Flugþrá Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. september 2013 10:45 Líklega er ég með snert af einhverju heilkenni sem gerir það að verkum að ég fæ brennandi en handahófskenndan áhuga á einhverju ákveðnu. Ég hef safnað frímerkjum af miklum móð, sökkt mér í erótískar glæpamyndir gerðar á Ítalíu á áttunda áratugnum og eytt sólarhringum í að byggja líkön af byggingum úr gifsi. Nýjasta dellan veldur mér hins vegar nokkrum áhyggjum. Eitthvað gerðist í vor sem vakti hjá mér áhuga á flugvélum. Það er svo sem ekki óalgengasta della sem þú finnur, en miðað við það að ég kann ekki einu sinni að mæla olíu á bílvél átti ég seint von á því að ég fengi flugdellu. Reyndar er kannski full djúpt tekið í árinni að kalla þetta flug-„dellu“. Þarf maður þá ekki að eiga flugvél og kunna að fljúga? Nei ég hef eytt tíma mínum á Wikipedia og Youtube, horft á kvikmyndir sem gerast um borð í flugvélum og lesið fjölmargar rannsóknarskýrslur um flugslys. Því fer fjarri að allar þessar upplýsingar nái að festast og ég á langt í land með að verða einhver Ómar Ragnarsson. En ég veit til dæmis muninn á fartíma og flugtíma og skil næstum því hvernig flugriti virkar. Af hverju er ég að segja þér þetta? Jú, ég er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Fari ég að gera mér einhverjar grillur um að læra að fljúga vil ég að vinir mínir og velunnarar stoppi mig og neyði mig til þess að lesa þessi orð: „Haukur, þú ert gleyminn, skjálfhentur og með ömurlegar fínhreyfingar. Þú átt ekkert erindi í flugstjórnarklefa neins staðar. Aldrei. Þú kannt varla að keyra bíl og ef eitthvað kemur upp á er viðbragðstími þinn afleitur. Ertu síðan búinn að gleyma því að það hefur tvisvar sinnum liðið yfir þig í millilandaflugi?“ Þið hin sem þekkið mig ekki getið verið alveg róleg. Ja, allavega þar til þið heyrið flugþjón kynna mig sem flugstjórann ykkar til Tenerife. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Líklega er ég með snert af einhverju heilkenni sem gerir það að verkum að ég fæ brennandi en handahófskenndan áhuga á einhverju ákveðnu. Ég hef safnað frímerkjum af miklum móð, sökkt mér í erótískar glæpamyndir gerðar á Ítalíu á áttunda áratugnum og eytt sólarhringum í að byggja líkön af byggingum úr gifsi. Nýjasta dellan veldur mér hins vegar nokkrum áhyggjum. Eitthvað gerðist í vor sem vakti hjá mér áhuga á flugvélum. Það er svo sem ekki óalgengasta della sem þú finnur, en miðað við það að ég kann ekki einu sinni að mæla olíu á bílvél átti ég seint von á því að ég fengi flugdellu. Reyndar er kannski full djúpt tekið í árinni að kalla þetta flug-„dellu“. Þarf maður þá ekki að eiga flugvél og kunna að fljúga? Nei ég hef eytt tíma mínum á Wikipedia og Youtube, horft á kvikmyndir sem gerast um borð í flugvélum og lesið fjölmargar rannsóknarskýrslur um flugslys. Því fer fjarri að allar þessar upplýsingar nái að festast og ég á langt í land með að verða einhver Ómar Ragnarsson. En ég veit til dæmis muninn á fartíma og flugtíma og skil næstum því hvernig flugriti virkar. Af hverju er ég að segja þér þetta? Jú, ég er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Fari ég að gera mér einhverjar grillur um að læra að fljúga vil ég að vinir mínir og velunnarar stoppi mig og neyði mig til þess að lesa þessi orð: „Haukur, þú ert gleyminn, skjálfhentur og með ömurlegar fínhreyfingar. Þú átt ekkert erindi í flugstjórnarklefa neins staðar. Aldrei. Þú kannt varla að keyra bíl og ef eitthvað kemur upp á er viðbragðstími þinn afleitur. Ertu síðan búinn að gleyma því að það hefur tvisvar sinnum liðið yfir þig í millilandaflugi?“ Þið hin sem þekkið mig ekki getið verið alveg róleg. Ja, allavega þar til þið heyrið flugþjón kynna mig sem flugstjórann ykkar til Tenerife.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun