Mamma þín dó í nótt Oddrún Lára Friðgeirsdóttir skrifar 10. september 2013 06:00 „Mamma þín dó í nótt“. Þetta voru orðin sem ég vaknaði við þann 14. maí 2006. Þá var ég 14 ára. Eitthvað sem ég hafði lengi búist við en gat engan veginn búið mig undir var orðið að veruleika. Alltaf býst maður við þessu á morgun, ekki í dag. Hún mamma var falleg og góð, rosalega fyndin og umhyggjusöm. Hún var einstæð móðir með mig og stóru systur mínar tvær. Hún kenndi mér svo margt og elskaði mig mikið. Á hverju einasta kvöldi kyssti ég hana og sagðist elska hana og hún mig, og ef ég bað um sopa af Diet Grape-inu hennar sagði hún ekki bara já. Hún sagði; já, af því að það ert þú. Mér fannst samt alltaf Grape vont, bara sport að fá sopa. Hún kenndi mér fordómaleysi og að bera virðingu fyrir mönnum og dýrum. Ef ég tjáði henni skoðun mína á einhverju þá spurði hún mig alltaf; af hverju? Hún var ekki að efa mig, heldur vildi hún að ég myndi íhuga mál mitt og koma með rök fyrir skoðun minni þó svo að hún væri ekki sú sama og hennar. En mamma mín var geðveik. Hún þjáðist af borderline personality disorder, auk þunglyndis og kvíða. Hún lærði húsgagnasmíði þegar ég var yngri og starfaði sem smiður. En þegar ég var u.þ.b. 9-10 ára fóru veikindin að segja sífellt meira til sín þar til hún hætti að vinna og varð öryrki. Á síðustu árunum var hún inn og út af geðdeild og í iðjuþjálfun. Nokkrum sinnum hafði hún reynt sjálfsvíg. Aðfaranótt mæðradagsins 2006 náði sjúkdómurinn loksins yfirhöndinni og hún endaði sitt líf.Hetjuleg barátta Ég hef oft verið spurð hvort ég sé reið út í mömmu. Reið af því að hún ákvað að fara frá okkur. Og heyri oft að sjálfsvíg sé sjálfselska. Alltaf verð ég jafnhissa að heyra þetta. Þessa nótt tók hún ekki þá sjálfselsku, meðvituðu ákvörðun um að yfirgefa börnin sín. Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó. Hennar mein sást ekki utan á henni og því á sumt fólk enn erfitt með að skilja hvernig það getur dregið manneskju til dauða. Eftir að hafa alist upp með geðveiki í kringum mig og horft upp á þessi veikindi og þessa rosalegu vanlíðan get ég ekki með nokkru móti séð hvernig manneskja getur talist sjálfselsk. Mamma barðist á hverjum einasta degi, virkilega barðist, við erfið veikindi og var augljóslega ekki að sýna vanmátt eða eigingirni á neinn hátt, heldur hetjulega baráttu. Oft eru geðræn veikindi í umræðunni og þessi umræða hefur verið örlítið opnari undanfarin ár. Núna 10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og því fannst mér rétt að skrifa þessa grein. Árið sem mamma dó, 2006, voru þau 32 sem féllu fyrir eigin hendi, 22 karlar og 10 konur. Tíðnin hér á landi sveiflast frá 33-37 á hverju ári, 2-3 í hverjum mánuði. Mér finnst samt enn langt í land með að talað sé jafn opinskátt um geðræn veikindi og um önnur, sérstaklega miðað við þann fjölda sem berst við þessi veikindi og enn fleiri aðstandendur eins og ég sem þurfa að kljást við sorgina yfir að missa einhvern sem deyr úr þessum veikindum. Enn er þetta skömmustumál hjá mörgum. Ég vona að það breytist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
„Mamma þín dó í nótt“. Þetta voru orðin sem ég vaknaði við þann 14. maí 2006. Þá var ég 14 ára. Eitthvað sem ég hafði lengi búist við en gat engan veginn búið mig undir var orðið að veruleika. Alltaf býst maður við þessu á morgun, ekki í dag. Hún mamma var falleg og góð, rosalega fyndin og umhyggjusöm. Hún var einstæð móðir með mig og stóru systur mínar tvær. Hún kenndi mér svo margt og elskaði mig mikið. Á hverju einasta kvöldi kyssti ég hana og sagðist elska hana og hún mig, og ef ég bað um sopa af Diet Grape-inu hennar sagði hún ekki bara já. Hún sagði; já, af því að það ert þú. Mér fannst samt alltaf Grape vont, bara sport að fá sopa. Hún kenndi mér fordómaleysi og að bera virðingu fyrir mönnum og dýrum. Ef ég tjáði henni skoðun mína á einhverju þá spurði hún mig alltaf; af hverju? Hún var ekki að efa mig, heldur vildi hún að ég myndi íhuga mál mitt og koma með rök fyrir skoðun minni þó svo að hún væri ekki sú sama og hennar. En mamma mín var geðveik. Hún þjáðist af borderline personality disorder, auk þunglyndis og kvíða. Hún lærði húsgagnasmíði þegar ég var yngri og starfaði sem smiður. En þegar ég var u.þ.b. 9-10 ára fóru veikindin að segja sífellt meira til sín þar til hún hætti að vinna og varð öryrki. Á síðustu árunum var hún inn og út af geðdeild og í iðjuþjálfun. Nokkrum sinnum hafði hún reynt sjálfsvíg. Aðfaranótt mæðradagsins 2006 náði sjúkdómurinn loksins yfirhöndinni og hún endaði sitt líf.Hetjuleg barátta Ég hef oft verið spurð hvort ég sé reið út í mömmu. Reið af því að hún ákvað að fara frá okkur. Og heyri oft að sjálfsvíg sé sjálfselska. Alltaf verð ég jafnhissa að heyra þetta. Þessa nótt tók hún ekki þá sjálfselsku, meðvituðu ákvörðun um að yfirgefa börnin sín. Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó. Hennar mein sást ekki utan á henni og því á sumt fólk enn erfitt með að skilja hvernig það getur dregið manneskju til dauða. Eftir að hafa alist upp með geðveiki í kringum mig og horft upp á þessi veikindi og þessa rosalegu vanlíðan get ég ekki með nokkru móti séð hvernig manneskja getur talist sjálfselsk. Mamma barðist á hverjum einasta degi, virkilega barðist, við erfið veikindi og var augljóslega ekki að sýna vanmátt eða eigingirni á neinn hátt, heldur hetjulega baráttu. Oft eru geðræn veikindi í umræðunni og þessi umræða hefur verið örlítið opnari undanfarin ár. Núna 10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og því fannst mér rétt að skrifa þessa grein. Árið sem mamma dó, 2006, voru þau 32 sem féllu fyrir eigin hendi, 22 karlar og 10 konur. Tíðnin hér á landi sveiflast frá 33-37 á hverju ári, 2-3 í hverjum mánuði. Mér finnst samt enn langt í land með að talað sé jafn opinskátt um geðræn veikindi og um önnur, sérstaklega miðað við þann fjölda sem berst við þessi veikindi og enn fleiri aðstandendur eins og ég sem þurfa að kljást við sorgina yfir að missa einhvern sem deyr úr þessum veikindum. Enn er þetta skömmustumál hjá mörgum. Ég vona að það breytist.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun