Ævintýraleg ferð 3. júní 2013 06:00 Óvænt stóð ég og handfjatlaði forna skinnbók, nánar tiltekið frá því um 1300. Fallegt lítið handrit, sem fjallar um jafn þurrt efni og skáldskaparfræði. Bókin kennir það hvernig túlka skuli gamlar sögur og ljóð. En það er ekki það sem ég á að gera. Það er heldur ekki það sem pistillinn á að fjalla um. Hann á að fjalla um ævintýralegt ferðalag litlu bókarinnar og það hvers vegna ég stóð með hana í höndunum. Ég var beðin um að taka bókina í fóstur og færa hana aftur heim til Eyrarbakka. Þar fannst hún á bóndabæ árið 1691. Árni Magnússon fór hringinn og keypti fullt af handritum, þar á meðal þessa bók. Hann hafði efni á handritunum vegna þess að eiginkona hans, Mette Jensdatter, var auðug. Halldór Laxness skrifaði um Mette að hún hefði verið ljót kona. En þar sem ekki er til mynd af henni gæti hún vel hafa verið glæsileg dönsk kona, kannski ekki ósvipuð mér, sem gaf peningana sína í gott málefni, nefnilega að hjálpa Árna. Hann tók bókina með sér til Kaupmannahafnar, þar sem henni var komið fyrir í bókasafninu hans, þar til Kaupmannahöfn brann 1728. Bókinni var sem betur fer bjargað og var eftir þetta geymd í mörg ár í öryggi danska skjalasafnsins fyrir miðaldahandrit. Þar til Íslendingar skyndilega heimtuðu allt aftur. Danir voru nú ekki mjög hrifnir af þessu – þeim þótti þetta líka vera þeirra fortíð. En Íslendingar voru harðákveðnir, sem maður skilur svo sem vel, þeir báðu aldrei um að fá að vera danskir. Og á áttunda áratug síðustu aldar hófst svo loksins ferðalag handritanna heim til Íslands. Hér var handrit bókarinnar geymt á Árnastofnun, bak við stóra og þunga hurð, þar sem hita- og rakastig eru löguð að þörfum gamalla handrita eins og þessa. Nýlega fór ég svo með þetta litla handrit á Eyrarbakka, þar sem það er til sýnis. Þannig er ég orðin liður í mikilvægri ferð bókarinnar heim. Mér er það mikill heiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek Skoðun
Óvænt stóð ég og handfjatlaði forna skinnbók, nánar tiltekið frá því um 1300. Fallegt lítið handrit, sem fjallar um jafn þurrt efni og skáldskaparfræði. Bókin kennir það hvernig túlka skuli gamlar sögur og ljóð. En það er ekki það sem ég á að gera. Það er heldur ekki það sem pistillinn á að fjalla um. Hann á að fjalla um ævintýralegt ferðalag litlu bókarinnar og það hvers vegna ég stóð með hana í höndunum. Ég var beðin um að taka bókina í fóstur og færa hana aftur heim til Eyrarbakka. Þar fannst hún á bóndabæ árið 1691. Árni Magnússon fór hringinn og keypti fullt af handritum, þar á meðal þessa bók. Hann hafði efni á handritunum vegna þess að eiginkona hans, Mette Jensdatter, var auðug. Halldór Laxness skrifaði um Mette að hún hefði verið ljót kona. En þar sem ekki er til mynd af henni gæti hún vel hafa verið glæsileg dönsk kona, kannski ekki ósvipuð mér, sem gaf peningana sína í gott málefni, nefnilega að hjálpa Árna. Hann tók bókina með sér til Kaupmannahafnar, þar sem henni var komið fyrir í bókasafninu hans, þar til Kaupmannahöfn brann 1728. Bókinni var sem betur fer bjargað og var eftir þetta geymd í mörg ár í öryggi danska skjalasafnsins fyrir miðaldahandrit. Þar til Íslendingar skyndilega heimtuðu allt aftur. Danir voru nú ekki mjög hrifnir af þessu – þeim þótti þetta líka vera þeirra fortíð. En Íslendingar voru harðákveðnir, sem maður skilur svo sem vel, þeir báðu aldrei um að fá að vera danskir. Og á áttunda áratug síðustu aldar hófst svo loksins ferðalag handritanna heim til Íslands. Hér var handrit bókarinnar geymt á Árnastofnun, bak við stóra og þunga hurð, þar sem hita- og rakastig eru löguð að þörfum gamalla handrita eins og þessa. Nýlega fór ég svo með þetta litla handrit á Eyrarbakka, þar sem það er til sýnis. Þannig er ég orðin liður í mikilvægri ferð bókarinnar heim. Mér er það mikill heiður.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun