Ábyrgð fylgir því að standa næst hjartanu Þorsteinn Pálsson skrifar 24. ágúst 2013 07:00 Í síðustu skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland birtust ábendingar um kerfisbreytingar á nokkrum sviðum í ríkisrekstrinum: Menntamálum, velferðarmálum og búvöruframleiðslu. Viðreisn Íslands snýst reyndar um enn viðameiri kerfisbreytingar. Þeim var hins vegar lítill gaumur gefinn í kosningabaráttunni. Menntamálaráðherra tók ábendingum sjóðsins vel, enda þegar tekið frumkvæði að slíkum breytingum. Forsætisráðherra aftók aftur á móti að taka mark á þeim og sagði að útlendingar gerðu sér ekki grein fyrir íslenskri sérstöðu. Á sama tíma hefur engin ákvörðun ríkisstjórnarinnar vakið jafn mikla eftirvæntingu um nýja hugsun í ríkisrekstrinum og sérstök kerfisbreytinganefnd þingmanna sem forsætisráðherra skipaði. Spurningin sem fjölmiðlar hafa ekki leitað svara við er þessi: Hvort var forsætisráðherra alvara þegar hann skipaði nefndina eða þegar hann afneitaði ábendingum sjóðsins? Fjárveitingar til Landspítalans hafa á hverju ári eftir hrun verið skornar svo niður að öryggislínan er í uppnámi. Það er mikið rætt; hefur valdið þungum áhyggjum en mætt skilningi. Á sama tíma hafa framleiðslustyrkir í landbúnaði verið að fullu verðtryggðir. Það hefur gerst umræðulaust. Af þessu má draga þá ályktun að landbúnaðarkerfið standi mögulega nær hjarta þjóðarinnar en heilbrigðiskerfið. Þeirri sterku stöðu fylgir rík ábyrgð. ÁhættanSkýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er sennilega fyrsta ábendingin til stjórnvalda um að taka landbúnaðinn með við endurskoðun á útgjöldum ríkisins. Þó að engin stefna verði mótuð í þá veru gæti landbúnaðarkerfið eigi að síður lent í svipuðum hremmingum á næstu árum eins og heilbrigðiskerfið. Ástæðan er tvíþætt: Verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum er ekki nægjanleg. Engar vísbendingar eru um meiriháttar umskipti í þeim efnum á næstu árum. Og haldi þrengingar ríkissjóðs áfram af þeim sökum er ekki unnt að stóla á óbreytta afstöðu þjóðarinnar til þessara tveggja opinberu útgjaldakerfa. Verðmætasköpun er eina örugga lausnin fyrir bæði kerfin. Til þess að vekja vonir í þeim efnum þarf aftur verulegar kerfisbreytingar í þjóðarbúskapnum í heild. MacKinsey- skýrslan segir mest alla söguna um það mikla viðfangsefni. Til viðbótar þeim tillögum er grundvallarbreyting á peningakerfinu óhjákvæmileg. Meirihluti útflutnings landsmanna kemur frá fyrirtækjum sem nota ekki krónuna í bókhaldi sínu og gera upp í erlendri mynt. Sjávarútvegurinn telur ekki þörf á að fleiri njóti sömu aðstöðu. Landbúnaðurinn metur stöðu sína tryggari í krónuhagkerfinu meðan hann fær óskerta framleiðslustyrki. Á móti er áhættan sú að fyrr en nokkurn varir gæti velviljuðu ríkisvaldi orðið um megn að ráða við framleiðslustyrkjakerfið óbreytt vegna of lítils vaxtar útflutningstekna. Auðlindaskattur sjávasrútvegsins stendur tæpast undir því og erfitt að hækka hann. Hverjir aðrir geta þá borgað? SóknarfærinAuðlindir sjávar eru fullnýttar og með lagabreytingum sem standa óhaggaðar eftir komu nýs ráðherra hafa leiðir til hagræðingar þrengst. Vaxtarmöguleikar í orkufrekum iðnaði eru síðan takmarkaðir. Útflutningsvöxturinn þarf því einkum að verða í nýrri avinnustarfsemi. Hún sprettur ekki upp í þeim mæli sem þörf er á nema samkeppnishæfni landsins gjörbreytist. Til þess þarf Ísland að búa við jafn stöðuga og gjaldgenga mynt og samkeppnislöndin. Samtök atvinnulífsins líta svo á að ríkisstjórnin hafi enn ekki sent skilaboð um kerfisbreytingar í þeim efnum sem glæða vonir. Annar möguleiki sem byggir á kerfisbreytingum er að tryggja Íslandi aðild að væntanlegu viðskiptasamstarfi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Andstaða ríkisstjórnarinnar við aðild að Evrópusambandinu útilokar þann möguleika. Ósanngjarnt er að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki þegar komið meiri hraða á hjól atvinnulífsins. Það tekur mörg ár. Á hinn bóginn er sú gagnrýni réttmæt að andstaða hennar við kerfisbreytingar sem fylgja dýpra og virkara vestrænu samstarfi og stöðugum gjaldmiðli getur leitt til þess að hjólin fari einfaldlega ekki að snúast jafn hratt og þörf krefur þótt horft sé til lengri tíma. Alvarlegast er að ríkisstjórnin vill ekki leyfa þjóðinni að taka ákvörðun um hvort halda eigi þessum sóknarfærum opnum. Hætt er því við að bið geti orðið á endurreisn heilbrigðiskerfisins og tími niðurskurðar í landbúnaðarkerfinu gæti verið nær en ýmsir ætla. Í ljósi þess mikla velvilja sem landbúnaðurinn nýtur ætti sú mynd sem við blasir að vera umhugsunarefni fyrir forystumenn hans. Það er svo líka til íhugunar að án vaxtar á nýjum sviðum gæti krafan um óraunhæfa skattlagningu á sjávarútveginn þyngst á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Í síðustu skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland birtust ábendingar um kerfisbreytingar á nokkrum sviðum í ríkisrekstrinum: Menntamálum, velferðarmálum og búvöruframleiðslu. Viðreisn Íslands snýst reyndar um enn viðameiri kerfisbreytingar. Þeim var hins vegar lítill gaumur gefinn í kosningabaráttunni. Menntamálaráðherra tók ábendingum sjóðsins vel, enda þegar tekið frumkvæði að slíkum breytingum. Forsætisráðherra aftók aftur á móti að taka mark á þeim og sagði að útlendingar gerðu sér ekki grein fyrir íslenskri sérstöðu. Á sama tíma hefur engin ákvörðun ríkisstjórnarinnar vakið jafn mikla eftirvæntingu um nýja hugsun í ríkisrekstrinum og sérstök kerfisbreytinganefnd þingmanna sem forsætisráðherra skipaði. Spurningin sem fjölmiðlar hafa ekki leitað svara við er þessi: Hvort var forsætisráðherra alvara þegar hann skipaði nefndina eða þegar hann afneitaði ábendingum sjóðsins? Fjárveitingar til Landspítalans hafa á hverju ári eftir hrun verið skornar svo niður að öryggislínan er í uppnámi. Það er mikið rætt; hefur valdið þungum áhyggjum en mætt skilningi. Á sama tíma hafa framleiðslustyrkir í landbúnaði verið að fullu verðtryggðir. Það hefur gerst umræðulaust. Af þessu má draga þá ályktun að landbúnaðarkerfið standi mögulega nær hjarta þjóðarinnar en heilbrigðiskerfið. Þeirri sterku stöðu fylgir rík ábyrgð. ÁhættanSkýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er sennilega fyrsta ábendingin til stjórnvalda um að taka landbúnaðinn með við endurskoðun á útgjöldum ríkisins. Þó að engin stefna verði mótuð í þá veru gæti landbúnaðarkerfið eigi að síður lent í svipuðum hremmingum á næstu árum eins og heilbrigðiskerfið. Ástæðan er tvíþætt: Verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum er ekki nægjanleg. Engar vísbendingar eru um meiriháttar umskipti í þeim efnum á næstu árum. Og haldi þrengingar ríkissjóðs áfram af þeim sökum er ekki unnt að stóla á óbreytta afstöðu þjóðarinnar til þessara tveggja opinberu útgjaldakerfa. Verðmætasköpun er eina örugga lausnin fyrir bæði kerfin. Til þess að vekja vonir í þeim efnum þarf aftur verulegar kerfisbreytingar í þjóðarbúskapnum í heild. MacKinsey- skýrslan segir mest alla söguna um það mikla viðfangsefni. Til viðbótar þeim tillögum er grundvallarbreyting á peningakerfinu óhjákvæmileg. Meirihluti útflutnings landsmanna kemur frá fyrirtækjum sem nota ekki krónuna í bókhaldi sínu og gera upp í erlendri mynt. Sjávarútvegurinn telur ekki þörf á að fleiri njóti sömu aðstöðu. Landbúnaðurinn metur stöðu sína tryggari í krónuhagkerfinu meðan hann fær óskerta framleiðslustyrki. Á móti er áhættan sú að fyrr en nokkurn varir gæti velviljuðu ríkisvaldi orðið um megn að ráða við framleiðslustyrkjakerfið óbreytt vegna of lítils vaxtar útflutningstekna. Auðlindaskattur sjávasrútvegsins stendur tæpast undir því og erfitt að hækka hann. Hverjir aðrir geta þá borgað? SóknarfærinAuðlindir sjávar eru fullnýttar og með lagabreytingum sem standa óhaggaðar eftir komu nýs ráðherra hafa leiðir til hagræðingar þrengst. Vaxtarmöguleikar í orkufrekum iðnaði eru síðan takmarkaðir. Útflutningsvöxturinn þarf því einkum að verða í nýrri avinnustarfsemi. Hún sprettur ekki upp í þeim mæli sem þörf er á nema samkeppnishæfni landsins gjörbreytist. Til þess þarf Ísland að búa við jafn stöðuga og gjaldgenga mynt og samkeppnislöndin. Samtök atvinnulífsins líta svo á að ríkisstjórnin hafi enn ekki sent skilaboð um kerfisbreytingar í þeim efnum sem glæða vonir. Annar möguleiki sem byggir á kerfisbreytingum er að tryggja Íslandi aðild að væntanlegu viðskiptasamstarfi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Andstaða ríkisstjórnarinnar við aðild að Evrópusambandinu útilokar þann möguleika. Ósanngjarnt er að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki þegar komið meiri hraða á hjól atvinnulífsins. Það tekur mörg ár. Á hinn bóginn er sú gagnrýni réttmæt að andstaða hennar við kerfisbreytingar sem fylgja dýpra og virkara vestrænu samstarfi og stöðugum gjaldmiðli getur leitt til þess að hjólin fari einfaldlega ekki að snúast jafn hratt og þörf krefur þótt horft sé til lengri tíma. Alvarlegast er að ríkisstjórnin vill ekki leyfa þjóðinni að taka ákvörðun um hvort halda eigi þessum sóknarfærum opnum. Hætt er því við að bið geti orðið á endurreisn heilbrigðiskerfisins og tími niðurskurðar í landbúnaðarkerfinu gæti verið nær en ýmsir ætla. Í ljósi þess mikla velvilja sem landbúnaðurinn nýtur ætti sú mynd sem við blasir að vera umhugsunarefni fyrir forystumenn hans. Það er svo líka til íhugunar að án vaxtar á nýjum sviðum gæti krafan um óraunhæfa skattlagningu á sjávarútveginn þyngst á ný.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun