Verðmiðar Halldór Halldórsson skrifar 12. september 2013 06:00 Það þarf að skera niður. Auðvitað, alls staðar. Það má ekki hækka álögur á ríka og útgerðina. Ég skil það, í alvöru. Ég er ekki sammála því en ég skil það. Útgerðin og ríkt fólk á þetta land. Sigmundur Davíð er bara Hrói höttur þegar það kemur að kröfuhörðum útlendingum, hinir innlendu kröfuhafar geta léttilega hirt af honum bæði Lloyd-skóinn og Nike-skóinn og látið hann ganga berfættan og stokkbólginn heim til sín. Nú eru þessir flokkar í stjórn sem þýðir að nú fá þeir að kúga okkur hin. Þannig virkar Ísland. Einn hópurinn níðist á hinum þar til efnahagskerfið hrynur eða viðskiptalífið ærist, svo skiptum við um búninga. Hvað er grunnþjónusta? Grunnþjónusta er hugtak sem segir okkur á napurlegan hátt að það sé mikilvægara að halda úti heilbrigðiskerfi en að halda úti úfnu skáldi. Þetta er búllsjitt. Það er annað afl – önnur forsenda, köllum hana grunnforsenduna. Það er tungumálið, hið ástkæra ylhýra, leyniorðin sem greina okkur frá hinum. Það og það eitt gerir okkur að þjóð. Það er því bara ein spurning sem við eigum að spyrja okkur að: Höfum við efni á því að tala íslensku? Líklega ekki. En við ætlum samt að kýla á það. Auðvitað. Klinkið sem við hendum í listamenn er grunnþjónusta tungumálsins, algjör lágmarksnæring. það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að lært fólk sé að vinna með og í þágu tungumálsins. Það er algjör frumskilyrði þess að við getum kallað okkur þjóð. Grímur Gíslason undirstrikaði mikilvægi þess þegar hann birti vísu um skáldið Sjón. Einhvern leirburð sem er menningarlegt ígildi þess að reka við í krukku og sleppa því. Allt fremur en að sökkva á svo lágt plan. Við þurfum á allri menningu og öllum listum sem við mögulega getum fundið að halda. Við þurfum hámenningu og lágmenningu. Torskilin ljóð og leirburð úr Eyjum. Hjaltalín, Sálina, Dj Muscleboy. Þjóðleikhús, Borgarleikhús, Sinfóníu og Kvikmyndasjóð. Ríkisstyrkt og markaðsdrifið. Við þurfum og verðum að borga með þessu tungumáli, til þess eins að það fari ekki til fjandans og við öll með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Það þarf að skera niður. Auðvitað, alls staðar. Það má ekki hækka álögur á ríka og útgerðina. Ég skil það, í alvöru. Ég er ekki sammála því en ég skil það. Útgerðin og ríkt fólk á þetta land. Sigmundur Davíð er bara Hrói höttur þegar það kemur að kröfuhörðum útlendingum, hinir innlendu kröfuhafar geta léttilega hirt af honum bæði Lloyd-skóinn og Nike-skóinn og látið hann ganga berfættan og stokkbólginn heim til sín. Nú eru þessir flokkar í stjórn sem þýðir að nú fá þeir að kúga okkur hin. Þannig virkar Ísland. Einn hópurinn níðist á hinum þar til efnahagskerfið hrynur eða viðskiptalífið ærist, svo skiptum við um búninga. Hvað er grunnþjónusta? Grunnþjónusta er hugtak sem segir okkur á napurlegan hátt að það sé mikilvægara að halda úti heilbrigðiskerfi en að halda úti úfnu skáldi. Þetta er búllsjitt. Það er annað afl – önnur forsenda, köllum hana grunnforsenduna. Það er tungumálið, hið ástkæra ylhýra, leyniorðin sem greina okkur frá hinum. Það og það eitt gerir okkur að þjóð. Það er því bara ein spurning sem við eigum að spyrja okkur að: Höfum við efni á því að tala íslensku? Líklega ekki. En við ætlum samt að kýla á það. Auðvitað. Klinkið sem við hendum í listamenn er grunnþjónusta tungumálsins, algjör lágmarksnæring. það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að lært fólk sé að vinna með og í þágu tungumálsins. Það er algjör frumskilyrði þess að við getum kallað okkur þjóð. Grímur Gíslason undirstrikaði mikilvægi þess þegar hann birti vísu um skáldið Sjón. Einhvern leirburð sem er menningarlegt ígildi þess að reka við í krukku og sleppa því. Allt fremur en að sökkva á svo lágt plan. Við þurfum á allri menningu og öllum listum sem við mögulega getum fundið að halda. Við þurfum hámenningu og lágmenningu. Torskilin ljóð og leirburð úr Eyjum. Hjaltalín, Sálina, Dj Muscleboy. Þjóðleikhús, Borgarleikhús, Sinfóníu og Kvikmyndasjóð. Ríkisstyrkt og markaðsdrifið. Við þurfum og verðum að borga með þessu tungumáli, til þess eins að það fari ekki til fjandans og við öll með.