Hver ber ábyrgð á börnunum? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. júní 2013 06:00 Átta ára drengur er að leik í frímínútum í skólanum og fær þá hugmynd að príla upp á vegg sem skilur að skólalóð og kirkjulóð. Drengurinn verður fyrir því óhappi að detta af veggnum úr tveggja metra hæð, hlýtur af því áverka og í kjölfarið varanlega örorku. Slysið á sér stað á skólatíma og sem betur fer er skólinn tryggður… eða hvað? Fær drengurinn greiddar skaðabætur? Svarið er nei.Skaðabótaréttur barna Atvikið sem lýst er hér að ofan átti sér raunverulega stað og nýverið var tryggingafélagið VÍS sýknað af bótakröfu þessa 8 ára drengs. Foreldrarnir töldu að skólanum hefði láðst að tryggja öryggi drengsins með því að setja ekki girðingu á vegginn og að ekki hefði verið haft nægilegt eftirlit með drengnum sem leiddi til þess að hann varð fyrir tjóninu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þá röksemdafærslu og segir m.a. í niðurstöðu dómsins að eftir því sem börn eldist minnki nauðsyn þess að fylgjast stöðugt með þeim og það gildi ekki síður um skólann. Einnig var vísað í vitnisburð móður þar sem hún upplýsti að drengurinn gengi gjarnan heim sjálfur úr skólanum og virðist niðurstaða dómsins m.a. byggja á þeirri staðreynd. Varð niðurstaðan því sú að drengnum var sjálfum gert að bera skaðann af tjóninu. Hverra hagsmunir eru hér í fyrirrúmi?Slys á skólatíma Nemandi er samkvæmt grunnskólalögum á ábyrgð skólans meðan á daglegum starfstíma skólans stendur, þegar hann tekur þátt í skipulögðu skólastarfi innan skólans, á skólalóð eða í ferðum á vegum skólans. Miðað við fyrrnefndan dóm virðist þó einkum horft til staðsetningar barnsins og hegðunar foreldra, þ.e. foreldrar drengsins treystu honum til að ganga heim úr skólanum. Eiga þá réttindi átta ára barns að grundvallast á því hvar þau eru nákvæmlega staðsett og/eða hvaða ákvarðanir foreldrar þeirra taka? Hefði það breytt einhverju ef móðirin hefði staðhæft að drengurinn væri sóttur á hverjum degi? Hvað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og jafnan rétt barna? Er eðlilegt að ung börn geti borið skaða af tjóni eða jafnvel orðið skaðabótaskyld? Hefur það ekkert að segja að slysið átti sér stað í frímínútum á skólatíma? Hvað um eftirlit á skólatíma? Hver ber í raun ábyrgð á börnum á skólatíma? Á Íslandi er skólaskylda frá 6 til 16 ára aldurs. Foreldrar hafa ekki val um að senda börn sín í grunnskóla, þeim ber að gera það. Eðlilega. En ber þá ekki skólum og sveitarfélögum að fylgjast með börnunum á skólatíma og tryggja öryggi þeirra eftir fremsta megni? Vissulega. Þrátt fyrir þann almenna skilning virðist raunin vera sú að þessi ábyrgð sé túlkunaratriði, a.m.k. ef litið er til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Við niðurskurðinn 2008 var m.a. skorið verulega niður í gæslu í frímínútum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að einelti á sér helst stað á skólagöngum og í frímínútum og einnig eru meiri líkur á að börn slasi sig í frjálsum leik við minna eftirlit. Samt sem áður er þetta látið viðgangast.Öryggi og aðbúnaður skólabarna Sveitarfélög bera ábyrgð á búnaði grunnskóla, mati og eftirliti og ber skólum að tryggja nemendum öryggi. Til er reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða (nr.942/2002) og ber sveitarfélögum að hlíta henni. Auk þess að hafa eftirlit með leiktækjum og leiksvæði er mikilvægt að merkja vel skólalóðina eða í það minnsta fræða börn um hvar mörkin liggja. Í ljósi ofangreindra atburða er ástæða til að skerpa betur á þessu í reglugerð og mikilvægt fyrir foreldra og foreldrafélög að sýna hér aðhald með því að óska eftir gögnum og upplýsingum, benda á það sem betur má fara og almennt fylgjast vel með. Þar sem ábyrgð skóla og tryggingarfélaga virðist vera túlkunaratriði og ábyrgð á skólatíma að einhverju leyti teygjanlegt hugtak er enn mikilvægara en áður að foreldrar beiti þrýstingi. Í raun ætti að vera lágmarksviðmið í grunnskólalögum um ásættanlega gæslu – það er ekki til staðar. Sama gildir um leikskólana og ef við færum okkur yfir í frístundaheimilin þá er staðan enn verri. Þar gilda í raun engin lög og reglur fyrir utan almenna skaðabótaábyrgð!Skóli án aðgreiningar Við uppkvaðningu dóma er horft til þess hvaða fordæmi eru gefin. Hvaða fordæmisgildi hefur umræddur dómur fyrir foreldra á Íslandi? Geta þeir ekki treyst því að skólinn beri ábyrgð á grunnskólabörnum á skólatíma? Þurfa þeir að endurskoða sínar venjur með tilliti til réttarstöðu barnsins, svona ef óhapp skyldi eiga sér stað? Nú vinna íslensk menntayfirvöld eftir skólastefnunni „Skóli án aðgreiningar“ sem þýðir í raun skóli fyrir alla. Því fer fjölbreytt flóra grunnskólabarna í frímínútur á degi hverjum og því enn mikilvægara að allur aðbúnaður og eftirlit sé eins og best verður á kosið, óháð atgervi barna og venjum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Átta ára drengur er að leik í frímínútum í skólanum og fær þá hugmynd að príla upp á vegg sem skilur að skólalóð og kirkjulóð. Drengurinn verður fyrir því óhappi að detta af veggnum úr tveggja metra hæð, hlýtur af því áverka og í kjölfarið varanlega örorku. Slysið á sér stað á skólatíma og sem betur fer er skólinn tryggður… eða hvað? Fær drengurinn greiddar skaðabætur? Svarið er nei.Skaðabótaréttur barna Atvikið sem lýst er hér að ofan átti sér raunverulega stað og nýverið var tryggingafélagið VÍS sýknað af bótakröfu þessa 8 ára drengs. Foreldrarnir töldu að skólanum hefði láðst að tryggja öryggi drengsins með því að setja ekki girðingu á vegginn og að ekki hefði verið haft nægilegt eftirlit með drengnum sem leiddi til þess að hann varð fyrir tjóninu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þá röksemdafærslu og segir m.a. í niðurstöðu dómsins að eftir því sem börn eldist minnki nauðsyn þess að fylgjast stöðugt með þeim og það gildi ekki síður um skólann. Einnig var vísað í vitnisburð móður þar sem hún upplýsti að drengurinn gengi gjarnan heim sjálfur úr skólanum og virðist niðurstaða dómsins m.a. byggja á þeirri staðreynd. Varð niðurstaðan því sú að drengnum var sjálfum gert að bera skaðann af tjóninu. Hverra hagsmunir eru hér í fyrirrúmi?Slys á skólatíma Nemandi er samkvæmt grunnskólalögum á ábyrgð skólans meðan á daglegum starfstíma skólans stendur, þegar hann tekur þátt í skipulögðu skólastarfi innan skólans, á skólalóð eða í ferðum á vegum skólans. Miðað við fyrrnefndan dóm virðist þó einkum horft til staðsetningar barnsins og hegðunar foreldra, þ.e. foreldrar drengsins treystu honum til að ganga heim úr skólanum. Eiga þá réttindi átta ára barns að grundvallast á því hvar þau eru nákvæmlega staðsett og/eða hvaða ákvarðanir foreldrar þeirra taka? Hefði það breytt einhverju ef móðirin hefði staðhæft að drengurinn væri sóttur á hverjum degi? Hvað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og jafnan rétt barna? Er eðlilegt að ung börn geti borið skaða af tjóni eða jafnvel orðið skaðabótaskyld? Hefur það ekkert að segja að slysið átti sér stað í frímínútum á skólatíma? Hvað um eftirlit á skólatíma? Hver ber í raun ábyrgð á börnum á skólatíma? Á Íslandi er skólaskylda frá 6 til 16 ára aldurs. Foreldrar hafa ekki val um að senda börn sín í grunnskóla, þeim ber að gera það. Eðlilega. En ber þá ekki skólum og sveitarfélögum að fylgjast með börnunum á skólatíma og tryggja öryggi þeirra eftir fremsta megni? Vissulega. Þrátt fyrir þann almenna skilning virðist raunin vera sú að þessi ábyrgð sé túlkunaratriði, a.m.k. ef litið er til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Við niðurskurðinn 2008 var m.a. skorið verulega niður í gæslu í frímínútum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að einelti á sér helst stað á skólagöngum og í frímínútum og einnig eru meiri líkur á að börn slasi sig í frjálsum leik við minna eftirlit. Samt sem áður er þetta látið viðgangast.Öryggi og aðbúnaður skólabarna Sveitarfélög bera ábyrgð á búnaði grunnskóla, mati og eftirliti og ber skólum að tryggja nemendum öryggi. Til er reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða (nr.942/2002) og ber sveitarfélögum að hlíta henni. Auk þess að hafa eftirlit með leiktækjum og leiksvæði er mikilvægt að merkja vel skólalóðina eða í það minnsta fræða börn um hvar mörkin liggja. Í ljósi ofangreindra atburða er ástæða til að skerpa betur á þessu í reglugerð og mikilvægt fyrir foreldra og foreldrafélög að sýna hér aðhald með því að óska eftir gögnum og upplýsingum, benda á það sem betur má fara og almennt fylgjast vel með. Þar sem ábyrgð skóla og tryggingarfélaga virðist vera túlkunaratriði og ábyrgð á skólatíma að einhverju leyti teygjanlegt hugtak er enn mikilvægara en áður að foreldrar beiti þrýstingi. Í raun ætti að vera lágmarksviðmið í grunnskólalögum um ásættanlega gæslu – það er ekki til staðar. Sama gildir um leikskólana og ef við færum okkur yfir í frístundaheimilin þá er staðan enn verri. Þar gilda í raun engin lög og reglur fyrir utan almenna skaðabótaábyrgð!Skóli án aðgreiningar Við uppkvaðningu dóma er horft til þess hvaða fordæmi eru gefin. Hvaða fordæmisgildi hefur umræddur dómur fyrir foreldra á Íslandi? Geta þeir ekki treyst því að skólinn beri ábyrgð á grunnskólabörnum á skólatíma? Þurfa þeir að endurskoða sínar venjur með tilliti til réttarstöðu barnsins, svona ef óhapp skyldi eiga sér stað? Nú vinna íslensk menntayfirvöld eftir skólastefnunni „Skóli án aðgreiningar“ sem þýðir í raun skóli fyrir alla. Því fer fjölbreytt flóra grunnskólabarna í frímínútur á degi hverjum og því enn mikilvægara að allur aðbúnaður og eftirlit sé eins og best verður á kosið, óháð atgervi barna og venjum foreldra.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun