Mikið púsluspil Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2013 08:00 Þórey Rósa og Einar Ingi verða í eldlínunni í Noregi á næsta ári en parið hefur samið við sitthvort úrvalsdeildarfélagið. Mynd/Valli Parið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á leið til Noregs. Einar Ingi mun leika með ØIF Arendal sem hafnaði í sjötta sæti deildarkeppninnar í fyrra en komst alla leið í lokaúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Elverum. Arendal keppir því í EHF-bikarnum á næstu leiktíð. Þórey Rósa samdi við Våg Vipers sem hafnaði einnig í sjötta sæti í úrvalsdeild kvenna en komst ekki lengra í úrslitakeppninni. Bæði léku þau síðast í Danmörku þar sem Einar Ingi var á mála hjá Mors-Thy og Þórey Rósa hjá Team Tvis Holstebro. Þau gera bæði tveggja ára samning við félögin með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Við fórum bæði til Noregs til að skoða aðstæður hjá liðunum og þær voru til fyrirmyndar á báðum stöðum,“ segir Einar Ingi Hrafnsson í samtali við Fréttablaðið. „Liðin eru bæði með glænýjar hallir og allt til alls á svæðinu.“ Einar Ingi fer í lið sem fór alla leið í úrslitaviðureignina á síðasta tímabili. „Þau markmið sem ég hef fengið að heyra frá þjálfaranum eru einföld, hann vill að liðið bæti sig. Það er ekki gerð nein sérstök krafa á titla hjá Arendal, en sem íþróttamaður stefnir maður alltaf á slíkt. Norska deildin er að styrkjast mikið og menn að snúa til baka úr atvinnumennsku til að spila í sínu heimalandi. Liðið ætlar að vera í toppbaráttu á næsta tímabili.“Vildu vera áfram í Danmörku Handboltaparið flytur nú frá Danmörku til Noregs. „Við hefðum í raun viljað vera áfram í Danmörku. Þar eru fullt af góðum karla- og kvennaliðum en það hefur kostað okkur mikinn tíma og vinnu að ná þessu öllu saman. Við viljum búa saman en á sama tíma spila í liði í hæsta gæðaflokki og það getur verið erfitt að ná því fram. Það kom alveg fyrir að lið sýndu mér kannski áhuga en þá var ekkert kvennalið nálægt því svæði og öfugt. Við erum því mjög ánægð með þessa niðurstöðu.“ Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro á síðasta ári, en er hún að fara í slakara lið? „Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni og það virðist vera mikil uppbygging hjá liðinu,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir. „Ég er samt sem áður ekki á leiðinni í lið sem er að fara spila til úrslita í Evrópukeppni og það má því alveg líta á það þannig að þetta sé örlítið skref niður á við en norski kvennahandboltinn er samt gríðarlega vel metinn í heiminum. Þetta verða bara aðeins öðruvísi verkefni. Ég stefni klárlega að því að vera áfram í jafn góðu formi sem leikmaður og ef eitthvað bæta mig enn meira.“Þriðja tungumálið „Það var auðvitað leiðinlegt að kveðja Danmörku og liðið en sem betur fer gat ég gert það með góðri samvisku. Eftir svona frábært tímabil getur maður farið sáttur frá borði.“ Getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp þegar báðir aðilar eru atvinnumenn í handbolta. „Við viljum bæði vera í hæsta gæðaflokki og höfum okkar kröfur og metnað en það gerir þetta ótrúlega erfitt og mikið púsluspil. Undanfarin ár höfum við aftur á móti verið rosalega heppin í þessum málum og vonandi gengur allt upp hjá okkur á ný. Okkur langaði samt sem áður að halda áfram að vera í Danmörku, við einfaldlega nenntum ekki að fara læra þriðja tungumálið,“ segir Þórey spaugileg. Parið talar í dag þýsku og dönsku og nú bætist norskan við. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Parið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á leið til Noregs. Einar Ingi mun leika með ØIF Arendal sem hafnaði í sjötta sæti deildarkeppninnar í fyrra en komst alla leið í lokaúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Elverum. Arendal keppir því í EHF-bikarnum á næstu leiktíð. Þórey Rósa samdi við Våg Vipers sem hafnaði einnig í sjötta sæti í úrvalsdeild kvenna en komst ekki lengra í úrslitakeppninni. Bæði léku þau síðast í Danmörku þar sem Einar Ingi var á mála hjá Mors-Thy og Þórey Rósa hjá Team Tvis Holstebro. Þau gera bæði tveggja ára samning við félögin með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Við fórum bæði til Noregs til að skoða aðstæður hjá liðunum og þær voru til fyrirmyndar á báðum stöðum,“ segir Einar Ingi Hrafnsson í samtali við Fréttablaðið. „Liðin eru bæði með glænýjar hallir og allt til alls á svæðinu.“ Einar Ingi fer í lið sem fór alla leið í úrslitaviðureignina á síðasta tímabili. „Þau markmið sem ég hef fengið að heyra frá þjálfaranum eru einföld, hann vill að liðið bæti sig. Það er ekki gerð nein sérstök krafa á titla hjá Arendal, en sem íþróttamaður stefnir maður alltaf á slíkt. Norska deildin er að styrkjast mikið og menn að snúa til baka úr atvinnumennsku til að spila í sínu heimalandi. Liðið ætlar að vera í toppbaráttu á næsta tímabili.“Vildu vera áfram í Danmörku Handboltaparið flytur nú frá Danmörku til Noregs. „Við hefðum í raun viljað vera áfram í Danmörku. Þar eru fullt af góðum karla- og kvennaliðum en það hefur kostað okkur mikinn tíma og vinnu að ná þessu öllu saman. Við viljum búa saman en á sama tíma spila í liði í hæsta gæðaflokki og það getur verið erfitt að ná því fram. Það kom alveg fyrir að lið sýndu mér kannski áhuga en þá var ekkert kvennalið nálægt því svæði og öfugt. Við erum því mjög ánægð með þessa niðurstöðu.“ Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro á síðasta ári, en er hún að fara í slakara lið? „Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni og það virðist vera mikil uppbygging hjá liðinu,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir. „Ég er samt sem áður ekki á leiðinni í lið sem er að fara spila til úrslita í Evrópukeppni og það má því alveg líta á það þannig að þetta sé örlítið skref niður á við en norski kvennahandboltinn er samt gríðarlega vel metinn í heiminum. Þetta verða bara aðeins öðruvísi verkefni. Ég stefni klárlega að því að vera áfram í jafn góðu formi sem leikmaður og ef eitthvað bæta mig enn meira.“Þriðja tungumálið „Það var auðvitað leiðinlegt að kveðja Danmörku og liðið en sem betur fer gat ég gert það með góðri samvisku. Eftir svona frábært tímabil getur maður farið sáttur frá borði.“ Getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp þegar báðir aðilar eru atvinnumenn í handbolta. „Við viljum bæði vera í hæsta gæðaflokki og höfum okkar kröfur og metnað en það gerir þetta ótrúlega erfitt og mikið púsluspil. Undanfarin ár höfum við aftur á móti verið rosalega heppin í þessum málum og vonandi gengur allt upp hjá okkur á ný. Okkur langaði samt sem áður að halda áfram að vera í Danmörku, við einfaldlega nenntum ekki að fara læra þriðja tungumálið,“ segir Þórey spaugileg. Parið talar í dag þýsku og dönsku og nú bætist norskan við.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira