Ekki einu sinni enn Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júlí 2013 00:01 Katrín Ásbjörnsdóttir lendir í því í þriðja sinn á ferlinum að missa af landsliðsverkefni vegna meiðsla sem koma fram korteri fyrir mót. Mynd/Daníel Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þór/KA, fékk þær slæmu fréttir á þriðjudaginn að hún myndi missa af lokakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Svíþjóð síðar í júlí. Í hennar stað kemur Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni. Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir lokakeppnina. Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig og ég í raun trúi þessu ekki enn þá,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég lenti í samstuði við Þórdísi Hrönn [Sigfúsdóttur, leikmann Breiðabliks] á þriðjudaginn fyrir viku og ég hvíldi því tvo næstu leiki til þess að vera klár fyrir EM. Ég var að reyna komast fyrir boltann þegar ég fæ spark í kálfann og þar sem ég var það stöðug þá vilja læknarnir meina að brjósk og bein hafi farið illa saman.“Kölluð til í myndatöku Læknar íslenska landsliðsins í knattspyrnu vildu fá leikmanninn til Reykjavíkur í myndatöku þar sem útlitið var orðið nokkuð dökkt fyrir Katrínu. „Ég fór í myndatöku á þriðjudaginn og þá kom í ljós það sem maður óttaðist mest. Þar kom fram að ég er með beinmar í ökkla. Þetta eru þannig meiðsli að ég má akkúrat ekkert gera. Ef ég æfi í þessu ástandi mun þetta versna og gæti haft áhrif á feril minn sem knattspyrnukona. Ég verð því frá í fjórar vikur og má í raun lítið gera á þeim tíma, annað en að vera í sundi.“ Katrín fékk síðan símtalið sem hún hafði óttast. „Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari] hringdi í mig seinnipartinn á þriðjudag og sagði mér að ég myndi missa af lokakeppninni út af beinmari og vökva í liðböndum.“ Katrín hefur áður lent í því að missa af landsliðsverkefnum vegna meiðsla. „Á Algarve-mótinu í fyrra tognaði ég á liðbandi í hné á síðustu æfingu landsliðsins fyrir fyrsta leik og var þá send heim. Ég hef einnig lent í því að missa af Evrópumótinu í U-19 ára landsliðinu þegar ég tognaði aftan í læri rétt fyrir mót. Ég er orðin alveg rosalega þreytt á þessu.“Í sínu besta formi Katrín hefur leikið sérstaklega vel fyrir Þór/KA á tímabilinu og var við það að finna sitt allra besta form. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli og maður hreinlega trúir þessu ekki. Ég var búin að vinna mér inn sæti í landsliðinu og það hefur kostað mig blóð, svita og tár. Í vetur æfði ég mikið til að komast í þetta form. Ég átti sannarlega skilið að vera valin í landsliðið. Ég hef engin orð til að lýsa vonbrigðunum“. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Þór/KA, fékk þær slæmu fréttir á þriðjudaginn að hún myndi missa af lokakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Svíþjóð síðar í júlí. Í hennar stað kemur Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni. Breytingin er gerð með þeim fyrirvara að UEFA samþykki beiðni KSÍ um að taka inn nýjan leikmann fyrir lokakeppnina. Breytingar á þeim 23ja manna lista sem var sendur UEFA 1. júlí síðastliðinn eru háðar samþykki læknanefndar UEFA. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig og ég í raun trúi þessu ekki enn þá,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég lenti í samstuði við Þórdísi Hrönn [Sigfúsdóttur, leikmann Breiðabliks] á þriðjudaginn fyrir viku og ég hvíldi því tvo næstu leiki til þess að vera klár fyrir EM. Ég var að reyna komast fyrir boltann þegar ég fæ spark í kálfann og þar sem ég var það stöðug þá vilja læknarnir meina að brjósk og bein hafi farið illa saman.“Kölluð til í myndatöku Læknar íslenska landsliðsins í knattspyrnu vildu fá leikmanninn til Reykjavíkur í myndatöku þar sem útlitið var orðið nokkuð dökkt fyrir Katrínu. „Ég fór í myndatöku á þriðjudaginn og þá kom í ljós það sem maður óttaðist mest. Þar kom fram að ég er með beinmar í ökkla. Þetta eru þannig meiðsli að ég má akkúrat ekkert gera. Ef ég æfi í þessu ástandi mun þetta versna og gæti haft áhrif á feril minn sem knattspyrnukona. Ég verð því frá í fjórar vikur og má í raun lítið gera á þeim tíma, annað en að vera í sundi.“ Katrín fékk síðan símtalið sem hún hafði óttast. „Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari] hringdi í mig seinnipartinn á þriðjudag og sagði mér að ég myndi missa af lokakeppninni út af beinmari og vökva í liðböndum.“ Katrín hefur áður lent í því að missa af landsliðsverkefnum vegna meiðsla. „Á Algarve-mótinu í fyrra tognaði ég á liðbandi í hné á síðustu æfingu landsliðsins fyrir fyrsta leik og var þá send heim. Ég hef einnig lent í því að missa af Evrópumótinu í U-19 ára landsliðinu þegar ég tognaði aftan í læri rétt fyrir mót. Ég er orðin alveg rosalega þreytt á þessu.“Í sínu besta formi Katrín hefur leikið sérstaklega vel fyrir Þór/KA á tímabilinu og var við það að finna sitt allra besta form. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í á mínum ferli og maður hreinlega trúir þessu ekki. Ég var búin að vinna mér inn sæti í landsliðinu og það hefur kostað mig blóð, svita og tár. Í vetur æfði ég mikið til að komast í þetta form. Ég átti sannarlega skilið að vera valin í landsliðið. Ég hef engin orð til að lýsa vonbrigðunum“.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira