Dóttir Jóns hannar töskur Sara skrifar 1. júní 2013 07:00 Hedi Jónsdóttir hefur búið víða. Nú býr hún í London þar sem hún hannar töskur úr fiskroði. Myndir/www.watchlooksee.com „Ég nota íslenskt fiskroð mikið í hönnun minni. Mér finnst efnið bæði fallegt og svo er einnig þægilegt að vinna með það. Roðið vekur mikla athygli hérna úti og það sýnir líka hvar ræturnar mínar liggja,“ segir Hedi Jónsdóttir, hönnuður í London. Hún hannar fallegar og litríkar töskur undir nafninu Daughter of Jón. Hedi stundaði nám í fatahönnun og klæðskeraiðn í Vínarborg og starfaði meðal annars sem búningahönnuður þar í landi að náminu loknu. Því næst flutti hún til Barcelona þar sem hún starfaði sem stílisti og vann meðal annars mikið fyrir tískumerkið Custo Barcelona. Eftir nokkur ár á Spáni ákvað hún að flytja aftur til Vínar og nema menningarstjórnun. „Ég er hálfgerður sígauni í mér,“ segir Hedi og hlær. Hönnun sína selur Hedi í gegnum vefsíðu sína Daughterofjon.com, en síðan fór í loftið fyrir rúmri viku síðan. Að hennar sögn hafa móttökurnar verið vonum framar. „Sumar týpurnar eru uppseldar, þannig að ég get ekki kvartað.“ Þegar hún er að lokum spurð út í nafnið á merkinu segist Hedi hafa valið nafn sem væri í senn persónulegt og lýsandi fyrir hana. „Margir hafa spurt hvaðan nafnið kemur og þegar ég segist vera íslensk þá fatta flestir nafngiftina,“ segir hún að lokum.Heimasíða Heidi. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Ég nota íslenskt fiskroð mikið í hönnun minni. Mér finnst efnið bæði fallegt og svo er einnig þægilegt að vinna með það. Roðið vekur mikla athygli hérna úti og það sýnir líka hvar ræturnar mínar liggja,“ segir Hedi Jónsdóttir, hönnuður í London. Hún hannar fallegar og litríkar töskur undir nafninu Daughter of Jón. Hedi stundaði nám í fatahönnun og klæðskeraiðn í Vínarborg og starfaði meðal annars sem búningahönnuður þar í landi að náminu loknu. Því næst flutti hún til Barcelona þar sem hún starfaði sem stílisti og vann meðal annars mikið fyrir tískumerkið Custo Barcelona. Eftir nokkur ár á Spáni ákvað hún að flytja aftur til Vínar og nema menningarstjórnun. „Ég er hálfgerður sígauni í mér,“ segir Hedi og hlær. Hönnun sína selur Hedi í gegnum vefsíðu sína Daughterofjon.com, en síðan fór í loftið fyrir rúmri viku síðan. Að hennar sögn hafa móttökurnar verið vonum framar. „Sumar týpurnar eru uppseldar, þannig að ég get ekki kvartað.“ Þegar hún er að lokum spurð út í nafnið á merkinu segist Hedi hafa valið nafn sem væri í senn persónulegt og lýsandi fyrir hana. „Margir hafa spurt hvaðan nafnið kemur og þegar ég segist vera íslensk þá fatta flestir nafngiftina,“ segir hún að lokum.Heimasíða Heidi.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira