Um afturgengna eftirþanka Þorsteinn Pálsson skrifar 6. júlí 2013 07:00 Eins og aðrir stjórnmálaflokkar auðveldar Framsóknarflokkurinn mönnum aðgang að heimasíðu sinni með því að slá inn skammstöfunina XB. Reyndar er flokkurinn ekki nefndur í yfirskrift eða fyrirsögnum á síðunni með öðru móti en þessari skammstöfun eða styttingunni Framsókn. Forsætisráðherra sagði á dögunum að óþarft væri að svara skammstöfunum þegar hann var beðinn um andmæli við þungri hagfræðilegri gagnrýni innlendra og erlendra stofnana á stærsta kosningaloforð allra tíma. Þetta var ugglaust hótfyndni. Hún virkar oft eins og þungavigt á flokksfundum en fellur tíðum niður í fjaðurvigt í búð reynslunnar. Fyrrverandi forsætisráðherra leit á háskólasamfélagið sem fílabeinsturn en ekki þekkingarbrunn í almannaþágu. Fyrir þá sök mátti ekki leggja sjónarmið sem þaðan komu um stjórnarskrárbreytingar til grundvallar umræðu á Alþingi. Þar var um að ræða rökþrot sem snúið var upp í hroka. Hann reyndist vera eitt af síðustu fótakeflum þeirrar stjórnar. Nýi forsætisráðherrann byrjar að þessu leyti eins og sá fyrri endaði. Það fer vonandi ekki á sama veg; en er þó ekki góðs viti. Nýja skýrslan um Íbúðalánasjóð sýnir 270 milljarða króna reikning til skattgreiðenda. Það er jafnhár reikningur og skattgreiðendur fengu frá Seðlabankanum fyrir fjórum árum. Ályktunin sem forsætisráðherra lýsti á Alþingi sem mestu ráðstöfun er nokkur þjóð í heiminum öllum hefur gert fyrir heimili hljóðar síðan upp á sömu fjárhæð. En hver er hagur þeirrar þjóðar sem lýtur svo stórhuga forystu? Hún er í þeim hópi sem mest skuldar. Fyrir skýrsluna um Íbúðalánasjóð höfðu skattgreiðendurnir þegar fengið næsthæsta reikning allra þjóða fyrir aðgerðir vegna „óreiðumanna“ í fjármálastofnunum. Að óbreyttu hrekkur aflafé hennar ekki fyrir fullum endurgreiðslum af erlendum lánum. Framleiðnin í þjóðarbúskapnum er svo á plani með Grikklandi.Hvaða lærdóm á að draga? Félagsmálaráðherra segir að íbúðalánasjóðsskýrslan komi að bestum notum dragi menn af henni lærdóm. Það er kórrétt. Skýrslan ber það með sér að ábyrgðin var svo dreifð að pólitískt uppgjör við einn flokk eða einstaka menn skilar engu nema haldlitlu hnútukasti. En hvaða lærdóm má þá af henni draga? Kveikja ófaranna var kosningaloforð sem gefið var af heilum hug til að bæta hag heimila. Allt bankakerfið og yfirstjórn peningamálanna kemur við sögu í framhaldinu. Þegar til kastanna kom færðist þjóðin hins vegar meir í fang á þessu sviði en hún hafði efni á. Þá var ríkissjóður þó að greiða niður skuldir. Nú fara níutíu milljarðar króna í vaxtagreiðslur árlega. Er unnt að draga einhvern annan og meiri lærdóm en þann að ein skuldugasta þjóð í heimi þurfi að hugsa sig tvisvar um áður en hún stofnar nýjan sjóð fyrir mestu aðgerð í þágu húseigenda í heiminum öllum? Það fólust ekki áform um efnahagsáfall í loforðinu frá 2003. En það endaði á þann veg. Á sama hátt fylgir ekki ráðagerðinni um nýja sjóðinn ætlun um annað efnahagsáfall. En getur einhver skellt skollaeyrum við aðvörunum eftir skýrsluna um Íbúðalánasjóð? Hyggst félagsmálaráðherra gera það?Hvað kaus þjóðin? Því er haldið fram að forysta Framsóknarflokksins geti ekki hlustað á aðvaranir sakir þess að þjóðin hafi kosið þetta mikla loforð. Það er hæpin fullyrðing. Eftir að loforðið um heimsins mestu aðgerð í húsnæðismálum án kostnaðar fyrir skattgreiðendur var gefið fóru tíu hundraðshlutar kjósenda yfir á Framsóknarflokkinn. Flokkar sem gáfu svipuð loforð en náðu ekki mönnum á þing fengu um fimm af hundraði atkvæðanna. Hinn hlutinn, áttatíu og fimm hundraðshlutar kjósenda, þarf ekki að hafa verið á móti. En hann lét önnur málefni vega þyngra. Fyrrum leituðu flokkar einkum í átt að miðjunni eftir jaðarfylgi. Nú leita þeir fremur eftir kviku fylgi úr öllum áttum. Lítill minnihluti kjósenda getur sveiflað meirihluta á Alþingi. En það er andstætt öllum lýðræðislegum skilningi að lítill kvikur minnihluti kjósenda sem fylgir einu afmörkuðu kosningaloforði leysi mikinn meirihluta Alþingis frá þeirri ábyrgð að hafa heildarsýn á þjóðarbúskapinn. Þó að Framsóknarflokkurinn hafi fengið sterka taflstöðu getur verið óhyggilegt að þvinga aðra flokka til athafna sem ekki hafa kláran meirihlutastuðning kjósenda. Ómálefnalegt væri að gagnálykta út frá hótfyndni forsætisráðherra á þann veg að XB sé marklaus skammstöfun. En hótfyndnin gæti þó orðið að áhrínsorðum. Forsætisráðherra sýndi lærdóm ef hann boðaði nú að þingsályktun um mestu ráðstafanir í heimi yrði endurskoðuð í samræmi við aðvaranir og kröfur um áhættustjórnun í fjármálum. Í fyllingu tímans verður forsjálni meir metin en afturgengnir eftirþankar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Eins og aðrir stjórnmálaflokkar auðveldar Framsóknarflokkurinn mönnum aðgang að heimasíðu sinni með því að slá inn skammstöfunina XB. Reyndar er flokkurinn ekki nefndur í yfirskrift eða fyrirsögnum á síðunni með öðru móti en þessari skammstöfun eða styttingunni Framsókn. Forsætisráðherra sagði á dögunum að óþarft væri að svara skammstöfunum þegar hann var beðinn um andmæli við þungri hagfræðilegri gagnrýni innlendra og erlendra stofnana á stærsta kosningaloforð allra tíma. Þetta var ugglaust hótfyndni. Hún virkar oft eins og þungavigt á flokksfundum en fellur tíðum niður í fjaðurvigt í búð reynslunnar. Fyrrverandi forsætisráðherra leit á háskólasamfélagið sem fílabeinsturn en ekki þekkingarbrunn í almannaþágu. Fyrir þá sök mátti ekki leggja sjónarmið sem þaðan komu um stjórnarskrárbreytingar til grundvallar umræðu á Alþingi. Þar var um að ræða rökþrot sem snúið var upp í hroka. Hann reyndist vera eitt af síðustu fótakeflum þeirrar stjórnar. Nýi forsætisráðherrann byrjar að þessu leyti eins og sá fyrri endaði. Það fer vonandi ekki á sama veg; en er þó ekki góðs viti. Nýja skýrslan um Íbúðalánasjóð sýnir 270 milljarða króna reikning til skattgreiðenda. Það er jafnhár reikningur og skattgreiðendur fengu frá Seðlabankanum fyrir fjórum árum. Ályktunin sem forsætisráðherra lýsti á Alþingi sem mestu ráðstöfun er nokkur þjóð í heiminum öllum hefur gert fyrir heimili hljóðar síðan upp á sömu fjárhæð. En hver er hagur þeirrar þjóðar sem lýtur svo stórhuga forystu? Hún er í þeim hópi sem mest skuldar. Fyrir skýrsluna um Íbúðalánasjóð höfðu skattgreiðendurnir þegar fengið næsthæsta reikning allra þjóða fyrir aðgerðir vegna „óreiðumanna“ í fjármálastofnunum. Að óbreyttu hrekkur aflafé hennar ekki fyrir fullum endurgreiðslum af erlendum lánum. Framleiðnin í þjóðarbúskapnum er svo á plani með Grikklandi.Hvaða lærdóm á að draga? Félagsmálaráðherra segir að íbúðalánasjóðsskýrslan komi að bestum notum dragi menn af henni lærdóm. Það er kórrétt. Skýrslan ber það með sér að ábyrgðin var svo dreifð að pólitískt uppgjör við einn flokk eða einstaka menn skilar engu nema haldlitlu hnútukasti. En hvaða lærdóm má þá af henni draga? Kveikja ófaranna var kosningaloforð sem gefið var af heilum hug til að bæta hag heimila. Allt bankakerfið og yfirstjórn peningamálanna kemur við sögu í framhaldinu. Þegar til kastanna kom færðist þjóðin hins vegar meir í fang á þessu sviði en hún hafði efni á. Þá var ríkissjóður þó að greiða niður skuldir. Nú fara níutíu milljarðar króna í vaxtagreiðslur árlega. Er unnt að draga einhvern annan og meiri lærdóm en þann að ein skuldugasta þjóð í heimi þurfi að hugsa sig tvisvar um áður en hún stofnar nýjan sjóð fyrir mestu aðgerð í þágu húseigenda í heiminum öllum? Það fólust ekki áform um efnahagsáfall í loforðinu frá 2003. En það endaði á þann veg. Á sama hátt fylgir ekki ráðagerðinni um nýja sjóðinn ætlun um annað efnahagsáfall. En getur einhver skellt skollaeyrum við aðvörunum eftir skýrsluna um Íbúðalánasjóð? Hyggst félagsmálaráðherra gera það?Hvað kaus þjóðin? Því er haldið fram að forysta Framsóknarflokksins geti ekki hlustað á aðvaranir sakir þess að þjóðin hafi kosið þetta mikla loforð. Það er hæpin fullyrðing. Eftir að loforðið um heimsins mestu aðgerð í húsnæðismálum án kostnaðar fyrir skattgreiðendur var gefið fóru tíu hundraðshlutar kjósenda yfir á Framsóknarflokkinn. Flokkar sem gáfu svipuð loforð en náðu ekki mönnum á þing fengu um fimm af hundraði atkvæðanna. Hinn hlutinn, áttatíu og fimm hundraðshlutar kjósenda, þarf ekki að hafa verið á móti. En hann lét önnur málefni vega þyngra. Fyrrum leituðu flokkar einkum í átt að miðjunni eftir jaðarfylgi. Nú leita þeir fremur eftir kviku fylgi úr öllum áttum. Lítill minnihluti kjósenda getur sveiflað meirihluta á Alþingi. En það er andstætt öllum lýðræðislegum skilningi að lítill kvikur minnihluti kjósenda sem fylgir einu afmörkuðu kosningaloforði leysi mikinn meirihluta Alþingis frá þeirri ábyrgð að hafa heildarsýn á þjóðarbúskapinn. Þó að Framsóknarflokkurinn hafi fengið sterka taflstöðu getur verið óhyggilegt að þvinga aðra flokka til athafna sem ekki hafa kláran meirihlutastuðning kjósenda. Ómálefnalegt væri að gagnálykta út frá hótfyndni forsætisráðherra á þann veg að XB sé marklaus skammstöfun. En hótfyndnin gæti þó orðið að áhrínsorðum. Forsætisráðherra sýndi lærdóm ef hann boðaði nú að þingsályktun um mestu ráðstafanir í heimi yrði endurskoðuð í samræmi við aðvaranir og kröfur um áhættustjórnun í fjármálum. Í fyllingu tímans verður forsjálni meir metin en afturgengnir eftirþankar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun