Bavíanar kasta pílum á spjald Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 28. júní 2013 06:00 Það lá frekar beint við að hefja störf á dagblaði upp úr tvítugu enda hef ég verið fréttafíkill frá því að ég man eftir mér. Á barnsaldri þegar vinir mínir vildu verða atvinnumenn í fótbolta eða rokkstjörnur vildi ég verða eins og gömlu kallarnir í 60 mínútum. Ókei, ég vildi verða atvinnumaður og rokkstjarna en ég vildi líka verða eins og Steve Kroft, ólíkt hinum. „Those stories and Andy Rooney tonight on 60 Minutes.“ Fyrir tilkomu internetsins reikna ég með því að fréttafíkn hafi verið nokkuð viðráðanlegur sjúkdómur. Jújú, menn gátu horft og hlustað á alla fréttatíma, verið áskrifendur að rosalega mörgum blöðum og tímaritum og, hver veit, jafnvel hringt stöku sinnum á ritstjórnir til að spyrja: „Er eitthvað í gangi?“ Tímafrekt en ekki of tímafrekt. Í nútímanum eru engin efri mörk á því hve margra frétta þú getur neytt. Fréttafíkilinn er því fastur í kviksyndi fíknar sinnar og á engrar undankomu auðið. Á hverju augnabliki er þessi blanda af eðlislægri forvitni og óttanum að vera að missa af einhverju (uppskrift fréttafíknar) eins og sverð Damóklesar hangandi yfir honum. Þetta er algjörlega óþolandi ástand. Hvernig er hægt að koma nokkru í verk með allan fróðleik heimsins að kalla á þig? Í nútímanum les fréttafíkill öll blöð og tímarit og hlustar á alla fréttatíma. Þá fyrst byrjar ruglið. Fréttafíkillinn skoðar allar fréttasíður og blogg áður en hann fer á Twitter og fær upplýsingar frá hundruð milljóna manna um allan heim, beint í æð. Venjulegt fólk er komið með rödd og getur miðlað upplýsingum og fréttum beint í stað þess að fara í gegnum fjölmiðla. Hljómar vel, ekki satt? Vandinn er bara sá að netið kallar stundum fram það versta í fólki og þess vegna fyllist Twitter af óstaðfestum fréttum sem ekki er flugufótur fyrir. Ýktasta dæmið eru fréttir um félagaskipti knattspyrnumanna, sem eru endalausar og álíka pottþéttar og lottótölur sem blindfullur bavíani að kasta pílum á spjald gefur þér. Þannig að fréttafíkillinn ver ekki bara allt of miklum tíma í fíknina heldur æsist hann upp oft á dag vegna frétta sem reynast síðan vera rugl. Hver er lausnin? Jú, væntanlega ætti fíkillinn að banna sjálfum sér að verja meiri tíma en til dæmis klukkutíma á dag í fréttalestur og halda sig við traustu miðlana. Skyldi fíklinum takast það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Það lá frekar beint við að hefja störf á dagblaði upp úr tvítugu enda hef ég verið fréttafíkill frá því að ég man eftir mér. Á barnsaldri þegar vinir mínir vildu verða atvinnumenn í fótbolta eða rokkstjörnur vildi ég verða eins og gömlu kallarnir í 60 mínútum. Ókei, ég vildi verða atvinnumaður og rokkstjarna en ég vildi líka verða eins og Steve Kroft, ólíkt hinum. „Those stories and Andy Rooney tonight on 60 Minutes.“ Fyrir tilkomu internetsins reikna ég með því að fréttafíkn hafi verið nokkuð viðráðanlegur sjúkdómur. Jújú, menn gátu horft og hlustað á alla fréttatíma, verið áskrifendur að rosalega mörgum blöðum og tímaritum og, hver veit, jafnvel hringt stöku sinnum á ritstjórnir til að spyrja: „Er eitthvað í gangi?“ Tímafrekt en ekki of tímafrekt. Í nútímanum eru engin efri mörk á því hve margra frétta þú getur neytt. Fréttafíkilinn er því fastur í kviksyndi fíknar sinnar og á engrar undankomu auðið. Á hverju augnabliki er þessi blanda af eðlislægri forvitni og óttanum að vera að missa af einhverju (uppskrift fréttafíknar) eins og sverð Damóklesar hangandi yfir honum. Þetta er algjörlega óþolandi ástand. Hvernig er hægt að koma nokkru í verk með allan fróðleik heimsins að kalla á þig? Í nútímanum les fréttafíkill öll blöð og tímarit og hlustar á alla fréttatíma. Þá fyrst byrjar ruglið. Fréttafíkillinn skoðar allar fréttasíður og blogg áður en hann fer á Twitter og fær upplýsingar frá hundruð milljóna manna um allan heim, beint í æð. Venjulegt fólk er komið með rödd og getur miðlað upplýsingum og fréttum beint í stað þess að fara í gegnum fjölmiðla. Hljómar vel, ekki satt? Vandinn er bara sá að netið kallar stundum fram það versta í fólki og þess vegna fyllist Twitter af óstaðfestum fréttum sem ekki er flugufótur fyrir. Ýktasta dæmið eru fréttir um félagaskipti knattspyrnumanna, sem eru endalausar og álíka pottþéttar og lottótölur sem blindfullur bavíani að kasta pílum á spjald gefur þér. Þannig að fréttafíkillinn ver ekki bara allt of miklum tíma í fíknina heldur æsist hann upp oft á dag vegna frétta sem reynast síðan vera rugl. Hver er lausnin? Jú, væntanlega ætti fíkillinn að banna sjálfum sér að verja meiri tíma en til dæmis klukkutíma á dag í fréttalestur og halda sig við traustu miðlana. Skyldi fíklinum takast það?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun