. Þetta hefur verið „trend“ hjá hipphoppurum að taka bræðingstónlist frá 8. og 9. áratugnum og bræða hana inn í lúppur sínar og heljarbít öll. Síðan er það Busta sem tekur þetta og útfærir það sem Hi Tek hafði áður gert.“ Þrátt fyrir að hann ætli að kanna réttarstöðu sína segir hann að Busta Rhymes geti mögulega bjargað eigin skinni með einu skilyrði: „Ætli ég myndi ekki sleppa „Rímna-Bústa“ við skrekkinn ef hann myndi ryðja út úr sér rímunni á eins árs afmæli dóttur minnar í ágúst næstkomandi. En svona má aldrei gera án samráðs við höfund.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lag Busta Rhymes. Hér fyrir neðan má síðan hlusta á lag Jakobs Frímanns og átta sig á líkindunum milli þeirra.
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Sjá meira