Fyllirí og börn Mikael Torfason skrifar 29. júlí 2013 07:00 Ölvun og slagsmál settu svip sinn á bæjarhátíð sem kallast Mærudagar og haldin er á Húsavík. Þetta er hefðbundin hátíð með svipuðu fyrirkomulagi og aðrar slíkar hátíðir. Mærudagar eiga að heita fjölskylduhátíð en engu að síður var ráðist, að því er virðist, tilefnislaust á fjóra einstaklinga. Þeir sitja eftir með skurði á andliti og brotnar tennur, samkvæmt lögreglu. Heldur var rólegra á Egilsstöðum um helgina, en þar var tónlistarhátíðin Bræðslan haldin og þurfti lögregla einungis að hafa afskipti af smápústrum milli drukkinna gesta. Hið sama má segja um fjölskylduhátíð sem haldin var í Grundarfirði um helgina og fór að sögn vel fram. Á íslenskum bæjarhátíðum er ölvun mikil og fullt fólk áberandi. Það vitum við öll sem farið höfum á slíkar fjölskylduhátíðir. Í raun er mikil mildi þegar allt fer vel fram eins og á Írskum dögum á Akranesi fyrr í sumar. Lögreglan þar sagði hátíðina hafa farið óvenjulega vel fram í ár, en mikil gæsla var í bænum og aðeins 62 útköll á laugardeginum og aðfaranótt sunnudagsins. Aðeins tveir gistu fangageymslur og tvö ölvunarakstursmál komu upp auk eins fíkniefnamáls. Þetta þykir með því betra á íslenskri fjölskylduhátíð. Öll samtök og allir hópar sem hafa eitthvað að gera með velferð barna ráðleggja okkur foreldrum að vera ekki á fylliríi með börnunum okkar. Þeir foreldrar eru til sem finnst það ósanngjörn krafa og við öll sem höfum óvart farið með börnin okkar á bæjarhátíðir eigum erfitt með að skilja af hverju fólk vill að börn leiki sér í kringum mjög ölvað fólk sem er oft með háreysti og jafnvel ofbeldi. Það dettur til dæmis engu heilvita foreldri að fara með börnin sín niður í miðbæ Reykjavíkur eftir kvöldmat. Ástandið þar er þannig að engum dytti í hug að kalla helgarnótt í Reykjavík fjölskylduhátíð. Nema þá kannski aðstandendur Menningarnætur en meira að segja aðstandendur þjóðhátíðardagsins 17. júní vilja fjölskyldurnar úr bænum um kvöldmatarleytið. Síðustu áratugi höfum við upplifað meira frelsi í málefnum vímunnar. Bæði hvað varðar aðgengi og umburðarlyndi okkar gagnvart fullu fólki. Við drekkum næstum því helmingi meira magn nú en fyrir tíu árum. Íslenskir karlmenn eru sagðir drekka þrefalt meira en íslenskar konur og það er líka miklu meira fyrir fullum körlum haft. Það eru þeir sem berja og nauðga og ganga berserksgang í miðbæ Reykjavíkur og á fjölskylduhátíðum úti á landi. Konur drekka samt sífellt meira og samkvæmt nýjustu tölum eru þær eiginlega búnar að ná körlunum. Þegar undirritaður fæddist drakk þriðjungur íslenskra kvenna á barneignaraldri ekki áfengi. Í dag lítur aðeins tuttugasta hver kona á sig sem bindindismanneskju. Karlar hafa á sama tíma aukið drykkju sína mikið en fyrir fjörutíu árum sagðist einn af hverjum tíu körlum drekka oftar en einu sinni í viku. Í dag drekkur annar hver íslenskur karl áfengi oft í viku. Frelsi fylgir ábyrgð og við verðum að vanda okkur betur. Næsta helgi er verslunarmannahelgi. Gefum börnunum okkar góða helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun
Ölvun og slagsmál settu svip sinn á bæjarhátíð sem kallast Mærudagar og haldin er á Húsavík. Þetta er hefðbundin hátíð með svipuðu fyrirkomulagi og aðrar slíkar hátíðir. Mærudagar eiga að heita fjölskylduhátíð en engu að síður var ráðist, að því er virðist, tilefnislaust á fjóra einstaklinga. Þeir sitja eftir með skurði á andliti og brotnar tennur, samkvæmt lögreglu. Heldur var rólegra á Egilsstöðum um helgina, en þar var tónlistarhátíðin Bræðslan haldin og þurfti lögregla einungis að hafa afskipti af smápústrum milli drukkinna gesta. Hið sama má segja um fjölskylduhátíð sem haldin var í Grundarfirði um helgina og fór að sögn vel fram. Á íslenskum bæjarhátíðum er ölvun mikil og fullt fólk áberandi. Það vitum við öll sem farið höfum á slíkar fjölskylduhátíðir. Í raun er mikil mildi þegar allt fer vel fram eins og á Írskum dögum á Akranesi fyrr í sumar. Lögreglan þar sagði hátíðina hafa farið óvenjulega vel fram í ár, en mikil gæsla var í bænum og aðeins 62 útköll á laugardeginum og aðfaranótt sunnudagsins. Aðeins tveir gistu fangageymslur og tvö ölvunarakstursmál komu upp auk eins fíkniefnamáls. Þetta þykir með því betra á íslenskri fjölskylduhátíð. Öll samtök og allir hópar sem hafa eitthvað að gera með velferð barna ráðleggja okkur foreldrum að vera ekki á fylliríi með börnunum okkar. Þeir foreldrar eru til sem finnst það ósanngjörn krafa og við öll sem höfum óvart farið með börnin okkar á bæjarhátíðir eigum erfitt með að skilja af hverju fólk vill að börn leiki sér í kringum mjög ölvað fólk sem er oft með háreysti og jafnvel ofbeldi. Það dettur til dæmis engu heilvita foreldri að fara með börnin sín niður í miðbæ Reykjavíkur eftir kvöldmat. Ástandið þar er þannig að engum dytti í hug að kalla helgarnótt í Reykjavík fjölskylduhátíð. Nema þá kannski aðstandendur Menningarnætur en meira að segja aðstandendur þjóðhátíðardagsins 17. júní vilja fjölskyldurnar úr bænum um kvöldmatarleytið. Síðustu áratugi höfum við upplifað meira frelsi í málefnum vímunnar. Bæði hvað varðar aðgengi og umburðarlyndi okkar gagnvart fullu fólki. Við drekkum næstum því helmingi meira magn nú en fyrir tíu árum. Íslenskir karlmenn eru sagðir drekka þrefalt meira en íslenskar konur og það er líka miklu meira fyrir fullum körlum haft. Það eru þeir sem berja og nauðga og ganga berserksgang í miðbæ Reykjavíkur og á fjölskylduhátíðum úti á landi. Konur drekka samt sífellt meira og samkvæmt nýjustu tölum eru þær eiginlega búnar að ná körlunum. Þegar undirritaður fæddist drakk þriðjungur íslenskra kvenna á barneignaraldri ekki áfengi. Í dag lítur aðeins tuttugasta hver kona á sig sem bindindismanneskju. Karlar hafa á sama tíma aukið drykkju sína mikið en fyrir fjörutíu árum sagðist einn af hverjum tíu körlum drekka oftar en einu sinni í viku. Í dag drekkur annar hver íslenskur karl áfengi oft í viku. Frelsi fylgir ábyrgð og við verðum að vanda okkur betur. Næsta helgi er verslunarmannahelgi. Gefum börnunum okkar góða helgi.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun