
Lýðskrum
Staðreyndirnar eru hins vegar þessar: Fyrri ríkisstjórn gekkst fyrir tímabundinni frystingu af þessu tagi upp úr hruninu eða þar til að ætla mætti að þau úrræði sem gripið var til væru farin að koma til framkvæmda. Frystingin var síðan framlengd að minni tillögu.
Allt kjörtímabilið var unnið að því að taka á lánamálunum, nú síðast lánsveðunum, sem kostaði langvinnar og erfiðar samningaviðræður við lífeyrissjóðina en skilaði á endanum árangri.
Almennri niðurfærslu hafnað
Öllum var ljóst að þessi mál yrðu ekki leyst í eitt skipti fyrir öll. Því miður náðist ekki samstaða um almenna niðurfærslu lána eins og Hagsmunasamtök heimilanna kröfðust en það hefði að mínum dómi kallað á að neyðarlögin yrðu látin taka til lánamarkaðarins. Það var okkar ógæfa að fara ekki þá leið í upphafi en gegn henni var andstaða, einkum og sérílagi af hálfu AGS, en einnig var ekki einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að þetta væri rétt.
Smám saman varð mönnum hins vegar ljóst, og endanlega haustið 2010, eftir strangar viðræður við fjármálafyrirtækin, að almenna niðurfærslu myndu þau aldrei fallast á í samkomulagi og hótuðu lögsókn ef þetta yrði reynt með lagasetningu. Enn harðdrægari voru lífeyrissjóðirnir sem veifuðu eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við svo búið var farin sú leið að skattleggja fjármálafyrirtækin og fjármagna þannig að hluta til sérstakar vaxtabætur sem komu til útgreiðslu ofan á almennar vaxtabætur. Þessar stórauknu vaxtabætur komu skuldugu fólki að sjálfsögðu að góðum notum og þyrftu þær að vera viðvarandi eða þar til aðrar lausnir kæmu til sögunnar. Í aðdraganda kosninganna viðraði VG nýja útfærslu hvað þetta varðar án þess þó að sver loforð væru gefin.
Ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu
Öðru máli gegndi um Framsóknarflokkinn. Hann lofaði stórfelldri lækkun á höfuðstól lána. Þegar flokkurinn síðan komst til valda á grundvelli þessara loforða og Sjálfstæðisflokkurinn gekkst inn á þessa nálgun, sköpuðust nýjar aðstæður.
Fyrir fólk sem komið er í greiðsluþrot eða er í þann veginn að missa heimili sitt skiptir sköpum að fá boðaða úrlausn sem allra fyrst, megi það verða til að forða frá heimilismissi eða gjaldþroti. Einnig skal halda því til haga að ákveðin biðstaða myndaðist á fasteignamarkaði og í úrvinnslu greiðsluerfiðleikamála eftir að ríkisstjórnin var mynduð. Ástæðan er m.a. væntingar einstaklinga til þess að fá lausn sinna mála.
Þetta er skýringin á umræddri þingsályktunartillögu sem gengur út á að á meðan úrræði ríkisstjórnarinnar eru í vinnslu verði Íbúðalánasjóði gefin fyrrgreind fyrirmæli og lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum send samsvarandi áskorun.
Oft var farið þess á leit við mig sem innanríkisráðherra að ég stöðvaði dómsmál sem komin voru í ferli án þess að ég hefði til þess nokkra heimild. Ég tel reyndar að menn hafi einblínt um of á dómskerfið en ekki horft til sjálfra gerendanna, það er kröfuhafanna. Það er til þeirra sem lagt er til að nú verði horft.
Trúa ekki orðum ríkisstjórnarinnar
Ef einhverjum finnst þetta vera lýðskrum þá þykir mér það jafngilda yfirlýsingu um að viðkomandi trúi ekki orði af því sem ríkisstjórnin hefur lofað. Ef loforð og heitstrengingar ríkisstjórnarinnar eru bara orðin tóm þá er að sjálfsögðu tómt mál að tala um frestun á aðför.
Ég er hins vegar í hópi þeirra sem vilja trúa því að ríkisstjórnin taki sjálfa sig alvarlega. Ef hún gerir það mun hún sjá skynsemina í því að reyna að telja lánamarkaðinn á að fresta innheimtuaðgerðum og uppboðum þar til ríkisstjórnin er tilbúin með tillögur sínar.
Skoðun

Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu?
Einar Magnússon skrifar

Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar