Af gæðum grunnskólans Jón Páll Haraldsson skrifar 6. september 2013 06:00 Í fyrri grein fjallaði ég um hlutfallslega háan kostnað við grunnskóla á Íslandi og góðan námsárangur nemenda. Hér á eftir mun ég benda á hvað fleira við berum úr býtum en góðan námsárangur. HBSC-könnunin sýnir að íslenski grunnskólinn er í fremstu röð þegar nemendur eru spurðir hvernig þeim líkar í skólanum (sjá t.d. www.hbsc.is). Sem foreldri finnst mér það ómetanlegt og sem fagmanni er mér það keppikefli. Um þetta atriði hefur enda ríkt samhljómur í samfélaginu; bæði skólafólk, foreldrar og menntayfirvöld hafa líðan nemenda í forgangi. Vonandi særi ég hér engan, því vitaskuld gengur samveran ekki hnökralaust fyrir sig í íslenskum skólum. OECD leggur mikið upp úr jöfnuði í samanburði á gæðum menntakerfa. PISA-niðurstöðurnar segja íslenska grunnskólann í fremstu röð þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms og jöfnuði í skólakerfinu almennt. Sem dæmi hefur efnahagsstaða foreldra lítið forspárgildi fyrir námsárangur og búseta nemenda sömuleiðis. Ekki þarf að fara langt til að sjá miklu dapurlegri mynd. Við skerum okkur einnig úr varðandi blöndun nemenda. Víða virðist algengt að nemendum í skyldunámi sé gert að skipta um skóla ef námsárangri eða hegðun er ábótavant, eða ef nemandinn þarf sérstakan stuðning í námi. Á Íslandi í dag þekkjast ekki flutningar af þessu tagi og OECD bendir sértaklega á að minni flutningar ýti undir betri námsárangur. Mjög víða erlendis er jafnöldrum sundrað eftir prófaniðurstöðum snemma á skólagöngunni, þeim dreift í ólíka skóla og ólíka árganga. Hér leggjum við áherslu á félagslega blöndun, blessunarlega. Árangur Íslands er einkar athyglisverður í ljósi þess að íslenski grunnskólinn er ungur skóli. Átta ára dóttir mín fær tvöfalt fleiri kennslustundir en ég fékk á hennar aldri. Eftir skóladaginn tekur við frábær menntun í frístundaheimili og tónlistarskóla. Átta ára fékk ég þrjár kennslustundir í bítið hvern dag og kom heim áður en birti af degi. Þá stóðum við langt að baki nágrannalöndunum tel ég víst. Í skýrslu OECD segir að nemendur sem hafa sótt leikskóla nái betri námsárangri á unglingastigi grunnskóla. Lengri leikskóli kallar einnig á betri námsárangur sem og lágt hlutfall barna á hvern leikskólakennara. OECD segir beint út að auknir fjármunir á leikskólastigi skili betri námsárangri á unglingsárum. Íslenski leikskólinn er talinn frábær í öllum samanburði en við getum enn lengt hann í mörgum sveitarfélögum. En eins og ég sagði hér áður eru sóknarfærin líka mörg, það er margt sem má bæta. Í alþjóðlegum samanburði náum við t.d. ekki góðum árangri með nýjum Íslendingum – nýbúum – sem vonandi er öllum áhyggjuefni. Hvernig menntun viljum við? Varast þarf ofureinfaldanir í allri umræðu um flókin fyrirbæri eins og skólakerfi. Þessar tvær greinar eru einnig einföldun á veruleikanum, því þrátt fyrir að hér sé engu logið er samhengið flókið. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að taka áfram þátt í enn fleiri alþjóðlegum rannsóknum og skoða hlutina í víðu samhengi áður en stórar ákvarðanir eru teknar. Vonandi er sem flestum ljóst að sú fullyrðing að enn megi skera niður án þess að það komi niður á gæðum er afar illa grunduð, jafn illa og að stórfættir geti troðið sér í meðalskó. Mikilvægast af öllu er þó að ræða vel hvernig æsku og hvernig menntun við viljum fyrir börnin okkar. Sú umræða kallar síðan á spurninguna um hvernig árangri við viljum ná. Á þeim grunni getum við síðan vegið og metið árangurinn og hagtölurnar líka. Við eigum eitt albesta grunnskólakerfi í heiminum og ungmennin sem útskrifast eru mjög hæf. Ef við viljum – og erum þolinmóð – mun skólinn enn vaxa og dafna. Gleðilegt nýtt skólaár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Páll Haraldsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í fyrri grein fjallaði ég um hlutfallslega háan kostnað við grunnskóla á Íslandi og góðan námsárangur nemenda. Hér á eftir mun ég benda á hvað fleira við berum úr býtum en góðan námsárangur. HBSC-könnunin sýnir að íslenski grunnskólinn er í fremstu röð þegar nemendur eru spurðir hvernig þeim líkar í skólanum (sjá t.d. www.hbsc.is). Sem foreldri finnst mér það ómetanlegt og sem fagmanni er mér það keppikefli. Um þetta atriði hefur enda ríkt samhljómur í samfélaginu; bæði skólafólk, foreldrar og menntayfirvöld hafa líðan nemenda í forgangi. Vonandi særi ég hér engan, því vitaskuld gengur samveran ekki hnökralaust fyrir sig í íslenskum skólum. OECD leggur mikið upp úr jöfnuði í samanburði á gæðum menntakerfa. PISA-niðurstöðurnar segja íslenska grunnskólann í fremstu röð þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms og jöfnuði í skólakerfinu almennt. Sem dæmi hefur efnahagsstaða foreldra lítið forspárgildi fyrir námsárangur og búseta nemenda sömuleiðis. Ekki þarf að fara langt til að sjá miklu dapurlegri mynd. Við skerum okkur einnig úr varðandi blöndun nemenda. Víða virðist algengt að nemendum í skyldunámi sé gert að skipta um skóla ef námsárangri eða hegðun er ábótavant, eða ef nemandinn þarf sérstakan stuðning í námi. Á Íslandi í dag þekkjast ekki flutningar af þessu tagi og OECD bendir sértaklega á að minni flutningar ýti undir betri námsárangur. Mjög víða erlendis er jafnöldrum sundrað eftir prófaniðurstöðum snemma á skólagöngunni, þeim dreift í ólíka skóla og ólíka árganga. Hér leggjum við áherslu á félagslega blöndun, blessunarlega. Árangur Íslands er einkar athyglisverður í ljósi þess að íslenski grunnskólinn er ungur skóli. Átta ára dóttir mín fær tvöfalt fleiri kennslustundir en ég fékk á hennar aldri. Eftir skóladaginn tekur við frábær menntun í frístundaheimili og tónlistarskóla. Átta ára fékk ég þrjár kennslustundir í bítið hvern dag og kom heim áður en birti af degi. Þá stóðum við langt að baki nágrannalöndunum tel ég víst. Í skýrslu OECD segir að nemendur sem hafa sótt leikskóla nái betri námsárangri á unglingastigi grunnskóla. Lengri leikskóli kallar einnig á betri námsárangur sem og lágt hlutfall barna á hvern leikskólakennara. OECD segir beint út að auknir fjármunir á leikskólastigi skili betri námsárangri á unglingsárum. Íslenski leikskólinn er talinn frábær í öllum samanburði en við getum enn lengt hann í mörgum sveitarfélögum. En eins og ég sagði hér áður eru sóknarfærin líka mörg, það er margt sem má bæta. Í alþjóðlegum samanburði náum við t.d. ekki góðum árangri með nýjum Íslendingum – nýbúum – sem vonandi er öllum áhyggjuefni. Hvernig menntun viljum við? Varast þarf ofureinfaldanir í allri umræðu um flókin fyrirbæri eins og skólakerfi. Þessar tvær greinar eru einnig einföldun á veruleikanum, því þrátt fyrir að hér sé engu logið er samhengið flókið. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að taka áfram þátt í enn fleiri alþjóðlegum rannsóknum og skoða hlutina í víðu samhengi áður en stórar ákvarðanir eru teknar. Vonandi er sem flestum ljóst að sú fullyrðing að enn megi skera niður án þess að það komi niður á gæðum er afar illa grunduð, jafn illa og að stórfættir geti troðið sér í meðalskó. Mikilvægast af öllu er þó að ræða vel hvernig æsku og hvernig menntun við viljum fyrir börnin okkar. Sú umræða kallar síðan á spurninguna um hvernig árangri við viljum ná. Á þeim grunni getum við síðan vegið og metið árangurinn og hagtölurnar líka. Við eigum eitt albesta grunnskólakerfi í heiminum og ungmennin sem útskrifast eru mjög hæf. Ef við viljum – og erum þolinmóð – mun skólinn enn vaxa og dafna. Gleðilegt nýtt skólaár.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun