Vegna viðtals um kampavínsklúbba Steinunn Gyðu- og Guðjónsson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Þann 19. júlí sl. var birt á forsíðu Fréttablaðsins frétt undir fyrirsögninni „Bera mörg merki mansals“ þar sem m.a. er vitnað í orð mín. Því miður er viðtalið eins og það birtist ónákvæmt og beinar tilvitnanir í mig ekki réttar. Það sem mér og blaðakonu fór á milli er rakið hér. Þann 18. júlí sl. hringdi blaðakona Fréttablaðsins í mig til að kanna hvort ég hefði séð nýlega umfjöllun blaðsins um starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba í Reykjavík og spurði hvað ég hefði um þessa umfjöllun að segja út frá starfi mínu í Kristínarhúsi. Umfjöllunina hafði ég séð og svaraði því til að kampavínsklúbbarnir hefðu ekki komið til umræðu í Kristínarhúsi og ég vissi því ekkert meira um þá en það sem ég hafði lesið á vef Vísis. Innt eftir viðbrögðum við umfjölluninni sagði ég að fyrst og fremst þætti mér að blaðið ætti að hafa samband við lögreglu, sem eftirlitsaðila með starfseminni, og óska eftir viðbrögðum hennar. Vegna starfa minna þekki ég vel til þekktra einkenna mansals og vændis og ýmissa vísbendinga sem geta bent til þess að slíkt eigi sér stað. Ég sagði blaðakonu almennt frá einkennum vændis og mansals og benti á ákveðnar hliðstæður sem hægt var að sjá með lýsingu Fréttablaðsins á starfsemi hinna svonefndu kampavínsklúbba og þekktra vísbendinga um vændi og mansal. Fullyrti ekki um vændi eða mansal Þar ber fyrst að nefna að skv. umfjöllun blaðsins væri hægt að fara afsíðis með konu í tíu mínútur fyrir 20.000 krónur. Ég benti á að það væri vel þekkt gangverð fyrir vændi á Íslandi í dag. Þá hjó ég eftir því í umfjölluninni að starfskonur að minnsta kosti annars klúbbsins væru flestar erlendar og hefðu aðeins verið í mjög stuttan tíma á Íslandi. Ég benti á að það væru þekkt einkenni mansals að staða kvenna sem standa höllum fæti væri misnotuð og að konur sem seldar væru mansali væru oft á eilífu flakki milli landa. Í umfjöllun Fréttablaðsins hafði auk þess komið fram að konurnar virtust lúta stjórn einnar konu inni á staðnum og byggju allar á sama stað utan vinnu. Aftur benti ég á að þekkt vísbending um mansal er skertur yfirráðaréttur yfir eigin lífi, m.a. búsetu, auk þess sem konur geta stýrt mansali og gert út aðrar konur líkt og karlar. Í lok viðtals ítrekaði ég mikilvægi þess að kalla eftir viðbrögðum lögreglu. Ég fullyrti hins vegar ekki í viðtalinu að á umræddum stöðum væri stundað vændi og/eða mansal. Þau einkenni mansals og vændis sem ég tiltók eru öll vel þekkt og í samræmi við alþjóðlegar skilgreiningar og gátlista um mansal. Ég þekki ekki persónulega til starfsemi kampavínsklúbbanna og gat því ekki fullyrt um hvers kyns starfsemi fer þar fram. Því byggðust svör mín einvörðungu á því að bera saman þekktar vísbendingar um mansal við lýsingar blaðamanns á starfseminni án þess að draga ályktanir af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þann 19. júlí sl. var birt á forsíðu Fréttablaðsins frétt undir fyrirsögninni „Bera mörg merki mansals“ þar sem m.a. er vitnað í orð mín. Því miður er viðtalið eins og það birtist ónákvæmt og beinar tilvitnanir í mig ekki réttar. Það sem mér og blaðakonu fór á milli er rakið hér. Þann 18. júlí sl. hringdi blaðakona Fréttablaðsins í mig til að kanna hvort ég hefði séð nýlega umfjöllun blaðsins um starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba í Reykjavík og spurði hvað ég hefði um þessa umfjöllun að segja út frá starfi mínu í Kristínarhúsi. Umfjöllunina hafði ég séð og svaraði því til að kampavínsklúbbarnir hefðu ekki komið til umræðu í Kristínarhúsi og ég vissi því ekkert meira um þá en það sem ég hafði lesið á vef Vísis. Innt eftir viðbrögðum við umfjölluninni sagði ég að fyrst og fremst þætti mér að blaðið ætti að hafa samband við lögreglu, sem eftirlitsaðila með starfseminni, og óska eftir viðbrögðum hennar. Vegna starfa minna þekki ég vel til þekktra einkenna mansals og vændis og ýmissa vísbendinga sem geta bent til þess að slíkt eigi sér stað. Ég sagði blaðakonu almennt frá einkennum vændis og mansals og benti á ákveðnar hliðstæður sem hægt var að sjá með lýsingu Fréttablaðsins á starfsemi hinna svonefndu kampavínsklúbba og þekktra vísbendinga um vændi og mansal. Fullyrti ekki um vændi eða mansal Þar ber fyrst að nefna að skv. umfjöllun blaðsins væri hægt að fara afsíðis með konu í tíu mínútur fyrir 20.000 krónur. Ég benti á að það væri vel þekkt gangverð fyrir vændi á Íslandi í dag. Þá hjó ég eftir því í umfjölluninni að starfskonur að minnsta kosti annars klúbbsins væru flestar erlendar og hefðu aðeins verið í mjög stuttan tíma á Íslandi. Ég benti á að það væru þekkt einkenni mansals að staða kvenna sem standa höllum fæti væri misnotuð og að konur sem seldar væru mansali væru oft á eilífu flakki milli landa. Í umfjöllun Fréttablaðsins hafði auk þess komið fram að konurnar virtust lúta stjórn einnar konu inni á staðnum og byggju allar á sama stað utan vinnu. Aftur benti ég á að þekkt vísbending um mansal er skertur yfirráðaréttur yfir eigin lífi, m.a. búsetu, auk þess sem konur geta stýrt mansali og gert út aðrar konur líkt og karlar. Í lok viðtals ítrekaði ég mikilvægi þess að kalla eftir viðbrögðum lögreglu. Ég fullyrti hins vegar ekki í viðtalinu að á umræddum stöðum væri stundað vændi og/eða mansal. Þau einkenni mansals og vændis sem ég tiltók eru öll vel þekkt og í samræmi við alþjóðlegar skilgreiningar og gátlista um mansal. Ég þekki ekki persónulega til starfsemi kampavínsklúbbanna og gat því ekki fullyrt um hvers kyns starfsemi fer þar fram. Því byggðust svör mín einvörðungu á því að bera saman þekktar vísbendingar um mansal við lýsingar blaðamanns á starfseminni án þess að draga ályktanir af því.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun