Kosmískir kraftar Halldór Halldórsson skrifar 18. júlí 2013 07:00 Reykingafólk er varnarlausasti hópur þjóðfélagsins. Það er án málsvara. Það hata það allir. Það sættir sig við allt sem hinir ákveða. Reykingaaðstaða færist fjær húsakynnum, rettur hækka í verði og nú á að banna mentólsígarettur. Enginn segir neitt við því – einhverjir Danir umluðu, það var hlegið að þeim. Einu sinni þótti töff að reykja – núna þykir töff að hlaupa. Það þótti töff því reykingar undirstrika ákveðið æðruleysi – þeir sem reykja óttast ekki dauðann. Það var undirstaðan í töffaramennsku. Í dag er enginn svalur nema hann óttist dauðann stöðugt og geri allt til að fresta heimsókn sláttumannsins. Í stað þess að nota hádegishléin í að maula á hamborgara og sjúga eldrauða Winston þá borðar fólk salat og hleypur eins og það haldi að dauðinn eigi ekki par af Nike Free Run. Sjálfum þótti mér ágætt að losna við reykinn af börum bæjarins en ég get ekki skilið af hverju það má ekki starfrækja bar þar sem má reykja. Hvað kemur það ríkinu við? Reykingabönn eru heldur ekki næstum jafn útbreidd og okkur er talin trú um. Það má enn þá reykja að vild í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Í Rússlandi eru mannréttindi brotin á degi hverjum en eitt vita þeir, daginn sem þeir banna reykingar verður Kreml jöfnuð við jörðu. Sviss, Rúmenía, Tékkland, Þýskaland, rauchen bitte schön, ekki málið. Og 95% landa sem banna reykingar henda samt ekki reykingamönnum út heldur koma yfir þá sérstakri hýsingu. Af minni reynslu er fólk sem reykir undantekningarlaust skemmtilegra og gáfaðra en fólk sem reykir ekki. Líklega af því það sýgur svo mikið súrefni í heilann með hverjum smók. Segjum börnum að þetta sé vibbi en ýtum því ekki svo langt undir yfirborðið að það verði margfalt meira spennandi en það er í raun. Hættum að níðast á skemmtilegu og kláru reykingafólki og höldum áfram að dást að æðruleysinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun
Reykingafólk er varnarlausasti hópur þjóðfélagsins. Það er án málsvara. Það hata það allir. Það sættir sig við allt sem hinir ákveða. Reykingaaðstaða færist fjær húsakynnum, rettur hækka í verði og nú á að banna mentólsígarettur. Enginn segir neitt við því – einhverjir Danir umluðu, það var hlegið að þeim. Einu sinni þótti töff að reykja – núna þykir töff að hlaupa. Það þótti töff því reykingar undirstrika ákveðið æðruleysi – þeir sem reykja óttast ekki dauðann. Það var undirstaðan í töffaramennsku. Í dag er enginn svalur nema hann óttist dauðann stöðugt og geri allt til að fresta heimsókn sláttumannsins. Í stað þess að nota hádegishléin í að maula á hamborgara og sjúga eldrauða Winston þá borðar fólk salat og hleypur eins og það haldi að dauðinn eigi ekki par af Nike Free Run. Sjálfum þótti mér ágætt að losna við reykinn af börum bæjarins en ég get ekki skilið af hverju það má ekki starfrækja bar þar sem má reykja. Hvað kemur það ríkinu við? Reykingabönn eru heldur ekki næstum jafn útbreidd og okkur er talin trú um. Það má enn þá reykja að vild í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Í Rússlandi eru mannréttindi brotin á degi hverjum en eitt vita þeir, daginn sem þeir banna reykingar verður Kreml jöfnuð við jörðu. Sviss, Rúmenía, Tékkland, Þýskaland, rauchen bitte schön, ekki málið. Og 95% landa sem banna reykingar henda samt ekki reykingamönnum út heldur koma yfir þá sérstakri hýsingu. Af minni reynslu er fólk sem reykir undantekningarlaust skemmtilegra og gáfaðra en fólk sem reykir ekki. Líklega af því það sýgur svo mikið súrefni í heilann með hverjum smók. Segjum börnum að þetta sé vibbi en ýtum því ekki svo langt undir yfirborðið að það verði margfalt meira spennandi en það er í raun. Hættum að níðast á skemmtilegu og kláru reykingafólki og höldum áfram að dást að æðruleysinu.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun